Viðar segir gjaldkerann fráfarandi hafa neitað að afhenda lykil að peningaskáp Eflingar Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2019 10:17 Viðar segist ekki hafa getað skilið þetta öðru vísi en svo að þarna væri verið að setja afhendingu lykilsins í þráðbeint samhengi við kröfu um veglegan starfslokasamning. Lára vísar þessu alfarið á bug. „Ekki var hægt að skilja þetta öðruvísi en svo að þarna væri verið að setja afhendingu hennar á gögnum og fjármunum félagsins í samhengi við kröfu hennar um veglegan starfslokasamning: Ég ætla ekki að skila þessum lykil fyrr en það er búið að gera við mig starfslokasamning. Ég gat ekki skilið þetta öðruvísi,“ segir Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar í samtali við Vísi. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður konunnar, segir þetta einfaldlega rangt, skjólstæðingur hennar hafi aldrei verið beðin um að afhenda lykilinn. Hér er því orð gegn orði. Í bréfi sem Vísir hefur undir höndum og Viðar sendi til ýmissa sem að Eflingu standa og dagsett er 16. maí á þessu ári rekur Viðar málin eins og þau horfa við sér vegna krafna frá Þráni Hallgrímssyni, Kristjönu Valgeirsdóttur og Elínu Hönnu Kjartansdóttur með milligöngu Láru Júlíusdóttur lögmanns á hendur Eflingu. „Þráinn, Kristjana og Elín eiga það sameiginlegt að hafa gegnt störfum á skrifstofum Eflingar, þar af tveir í háttsettum stjórnendastöðum (Þráinn skrifstofustjóri og Kristjana fjármálastjóri). Í erindum þeirra eru sakir bornar á formann og stjórnendur Eflingar og fullyrt að félagið hafi brotið á þeim. Þessu er hafnað alfarið,“ segir í bréfinu.Neitað að afhenda lykilinn Þar fer Viðar ítarlega yfir mál sem höfðu og hafa verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum en ný stjórn Eflingar hefur meðal annars mátt sitja undir ásökunum um að virða ekki vinnurétt. Í bréfinu fjallar Viðar meðal annars fjallað skilmerkilega um átök við Kristjönu. Þar segir meðal annars af því að hún hafi neitað að afhenda lykil að peningaskáp sem á skrifstofu hennar var/er.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Hann fullyrðir að ítrekað hafi verið óskað eftir lykli af peningaskáp og hann hafi ekki fengist fyrr en fyrir lá tilboð frá sérfræðingum um að brjótast inn í skápinn.vísir/vilhelmAð sögn Viðars voru þar fjármunir og trúnaðargögn sem voru alger nauðsyn fyrir þann sem gekk í störf Kristjönu að hafa aðgang að eftir að hún fór frá í veikindaleyfi. Það hafi ekki verið fyrr en eftir margra vikna þóf og eftir að fyrir lá tilboð sem hljóðaði upp á mörg hundruð þúsund frá sérfræðingum um að brjótast inn í skápinn sem þau fengu ábendingar um hvar lykillinn að skápnum væri að finna.Um 55 milljónir króna í starfslokagreiðslu Í bréfi Viðars frá í maí er farið yfir þennan hluta málsins auk þess sem greint er frá kröfum Kristjönu um starfslokasamning. Viðar telur að meta megi samninginn sem kostnað fyrir Eflingu upp á um 55 milljónir króna eða sem nemur launum og launatengdum gjöldum í fjögur ár. „Þeirri kröfu var hafnað enda úr tengslum við allt velsæmi. Á næstu vikum og mánuðum hófst mikil orrahríð í fjölmiðlum þar sem Kristjana bar félagið margvíslegum þungum sökum. Kristjana hefur verið veik síðan og lagt fram vottorð læknis því til staðfestingar.Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson, formaður og framkvæmdastjóri Eflingar. Deilur við fyrrverandi starfsmenn hafa verið langar og harðar. Staðan er sú að runninn er út réttur starfsmannanna til launagreiðslna frá Eflingu vegna veikinda.Vísir/VilhelmHefur hún því ekki komið til starfa síðan haustið 2018. Þar sem hún gegndi veigamikilli stöðu innan félagsins þurfti bæði að manna starf hennar og gæta að hagsmunum félagsins. Í því skyni þurfti að komast í öll gögn félagsins en Kristjana neitaði að verða við beiðnum þar að lútandi.“Ítrekað gengið eftir lyklunum í bréfaskiptum Í bréfinu er því lýst að félagið hafi þurft að standa í ítrekuðum bréfaskiptum við lögmann hennar, Láru V. Júlíusdóttur, til þess að fá aðgang að gögnum félagsins í peningaskáp sem staðsettur var á skrifstofu Kristjönu. „Beiðnum félagsins í því sambandi var svarað á þann veg í bréfi dags. 30. nóvember 2018 að „eðlilegast væri að slíkt verði gert í tengslum við frágang starfslokasamnings.“ Telur félagið að þessi framganga Kristjönu sýni ekki trúnað gagnvart hagsmunum félagsins og var Kristjana innt svars við því hvort félagið ætti að líta á þessa framkomu sem uppsögn, en hún hefur með yfirlýsingum bæði í gegnum lögmann sinn og í fjölmiðlum gefið til kynna að hún sækist ekki eftir áframhaldandi störfum hjá félaginu.“ Lára segir lyklana ætíð hafa verið tiltæka Vísir bar þetta undir Láru og spurði hana einfaldlega hvort þetta sem Viðar lýsir sé ekki óeðlileg þvingun en Lára vísar þessu alfarið á bug. Hún segir að umbjóðandi hennar hafi ítrekað óskað eftir því að fá skilja við störf sín hjá Eflingu þannig að skýr skil yrðu á milli hennar starfa og annarra sem á eftir kæmu.Kristjana og Elín hafa báðar verið í veikindaleyfi en réttur þeirra til launagreiðslna frá Eflingu er nú runninn út. Lára V. Júlíusdóttir lögmaður vísar því alfarið á bug að Kristjana hafi neitað að afhenda lykla af peningaskápnum sem lið í að knýja fram starfslokagreiðslu.Vísir/skjáskot„Laut þetta meðal annars að frágangi gagnvart bönkum, uppgjöri og ýmsu sem snerti fjármál Eflingar og hafði verið hluti af hennar ábyrgðarsviði. Þeim óskum var í engu svarað. Því varð frágangur og viðskilnaður sem varð þá á ábyrgð nýrra stjórnenda miður heppilegur. Sama dag og hún fór í veikindaleyfi voru umræddir lyklar skildir eftir í umsjón staðgengils hennar, Elínar Hönnu Kjartansdóttur eins og venja hafði verið í fjarvistum fjármálastjóra. Í þeim tilvikum voru lyklar ætíð tiltækir á skrifstofu, annað hvort í herbergi bókara eða skrifstofustjóra,“ segir Lára. Þá segir lögmaðurinn að Elín hafi aldrei verið spurð um lyklana heldur gengið út frá því að ætlun Kristjönu hefði verið einhver önnur en að framan er lýst.Aldrei haft samband til að athuga með líðan Kristjönu „Umbjóðandi mínum var mjög brugðið þegar hún var ásökuð um að hafa ekki viljað afhenda umrædda lykla. Þessar föstu starfsvenjur voru öllum kunnar á skrifstofu Eflingar sem tengdust fjármálum og bókhaldi, þar á meðal skrifstofustjóra, formanni, bókara og starfsmanni endurskoðanda. Þessar upplýsingar áttu þeim að vera kunnar.“ Þá segir Lára jafnframt að allt frá því að umbjóðandi hennar fór í veikindaleyfi þá hafi enginn stjórnenda Eflingar haft samband við hana til að athuga með líðan hennar eða sýnt henni umhyggju. „Það eitt er óneitanlega sérstök framkoma af hálfu atvinnurekanda gagnvart starfsmanni sínum til áratuga, hvað þá stjórnendum stéttarfélags sem telur sig í fararbroddi fyrir velferð launafólks.“ Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Segir skrif fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar í Morgunblaðið vekja furðu Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri verkalýðsfélagsins Eflingar, vandar forystumönnum félagsins ekki kveðjurnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 25. september 2019 13:51 Efling segir engan fót fyrir ásökun fjármálastjórans Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrðingu fjármálastjóra félagsins um vinnubrögð forystu Eflingar eru sagðar ósannar. Fullyrðingar hennar komu fram í yfirlýsingu sem var send til fjölmiðla í gær. 23. september 2019 13:45 Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. 23. september 2019 12:00 Segja forystu Eflingar haga sér eins og verstu skúrka Fjármálastjóri og bókari Eflingar stéttafélags sem hafa verið í veikindafríi síðan síðasta haust hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem framkoma forystu Eflingar er hörmuð. Veikindi þeirra séu rakin til framkomu og atburða af hálfu stjórnenda á skrifstofu félagsins. Þá er forysta Eflingar sögð hafa sér eins og verstu skúrkar í atvinnurekendastétt. 22. september 2019 17:12 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
