Vill að nafn sitt verði tekið af heiðursfélagalista Lögmannafélagsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2019 07:11 Jón Steinar Gunnlaugsson var gerður að heiðursfélaga í Lögmannafélagi Íslands árið 2011. Vísir/vilhelm Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi Hæstaréttardómari hefur óskað eftir því við Lögmannafélag Íslands að hann verði tekinn af skrá yfir heiðursfélaga félagsins. Þessu greinir Jón Steinar frá á vefsíðu lögmannsstofu sinnar, JSG lögmanna. Tilefni skrifa Jón Steinars er að Hæstiréttur hefur fallist á að veita Lögmannafélagi Íslands leyfi til að áfrýja til réttarins dómi Landsréttar í máli Jóns Steinars gegn félaginu. Dómur í málinu féll í Landsrétti þann 5. apríl síðastliðinn. Með dómnum felldi Landsréttur úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar lögmanna þar sem Jóni Steinari var veitt áminning vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, þáverandi dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Það var svo ótrúleg forherðing að óska leyfis til að mega áfrýja þessum dómi til Hæstaréttar. Það er eins og stjórnin hafi ekki getað hætt þessum ýfingum við mig. Hún studdi beiðni sína um áfrýjunarleyfi við sjónarmið um að þetta málaskak innan raða lögmanna væri svo þýðingarmikið fyrir þjóðina, að Hæstiréttur yrði um að fjalla!“ skrifar Jón Steinar. Þá heldur hann því fram að Lögmannafélagið hafi viljað gera út á „óvild“, sem hann segir dómara Hæstaréttar bera í sinn garð. Þó að reglulegir dómarar við réttinn hafi vikið sæti við afgreiðslu áfrýjunarbeiðninnar hafi varamennirnir „sjálfir persónulega horn í síðu mannsins sem í hlut á“, þ.e. Jóns Steinars sjálfs. Þannig segist Jón Steinar ekki una því að teljast til heiðursfélaga í „félagi sem brýtur svo gróflega gegn réttindum mínum“. „Ég hef því sent þessu félagi bréf með ósk um að nafn mitt verði tekið af skrá þess yfir heiðursfélaga. Ég get hreinlega ekki hugsað mér að vera skrautpinni í félagi sem brýtur með þessum hætti rétt á mönnum og forherðist síðan í þeirri viðleitni.“ Dómsmál Tengdar fréttir Lögmannafélagið sýknað af stefnu Jóns Steinars Vildi fá áminningu gegn sér fellda úr gildi. 17. maí 2018 11:18 Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50 Jón Steinar áminntur fyrir ókurteisi Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur verið áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur. 2. júní 2017 17:50 Lögmannafélagið fær áfrýjunarleyfi í máli gegn Jóni Steinari Fágætt er að óskir um áfrýjun séu samþykktar. 21. júní 2019 12:52 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi Hæstaréttardómari hefur óskað eftir því við Lögmannafélag Íslands að hann verði tekinn af skrá yfir heiðursfélaga félagsins. Þessu greinir Jón Steinar frá á vefsíðu lögmannsstofu sinnar, JSG lögmanna. Tilefni skrifa Jón Steinars er að Hæstiréttur hefur fallist á að veita Lögmannafélagi Íslands leyfi til að áfrýja til réttarins dómi Landsréttar í máli Jóns Steinars gegn félaginu. Dómur í málinu féll í Landsrétti þann 5. apríl síðastliðinn. Með dómnum felldi Landsréttur úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar lögmanna þar sem Jóni Steinari var veitt áminning vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, þáverandi dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Það var svo ótrúleg forherðing að óska leyfis til að mega áfrýja þessum dómi til Hæstaréttar. Það er eins og stjórnin hafi ekki getað hætt þessum ýfingum við mig. Hún studdi beiðni sína um áfrýjunarleyfi við sjónarmið um að þetta málaskak innan raða lögmanna væri svo þýðingarmikið fyrir þjóðina, að Hæstiréttur yrði um að fjalla!“ skrifar Jón Steinar. Þá heldur hann því fram að Lögmannafélagið hafi viljað gera út á „óvild“, sem hann segir dómara Hæstaréttar bera í sinn garð. Þó að reglulegir dómarar við réttinn hafi vikið sæti við afgreiðslu áfrýjunarbeiðninnar hafi varamennirnir „sjálfir persónulega horn í síðu mannsins sem í hlut á“, þ.e. Jóns Steinars sjálfs. Þannig segist Jón Steinar ekki una því að teljast til heiðursfélaga í „félagi sem brýtur svo gróflega gegn réttindum mínum“. „Ég hef því sent þessu félagi bréf með ósk um að nafn mitt verði tekið af skrá þess yfir heiðursfélaga. Ég get hreinlega ekki hugsað mér að vera skrautpinni í félagi sem brýtur með þessum hætti rétt á mönnum og forherðist síðan í þeirri viðleitni.“
Dómsmál Tengdar fréttir Lögmannafélagið sýknað af stefnu Jóns Steinars Vildi fá áminningu gegn sér fellda úr gildi. 17. maí 2018 11:18 Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50 Jón Steinar áminntur fyrir ókurteisi Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur verið áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur. 2. júní 2017 17:50 Lögmannafélagið fær áfrýjunarleyfi í máli gegn Jóni Steinari Fágætt er að óskir um áfrýjun séu samþykktar. 21. júní 2019 12:52 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Lögmannafélagið sýknað af stefnu Jóns Steinars Vildi fá áminningu gegn sér fellda úr gildi. 17. maí 2018 11:18
Jón Steinar fagnar vel sigri gegn Lögmannafélaginu Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi þannig úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. 5. apríl 2019 15:50
Jón Steinar áminntur fyrir ókurteisi Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur verið áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur. 2. júní 2017 17:50
Lögmannafélagið fær áfrýjunarleyfi í máli gegn Jóni Steinari Fágætt er að óskir um áfrýjun séu samþykktar. 21. júní 2019 12:52