„Alrangt“ að Lindex hafi sérstaklega hækkað verð fyrir útsölur Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. janúar 2019 21:41 Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðilar Lindex á Íslandi. Mynd/Lindex Umboðsaðilar Lindex á Íslandi hafna því alfarið að verð í verslunum þeirra hafi verið hækkað á útsölu, líkt og gefið er í skyn í myndbandi sem birt var á Facebook í dag. Verðbreytinguna megi rekja til verðhækkunar sem tilkynnt var um í nóvember síðastliðnum. Í myndbandinu má sjá handskrifaðan verðmiða á vöru í Lindex-verslun. Þegar miðanum er flett sést annað verð undir sem virðist lægra en hitt. Myndbandið hefur hlotið töluverða deilingu á Facebook og virðast notendur margir standa í þeirri trú að verð í Lindex hafi verið hækkað sérstaklega fyrir útsölur í janúar. Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðilar Lindex á Íslandi, segja í samtali við Vísi að slíkt eigi ekki við nokkur rök að styðjast. „Þarna er í raun verið að endurnýja gamla umræðu sem varð í kringum verðhækkun um miðjan nóvember síðastliðinn. Þarna sjást tvö verð, verð fyrir hækkunina í nóvember og eftir hana,“ segir Albert.Skjáskot úr umræddu myndbandi. Hér má sjá flett ofan af verðmiðanum.Skjáskot/FacebookHækkuðu verð í fyrsta sinn frá upphafi Þau segjast ætíð hafa verið mjög opinská hvað varðar verðbreytingar í verslunum sínum og taka fram að verðið hafi lækkað fjórum sinnum frá byrjun árs 2016. Þannig vísa þau í tilkynningu sem send var út til vildarvina Lindex á Íslandi í nóvember þar sem greint var frá fyrirhuguðum verðhækkunum í takt við veikingu krónunnar og mikla hækkun á innkaupakostnaði í kjölfarið. „Við teljum það því ábyrgðarhlutverk, líkt og þegar um gengisstyrkingu er að ræða, að bregðast rétt við þeirri veikingu krónu sem hefur átt sér stað undanfarið með verðbreytingu. […] Það er því með miklum trega að við drögum að hluta til baka þær verðlækkanir sem við höfum tilkynnt um s.l. tvö ár með hækkun verðs í fyrsta sinn frá upphafi um að meðaltali 5,9%,“ segir m.a. í tilkynningunni.Sjá einnig: Lindex lækkar verð vegna styrkingar krónunnar Ekki rétt farið með staðreyndir Albert og Lóa segja verðbreytinguna sem sýnd var í myndbandinu eiga rætur sínar í umræddri verðhækkun. Því sé það beinlínis rangt sem haldið er fram í myndbandinu og í umræðu á samfélagsmiðlum að verð hafi sérstaklega verið hækkað í aðdraganda janúarútsölunnar. „Það var í raun ekkert haldreipi annað til en það sem við gerðum þarna í nóvember. Það að setja þetta upp með þeim hætti að við séum að hækka verð fyrir útsölu er alrangt. Útsölumiðarnir eru allt öðruvísi, þetta er ekki útsöluvara. Þarna er ekki farið rétt með staðreyndir. Okkur þykir það auðvitað miður,“ segir Albert. Neytendur Tengdar fréttir Ár breytinga hjá Lindex Albert Þór Magnússon og Lóa D. Kristjánsdóttir eru umboðsaðilar Lindex á Íslandi. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá starfsfólki Lindex en verslunum Lindex hefur fjölgað um helming á þessu ári. Í ársbyrjun voru 4 Lindex verslanir á Íslandi en nú eru þær orðnar 8, að netverslun meðtalinni. 19. desember 2017 12:00 Lindex lækkar verð vegna styrkingar krónunnar Lindex á Íslandi hefur ákveðið að lækka verð í verslunum sínum um allt að 24 prósent vegna styrkingar krónunnar en verðlækkunin nemur 11 prósentum að meðaltali. 31. mars 2017 11:19 Lindex opnar verslun á Akranesi Lindex hyggst opna verslun í miðbæ Akraness þann 4. nóvember. 13. september 2017 09:43 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Umboðsaðilar Lindex á Íslandi hafna því alfarið að verð í verslunum þeirra hafi verið hækkað á útsölu, líkt og gefið er í skyn í myndbandi sem birt var á Facebook í dag. Verðbreytinguna megi rekja til verðhækkunar sem tilkynnt var um í nóvember síðastliðnum. Í myndbandinu má sjá handskrifaðan verðmiða á vöru í Lindex-verslun. Þegar miðanum er flett sést annað verð undir sem virðist lægra en hitt. Myndbandið hefur hlotið töluverða deilingu á Facebook og virðast notendur margir standa í þeirri trú að verð í Lindex hafi verið hækkað sérstaklega fyrir útsölur í janúar. Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðilar Lindex á Íslandi, segja í samtali við Vísi að slíkt eigi ekki við nokkur rök að styðjast. „Þarna er í raun verið að endurnýja gamla umræðu sem varð í kringum verðhækkun um miðjan nóvember síðastliðinn. Þarna sjást tvö verð, verð fyrir hækkunina í nóvember og eftir hana,“ segir Albert.Skjáskot úr umræddu myndbandi. Hér má sjá flett ofan af verðmiðanum.Skjáskot/FacebookHækkuðu verð í fyrsta sinn frá upphafi Þau segjast ætíð hafa verið mjög opinská hvað varðar verðbreytingar í verslunum sínum og taka fram að verðið hafi lækkað fjórum sinnum frá byrjun árs 2016. Þannig vísa þau í tilkynningu sem send var út til vildarvina Lindex á Íslandi í nóvember þar sem greint var frá fyrirhuguðum verðhækkunum í takt við veikingu krónunnar og mikla hækkun á innkaupakostnaði í kjölfarið. „Við teljum það því ábyrgðarhlutverk, líkt og þegar um gengisstyrkingu er að ræða, að bregðast rétt við þeirri veikingu krónu sem hefur átt sér stað undanfarið með verðbreytingu. […] Það er því með miklum trega að við drögum að hluta til baka þær verðlækkanir sem við höfum tilkynnt um s.l. tvö ár með hækkun verðs í fyrsta sinn frá upphafi um að meðaltali 5,9%,“ segir m.a. í tilkynningunni.Sjá einnig: Lindex lækkar verð vegna styrkingar krónunnar Ekki rétt farið með staðreyndir Albert og Lóa segja verðbreytinguna sem sýnd var í myndbandinu eiga rætur sínar í umræddri verðhækkun. Því sé það beinlínis rangt sem haldið er fram í myndbandinu og í umræðu á samfélagsmiðlum að verð hafi sérstaklega verið hækkað í aðdraganda janúarútsölunnar. „Það var í raun ekkert haldreipi annað til en það sem við gerðum þarna í nóvember. Það að setja þetta upp með þeim hætti að við séum að hækka verð fyrir útsölu er alrangt. Útsölumiðarnir eru allt öðruvísi, þetta er ekki útsöluvara. Þarna er ekki farið rétt með staðreyndir. Okkur þykir það auðvitað miður,“ segir Albert.
Neytendur Tengdar fréttir Ár breytinga hjá Lindex Albert Þór Magnússon og Lóa D. Kristjánsdóttir eru umboðsaðilar Lindex á Íslandi. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá starfsfólki Lindex en verslunum Lindex hefur fjölgað um helming á þessu ári. Í ársbyrjun voru 4 Lindex verslanir á Íslandi en nú eru þær orðnar 8, að netverslun meðtalinni. 19. desember 2017 12:00 Lindex lækkar verð vegna styrkingar krónunnar Lindex á Íslandi hefur ákveðið að lækka verð í verslunum sínum um allt að 24 prósent vegna styrkingar krónunnar en verðlækkunin nemur 11 prósentum að meðaltali. 31. mars 2017 11:19 Lindex opnar verslun á Akranesi Lindex hyggst opna verslun í miðbæ Akraness þann 4. nóvember. 13. september 2017 09:43 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Ár breytinga hjá Lindex Albert Þór Magnússon og Lóa D. Kristjánsdóttir eru umboðsaðilar Lindex á Íslandi. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá starfsfólki Lindex en verslunum Lindex hefur fjölgað um helming á þessu ári. Í ársbyrjun voru 4 Lindex verslanir á Íslandi en nú eru þær orðnar 8, að netverslun meðtalinni. 19. desember 2017 12:00
Lindex lækkar verð vegna styrkingar krónunnar Lindex á Íslandi hefur ákveðið að lækka verð í verslunum sínum um allt að 24 prósent vegna styrkingar krónunnar en verðlækkunin nemur 11 prósentum að meðaltali. 31. mars 2017 11:19
Lindex opnar verslun á Akranesi Lindex hyggst opna verslun í miðbæ Akraness þann 4. nóvember. 13. september 2017 09:43