„Ekki var hægt að skilja þetta öðruvísi en svo að þarna væri verið að setja afhendingu hennar á gögnum og fjármunum félagsins í samhengi við kröfu hennar um veglegan starfslokasamning: Ég ætla ekki að skila þessum lykil fyrr en það er búið að gera við mig starfslokasamning. Ég gat ekki skilið þetta öðruvísi,“ segir Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar í samtali við Vísi. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður konunnar, segir þetta einfaldlega rangt, skjólstæðingur hennar hafi aldrei verið beðin um að afhenda lykilinn. Hér er því orð gegn orði. Í bréfi sem Vísir hefur undir höndum og Viðar sendi til ýmissa sem að Eflingu standa og dagsett er 16. maí á þessu ári rekur Viðar málin eins og þau horfa við sér vegna krafna frá Þráni Hallgrímssyni, Kristjönu Valgeirsdóttur og Elínu Hönnu Kjartansdóttur með milligöngu Láru Júlíusdóttur lögmanns á hendur Eflingu. „Þráinn, Kristjana og Elín eiga það sameiginlegt að hafa gegnt störfum á skrifstofum Eflingar, þar af tveir í háttsettum stjórnendastöðum (Þráinn skrifstofustjóri og Kristjana fjármálastjóri). Í erindum þeirra eru sakir bornar á formann og stjórnendur Eflingar og fullyrt að félagið hafi brotið á þeim. Þessu er hafnað alfarið,“ segir í bréfinu.Neitað að afhenda lykilinn Þar fer Viðar ítarlega yfir mál sem höfðu og hafa verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum en ný stjórn Eflingar hefur meðal annars mátt sitja undir ásökunum um að virða ekki vinnurétt. Í bréfinu fjallar Viðar meðal annars fjallað skilmerkilega um átök við Kristjönu. Þar segir meðal annars af því að hún hafi neitað að afhenda lykil að peningaskáp sem á skrifstofu hennar var/er.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Hann fullyrðir að ítrekað hafi verið óskað eftir lykli af peningaskáp og hann hafi ekki fengist fyrr en fyrir lá tilboð frá sérfræðingum um að brjótast inn í skápinn.vísir/vilhelmAð sögn Viðars voru þar fjármunir og trúnaðargögn sem voru alger nauðsyn fyrir þann sem gekk í störf Kristjönu að hafa aðgang að eftir að hún fór frá í veikindaleyfi. Það hafi ekki verið fyrr en eftir margra vikna þóf og eftir að fyrir lá tilboð sem hljóðaði upp á mörg hundruð þúsund frá sérfræðingum um að brjótast inn í skápinn sem þau fengu ábendingar um hvar lykillinn að skápnum væri að finna.Um 55 milljónir króna í starfslokagreiðslu Í bréfi Viðars frá í maí er farið yfir þennan hluta málsins auk þess sem greint er frá kröfum Kristjönu um starfslokasamning. Viðar telur að meta megi samninginn sem kostnað fyrir Eflingu upp á um 55 milljónir króna eða sem nemur launum og launatengdum gjöldum í fjögur ár. „Þeirri kröfu var hafnað enda úr tengslum við allt velsæmi. Á næstu vikum og mánuðum hófst mikil orrahríð í fjölmiðlum þar sem Kristjana bar félagið margvíslegum þungum sökum. Kristjana hefur verið veik síðan og lagt fram vottorð læknis því til staðfestingar.Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson, formaður og framkvæmdastjóri Eflingar. Deilur við fyrrverandi starfsmenn hafa verið langar og harðar. Staðan er sú að runninn er út réttur starfsmannanna til launagreiðslna frá Eflingu vegna veikinda.Vísir/VilhelmHefur hún því ekki komið til starfa síðan haustið 2018. Þar sem hún gegndi veigamikilli stöðu innan félagsins þurfti bæði að manna starf hennar og gæta að hagsmunum félagsins. Í því skyni þurfti að komast í öll gögn félagsins en Kristjana neitaði að verða við beiðnum þar að lútandi.“Ítrekað gengið eftir lyklunum í bréfaskiptum Í bréfinu er því lýst að félagið hafi þurft að standa í ítrekuðum bréfaskiptum við lögmann hennar, Láru V. Júlíusdóttur, til þess að fá aðgang að gögnum félagsins í peningaskáp sem staðsettur var á skrifstofu Kristjönu. „Beiðnum félagsins í því sambandi var svarað á þann veg í bréfi dags. 30. nóvember 2018 að „eðlilegast væri að slíkt verði gert í tengslum við frágang starfslokasamnings.“ Telur félagið að þessi framganga Kristjönu sýni ekki trúnað gagnvart hagsmunum félagsins og var Kristjana innt svars við því hvort félagið ætti að líta á þessa framkomu sem uppsögn, en hún hefur með yfirlýsingum bæði í gegnum lögmann sinn og í fjölmiðlum gefið til kynna að hún sækist ekki eftir áframhaldandi störfum hjá félaginu.“ Lára segir lyklana ætíð hafa verið tiltæka Vísir bar þetta undir Láru og spurði hana einfaldlega hvort þetta sem Viðar lýsir sé ekki óeðlileg þvingun en Lára vísar þessu alfarið á bug. Hún segir að umbjóðandi hennar hafi ítrekað óskað eftir því að fá skilja við störf sín hjá Eflingu þannig að skýr skil yrðu á milli hennar starfa og annarra sem á eftir kæmu.Kristjana og Elín hafa báðar verið í veikindaleyfi en réttur þeirra til launagreiðslna frá Eflingu er nú runninn út. Lára V. Júlíusdóttir lögmaður vísar því alfarið á bug að Kristjana hafi neitað að afhenda lykla af peningaskápnum sem lið í að knýja fram starfslokagreiðslu.Vísir/skjáskot„Laut þetta meðal annars að frágangi gagnvart bönkum, uppgjöri og ýmsu sem snerti fjármál Eflingar og hafði verið hluti af hennar ábyrgðarsviði. Þeim óskum var í engu svarað. Því varð frágangur og viðskilnaður sem varð þá á ábyrgð nýrra stjórnenda miður heppilegur. Sama dag og hún fór í veikindaleyfi voru umræddir lyklar skildir eftir í umsjón staðgengils hennar, Elínar Hönnu Kjartansdóttur eins og venja hafði verið í fjarvistum fjármálastjóra. Í þeim tilvikum voru lyklar ætíð tiltækir á skrifstofu, annað hvort í herbergi bókara eða skrifstofustjóra,“ segir Lára. Þá segir lögmaðurinn að Elín hafi aldrei verið spurð um lyklana heldur gengið út frá því að ætlun Kristjönu hefði verið einhver önnur en að framan er lýst.Aldrei haft samband til að athuga með líðan Kristjönu „Umbjóðandi mínum var mjög brugðið þegar hún var ásökuð um að hafa ekki viljað afhenda umrædda lykla. Þessar föstu starfsvenjur voru öllum kunnar á skrifstofu Eflingar sem tengdust fjármálum og bókhaldi, þar á meðal skrifstofustjóra, formanni, bókara og starfsmanni endurskoðanda. Þessar upplýsingar áttu þeim að vera kunnar.“ Þá segir Lára jafnframt að allt frá því að umbjóðandi hennar fór í veikindaleyfi þá hafi enginn stjórnenda Eflingar haft samband við hana til að athuga með líðan hennar eða sýnt henni umhyggju. „Það eitt er óneitanlega sérstök framkoma af hálfu atvinnurekanda gagnvart starfsmanni sínum til áratuga, hvað þá stjórnendum stéttarfélags sem telur sig í fararbroddi fyrir velferð launafólks.“
Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Segir skrif fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar í Morgunblaðið vekja furðu Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri verkalýðsfélagsins Eflingar, vandar forystumönnum félagsins ekki kveðjurnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 25. september 2019 13:51 Efling segir engan fót fyrir ásökun fjármálastjórans Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrðingu fjármálastjóra félagsins um vinnubrögð forystu Eflingar eru sagðar ósannar. Fullyrðingar hennar komu fram í yfirlýsingu sem var send til fjölmiðla í gær. 23. september 2019 13:45 Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. 23. september 2019 12:00 Segja forystu Eflingar haga sér eins og verstu skúrka Fjármálastjóri og bókari Eflingar stéttafélags sem hafa verið í veikindafríi síðan síðasta haust hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem framkoma forystu Eflingar er hörmuð. Veikindi þeirra séu rakin til framkomu og atburða af hálfu stjórnenda á skrifstofu félagsins. Þá er forysta Eflingar sögð hafa sér eins og verstu skúrkar í atvinnurekendastétt. 22. september 2019 17:12 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Segir skrif fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar í Morgunblaðið vekja furðu Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri verkalýðsfélagsins Eflingar, vandar forystumönnum félagsins ekki kveðjurnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 25. september 2019 13:51
Efling segir engan fót fyrir ásökun fjármálastjórans Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrðingu fjármálastjóra félagsins um vinnubrögð forystu Eflingar eru sagðar ósannar. Fullyrðingar hennar komu fram í yfirlýsingu sem var send til fjölmiðla í gær. 23. september 2019 13:45
Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. 23. september 2019 12:00
Segja forystu Eflingar haga sér eins og verstu skúrka Fjármálastjóri og bókari Eflingar stéttafélags sem hafa verið í veikindafríi síðan síðasta haust hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem framkoma forystu Eflingar er hörmuð. Veikindi þeirra séu rakin til framkomu og atburða af hálfu stjórnenda á skrifstofu félagsins. Þá er forysta Eflingar sögð hafa sér eins og verstu skúrkar í atvinnurekendastétt. 22. september 2019 17:12