Ferskir vindar Davíð Þorláksson skrifar 13. mars 2019 07:00 Fundur Íslendinga á Kanaríeyjum ályktaði á laugardaginn í þá veru að fresta ætti að heimila innflutning á fersku kjöti. Ályktunin kemur líklega um 12 árum of seint, en það var árið 2007 sem íslensk stjórnvöld ákváðu að Ísland myndi innleiða matvælalöggjöf Evrópusambandsins. Með því varð ljóst að við myndum þurfa að leyfa innflutning á fersku kjöti eins og síðar hefur verið staðfest af bæði Hæstarétti og EFTA-dómstólnum. Matvælalöggjöf ESB gerir, eðli málsins samkvæmt, ekki greinarmun á kjöti og fiski. Og þar stendur hnífurinn í Galloway-kúnni. Þetta mál snýst nefnilega fyrst og fremst um útflutning á fiski, en ekki innflutning á kjöti. Viðskiptafrelsi er ekki einstefnugata. Ef við takmörkum innflutning á kjöti þá verður mun erfiðara fyrir okkur að flytja út fisk til ESB. Í því felast mun stærri hagsmunir í krónum talið fyrir Ísland. Aukið framboð af kjöti fyrir íslenska neytendur og ferskir vindar viðskiptafrelsis eru bara rúsínan í franska pylsuendanum. Samhliða þessu verður gripið til mótvægisaðgerða til að draga úr hættu á að sýkingar berist til landsins. Það er þó aldrei hægt að koma algerlega í veg fyrir slíkt enda geta þær borist með erlendum ferðamönnum sem koma hingað til lands og Íslendingum sem ferðast erlendis. Grundvallaratriði er þó, í þessu eins og öðru, að treysta fullorðnu fólki til að taka sjálft ákvarðanir um það hvað það kaupir sér. Ætli til dæmis Íslendingarnir á Kanarí hafi tekið með sér nesti að heiman eða tekið upp vegan lífsstíl á meðan þau eru ytra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Sjá meira
Fundur Íslendinga á Kanaríeyjum ályktaði á laugardaginn í þá veru að fresta ætti að heimila innflutning á fersku kjöti. Ályktunin kemur líklega um 12 árum of seint, en það var árið 2007 sem íslensk stjórnvöld ákváðu að Ísland myndi innleiða matvælalöggjöf Evrópusambandsins. Með því varð ljóst að við myndum þurfa að leyfa innflutning á fersku kjöti eins og síðar hefur verið staðfest af bæði Hæstarétti og EFTA-dómstólnum. Matvælalöggjöf ESB gerir, eðli málsins samkvæmt, ekki greinarmun á kjöti og fiski. Og þar stendur hnífurinn í Galloway-kúnni. Þetta mál snýst nefnilega fyrst og fremst um útflutning á fiski, en ekki innflutning á kjöti. Viðskiptafrelsi er ekki einstefnugata. Ef við takmörkum innflutning á kjöti þá verður mun erfiðara fyrir okkur að flytja út fisk til ESB. Í því felast mun stærri hagsmunir í krónum talið fyrir Ísland. Aukið framboð af kjöti fyrir íslenska neytendur og ferskir vindar viðskiptafrelsis eru bara rúsínan í franska pylsuendanum. Samhliða þessu verður gripið til mótvægisaðgerða til að draga úr hættu á að sýkingar berist til landsins. Það er þó aldrei hægt að koma algerlega í veg fyrir slíkt enda geta þær borist með erlendum ferðamönnum sem koma hingað til lands og Íslendingum sem ferðast erlendis. Grundvallaratriði er þó, í þessu eins og öðru, að treysta fullorðnu fólki til að taka sjálft ákvarðanir um það hvað það kaupir sér. Ætli til dæmis Íslendingarnir á Kanarí hafi tekið með sér nesti að heiman eða tekið upp vegan lífsstíl á meðan þau eru ytra?
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar