Íbúar í miðbænum ósáttir með komu billjard- og sportbars á Skólavörðustíg Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2019 11:30 Inngangur í húsnæðið sem um ræðir er baka til frá bílastæðahúsinu Bergsstöðum þar sem einnig er gengið inn í íbúðirnar. Myndir/aðsend/Getty Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur eru ekki ánægð með væntanlega komu sportbars, þar sem boðið verður upp á að spila billjard, í húsnæði við Skólavörðustíg sem áður hýsti hárgreiðslustofu. Er spjótum beint að borgaryfirvöldum sem gagnrýnd eru fyrir samráðsleysi við íbúa. Rekstraraðilar staðarins segja að brugðist hafi verið við öllum athugasemdum borgaryfirvalda og að ekki sé ætlunin að fara í stríð við íbúa. Málið kom til umræðu á aðalfundi Íbúasamtaka Miðborgarinnar sem haldinn var fyrir viku. Þar segir að þann 10. september síðastliðinn hafi byggingarfulltrúinn í Reykjavík gefið út leyfi til að reka billjardkrá að Skólavörðustíg 8 þar sem áður var hárgreiðslustofa. Verður staðurinn með vínveitingaleyfi, en ekki verður boðið upp á veitingar.Engin grenndarkynning Í ályktun samtakanna segir að allmargar íbúðir séu í húsinu og nærliggjandi húsum en ekki hafi verið hirt um að grenndarkynna þessa breytingu á notkun fyrir íbúunum og hafi þeir ekki komist að henni fyrr en í byrjun októbermánaðar þegar framkvæmdir hófust í húsnæðinu. „Þó hefði öllum mátt vera ljóst að breyting úr hárgreiðslustofu sem lokar kl. 18 yfir í sportbar með vínveitingaleyfi sem lokar um miðnætti eða síðar er veruleg og til þess fallin að valda íbúunum ónæði. Aðalfundur Íbúasamtaka Miðborgar skorar á skipulagsyfirvöld í Reykjavík að taka til endurskoðunar þá túlkun sína að verslun og þjónustufyrirtæki séu jafngild og vínveitingastaðir þegar kemur að úthlutun leyfa og afturkalla leyfi til rekstrar þessa sportbars,“ segir í ályktuninni.Inngangurinn sem um ræðir.AðsendEkki markmiðið að fara í stríð við íbúa Kolbrún Björnsdóttir, annar rekstraraðila staðarins, segir í samtali við Vísi að um mjög umfangslitla, rólega starfsemi verði að ræða. Hún lýsir staðnum sem sportbar þar sem möguleiki verði á að spila billjard. „Við skiljum íbúa áhyggjur íbúa. Að fólk frétti af þessu og hugsi að það verði mikill umgangur og læti. Við erum hins vegar alls ekki að fara að opna skemmtistað. Við erum hrædd um að íbúar sjái þetta á allt annan hátt en raunin er. Það er alls ekki markmiðið að fara í eitthvað stríð við íbúa.“ Hún segir rekstraraðila bera virðingu fyrir því að það búi íbúar í húsinu. Reynt hafi verið að ræða við þá sem hafi kvartað og útskýra hvernig starfseminni verði háttað. Ekki hafi hins vegar verið áhugi á slíkum fundi. Bendir hún sömuleiðis á að brugðist hafi verið við öllum athugasemdum frá byggingarfulltrúa.Brugðist við öllum athugasemdum Yan Ping Li, eigandi húsnæðisins, bendir í samtali við Vísi á að Kolbrún og aðrir rekstraraðilar hafi svarað og brugðist við öllum spurningum og athugasemdum skrifstofu byggingarfulltrúa. „Borgin myndi ekki veita leyfi ef reiknað væri með miklu ónæði af starfseminni.“ Hún segist þó vel skilja áhyggjur íbúa og muni hún að sjálfsögðu sem eigandi húsnæðisins fylgjast með gangi mála. Yan segir að rekstraraðilarnir sem um ræðir hafi áður rekið billjardstofu á Hverfisgötu. Hafi þar eldra fólk verið duglegt að sækja staðinn á daginn. „Þetta er almennt róleg staðsetning á Skólavörðustíg. Þetta er ekki staður fyrir ungt fólk og mikið djamm.“ Reiknað er með að stofan opni innan fárra vikna.Neðanverður Skólavörðustígur.Vísir/VilhelmSegir starfsemina kalla á eftirlit og löggæslu Í greinargerð sem fylgir ályktun Íbúasamtaka Miðborgar segir að ljóst sé að veruleg breyting sé á nýtingu húsnæðisins og að breytingin sé líkleg til að valda íbúum ónæði. Sex íbúðir séu í sama húsi og um fimmtán í nærliggjandi húsum nr. 10 og 6b. „Breyting úr hárgreiðslustofu sem lokar kl. 18 í vínveitingastað sem lokar um miðnætti eða síðar hlýtur að teljast veruleg og hefði því átt að grenndarkynna breytinguna skv. 43. grein skipulagslaga.“ Samkvæmt greinargerðinni segir að það liggi í augum uppi að vínveitingastaður sem jafnframt sé spilasalur sé til þess fallinn að valda ónæði í næsta nágrenni og kalla á mikið eftirlit og löggæslu. „Inngangur í húsnæðið er baka til frá bílastæðahúsinu Bergsstöðum þar sem einnig er gengið inn í íbúðirnar en Skólavörðustígsmegin er staðurinn á annari hæð. Ljóst er að starfseminni mun fylgja ónæði og óþrifnaður, þ.a.m. vegna reykinga auk þess sem neyðarútgangur úr billjarðsstofunni mun leiða inn á stigagang þar sem eru íbúðir. Þá kemur fram í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar að ekki sé heimilt að reka spilasal og vínveitingastarfsemi í sama rými,“ segir í greinargerðinni. Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur eru ekki ánægð með væntanlega komu sportbars, þar sem boðið verður upp á að spila billjard, í húsnæði við Skólavörðustíg sem áður hýsti hárgreiðslustofu. Er spjótum beint að borgaryfirvöldum sem gagnrýnd eru fyrir samráðsleysi við íbúa. Rekstraraðilar staðarins segja að brugðist hafi verið við öllum athugasemdum borgaryfirvalda og að ekki sé ætlunin að fara í stríð við íbúa. Málið kom til umræðu á aðalfundi Íbúasamtaka Miðborgarinnar sem haldinn var fyrir viku. Þar segir að þann 10. september síðastliðinn hafi byggingarfulltrúinn í Reykjavík gefið út leyfi til að reka billjardkrá að Skólavörðustíg 8 þar sem áður var hárgreiðslustofa. Verður staðurinn með vínveitingaleyfi, en ekki verður boðið upp á veitingar.Engin grenndarkynning Í ályktun samtakanna segir að allmargar íbúðir séu í húsinu og nærliggjandi húsum en ekki hafi verið hirt um að grenndarkynna þessa breytingu á notkun fyrir íbúunum og hafi þeir ekki komist að henni fyrr en í byrjun októbermánaðar þegar framkvæmdir hófust í húsnæðinu. „Þó hefði öllum mátt vera ljóst að breyting úr hárgreiðslustofu sem lokar kl. 18 yfir í sportbar með vínveitingaleyfi sem lokar um miðnætti eða síðar er veruleg og til þess fallin að valda íbúunum ónæði. Aðalfundur Íbúasamtaka Miðborgar skorar á skipulagsyfirvöld í Reykjavík að taka til endurskoðunar þá túlkun sína að verslun og þjónustufyrirtæki séu jafngild og vínveitingastaðir þegar kemur að úthlutun leyfa og afturkalla leyfi til rekstrar þessa sportbars,“ segir í ályktuninni.Inngangurinn sem um ræðir.AðsendEkki markmiðið að fara í stríð við íbúa Kolbrún Björnsdóttir, annar rekstraraðila staðarins, segir í samtali við Vísi að um mjög umfangslitla, rólega starfsemi verði að ræða. Hún lýsir staðnum sem sportbar þar sem möguleiki verði á að spila billjard. „Við skiljum íbúa áhyggjur íbúa. Að fólk frétti af þessu og hugsi að það verði mikill umgangur og læti. Við erum hins vegar alls ekki að fara að opna skemmtistað. Við erum hrædd um að íbúar sjái þetta á allt annan hátt en raunin er. Það er alls ekki markmiðið að fara í eitthvað stríð við íbúa.“ Hún segir rekstraraðila bera virðingu fyrir því að það búi íbúar í húsinu. Reynt hafi verið að ræða við þá sem hafi kvartað og útskýra hvernig starfseminni verði háttað. Ekki hafi hins vegar verið áhugi á slíkum fundi. Bendir hún sömuleiðis á að brugðist hafi verið við öllum athugasemdum frá byggingarfulltrúa.Brugðist við öllum athugasemdum Yan Ping Li, eigandi húsnæðisins, bendir í samtali við Vísi á að Kolbrún og aðrir rekstraraðilar hafi svarað og brugðist við öllum spurningum og athugasemdum skrifstofu byggingarfulltrúa. „Borgin myndi ekki veita leyfi ef reiknað væri með miklu ónæði af starfseminni.“ Hún segist þó vel skilja áhyggjur íbúa og muni hún að sjálfsögðu sem eigandi húsnæðisins fylgjast með gangi mála. Yan segir að rekstraraðilarnir sem um ræðir hafi áður rekið billjardstofu á Hverfisgötu. Hafi þar eldra fólk verið duglegt að sækja staðinn á daginn. „Þetta er almennt róleg staðsetning á Skólavörðustíg. Þetta er ekki staður fyrir ungt fólk og mikið djamm.“ Reiknað er með að stofan opni innan fárra vikna.Neðanverður Skólavörðustígur.Vísir/VilhelmSegir starfsemina kalla á eftirlit og löggæslu Í greinargerð sem fylgir ályktun Íbúasamtaka Miðborgar segir að ljóst sé að veruleg breyting sé á nýtingu húsnæðisins og að breytingin sé líkleg til að valda íbúum ónæði. Sex íbúðir séu í sama húsi og um fimmtán í nærliggjandi húsum nr. 10 og 6b. „Breyting úr hárgreiðslustofu sem lokar kl. 18 í vínveitingastað sem lokar um miðnætti eða síðar hlýtur að teljast veruleg og hefði því átt að grenndarkynna breytinguna skv. 43. grein skipulagslaga.“ Samkvæmt greinargerðinni segir að það liggi í augum uppi að vínveitingastaður sem jafnframt sé spilasalur sé til þess fallinn að valda ónæði í næsta nágrenni og kalla á mikið eftirlit og löggæslu. „Inngangur í húsnæðið er baka til frá bílastæðahúsinu Bergsstöðum þar sem einnig er gengið inn í íbúðirnar en Skólavörðustígsmegin er staðurinn á annari hæð. Ljóst er að starfseminni mun fylgja ónæði og óþrifnaður, þ.a.m. vegna reykinga auk þess sem neyðarútgangur úr billjarðsstofunni mun leiða inn á stigagang þar sem eru íbúðir. Þá kemur fram í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar að ekki sé heimilt að reka spilasal og vínveitingastarfsemi í sama rými,“ segir í greinargerðinni.
Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira