Skrýtið að mismuna mönnum eftir þessu Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. mars 2019 11:00 Getty/Mark Brown Um helgina fer körfuknattleiksþing KKÍ fram í 53. sinn í Laugardalnum þar sem fulltrúar frá aðildarfélögum sambandsins sitja og ræða framtíð KKÍ. Sambandið birti í vikunni þinggögnin þar sem koma fram tillögur félaga til reglubreytinga. Sindri frá Höfn í Hornafirði leggur til breytingu á 18. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót en samkvæmt greininni eru félögum lagðar línur um að aðeins megi einn erlendur leikmaður vera inni á vellinum hverju sinni sem er ekki ríkisborgari lands innan ESB eða EES. Hér áður var liðum óheimilt að hafa meira en einn erlendan leikmann inni á vellinum hverju sinni samkvæmt 4+1 reglunni en eftir að eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti íslenskum stjórnvöldum að þessi regla væri brot á reglum um evrópska efnahagssvæðið var reglunni breytt og var félögum frjálst að tefla fram eins mörgum erlendum leikmönnum sem koma frá ESB ríkjum og þau vildu. Sindri vill breyta reglunni og setja alla evrópska leikmenn undir sama hatt í stað þess að það skipti máli hvort land viðkomandi leikmanns sé innan Evrópusambandsins. „Þetta kemur upp hjá okkur í ljósi þess að Ivan Kekic, Serbi sem kom til Íslands fyrir þremur árum til að vinna, vildi spila körfubolta með vinnunni en hann telst núna sem Kani á pappírunum. Þegar við sömdum við bandarískan leikmann í haust minnkaði hlutverk hans hjá okkur undir eins. Grunnhugmyndin hjá okkur er að það sé skrýtið að mismuna mönnum eftir því hvort ríki sé innan ESB,“ sagði Hjálmar Jens Sigurðsson, formaður körfuknattleiksdeildar Sindra, í samtali við Fréttablaðið. „Við höfum rætt þetta við nokkra aðila. Þetta ætti líka að auðvelda liðum að finna leikmenn fyrir betra verð ef fleiri leikmenn standa til boða. Fyrir okkur er þetta líka tækifæri til að geta boðið mönnum að koma hingað að spila og vinna, það gefur landsbyggðarliðunum fleiri möguleika. Við erum enn með mjög brothætt lið, ef það detta út 2-3 leikmenn þá er leikmannahópurinn orðinn full þunnskipaður en við stefnum að því að setja upp akademíu hérna með framhaldsskólanum til að reyna að fá unga leikmenn hingað.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Um helgina fer körfuknattleiksþing KKÍ fram í 53. sinn í Laugardalnum þar sem fulltrúar frá aðildarfélögum sambandsins sitja og ræða framtíð KKÍ. Sambandið birti í vikunni þinggögnin þar sem koma fram tillögur félaga til reglubreytinga. Sindri frá Höfn í Hornafirði leggur til breytingu á 18. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót en samkvæmt greininni eru félögum lagðar línur um að aðeins megi einn erlendur leikmaður vera inni á vellinum hverju sinni sem er ekki ríkisborgari lands innan ESB eða EES. Hér áður var liðum óheimilt að hafa meira en einn erlendan leikmann inni á vellinum hverju sinni samkvæmt 4+1 reglunni en eftir að eftirlitsstofnun EFTA tilkynnti íslenskum stjórnvöldum að þessi regla væri brot á reglum um evrópska efnahagssvæðið var reglunni breytt og var félögum frjálst að tefla fram eins mörgum erlendum leikmönnum sem koma frá ESB ríkjum og þau vildu. Sindri vill breyta reglunni og setja alla evrópska leikmenn undir sama hatt í stað þess að það skipti máli hvort land viðkomandi leikmanns sé innan Evrópusambandsins. „Þetta kemur upp hjá okkur í ljósi þess að Ivan Kekic, Serbi sem kom til Íslands fyrir þremur árum til að vinna, vildi spila körfubolta með vinnunni en hann telst núna sem Kani á pappírunum. Þegar við sömdum við bandarískan leikmann í haust minnkaði hlutverk hans hjá okkur undir eins. Grunnhugmyndin hjá okkur er að það sé skrýtið að mismuna mönnum eftir því hvort ríki sé innan ESB,“ sagði Hjálmar Jens Sigurðsson, formaður körfuknattleiksdeildar Sindra, í samtali við Fréttablaðið. „Við höfum rætt þetta við nokkra aðila. Þetta ætti líka að auðvelda liðum að finna leikmenn fyrir betra verð ef fleiri leikmenn standa til boða. Fyrir okkur er þetta líka tækifæri til að geta boðið mönnum að koma hingað að spila og vinna, það gefur landsbyggðarliðunum fleiri möguleika. Við erum enn með mjög brothætt lið, ef það detta út 2-3 leikmenn þá er leikmannahópurinn orðinn full þunnskipaður en við stefnum að því að setja upp akademíu hérna með framhaldsskólanum til að reyna að fá unga leikmenn hingað.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti