Lífið

Gerard Butler fór mikinn á djamminu í Reykjavík

Stefán Árni Pálsson skrifar
Butler og Iðnó virkar greinilega vel saman.
Butler og Iðnó virkar greinilega vel saman.
Skoski leikarinn Gerard Butler hefur verið hér á landinu síðustu daga og fagnaði hann tilkomu nýja ársins í Reykjavík.

Eins og DV greinir frá fór Butler í bíó á laugardaginn á kvikmyndina How To Train Your Dragon 3 ásamt leikstjóranum, handritshöfundinum og framleiðandanum Dean Deblois, Ólafi Darra Ólafssyni og Jónsa úr Sigur Rós, en allir koma þeir að myndinni.



Butler og Ólafur Darri þekkjast vel en þeir unnu saman í kvikmyndinni The Vanishing sem frumsýnd verður á árinu.

Butler hefur aftur á móti verið töluvert úti á lífinu hér á landi og sást til að mynda til hans á skemmtistaðnum Miami í miðborginni.

Hann virðist vera nokkuð hrifinn af menningarhúsinu Iðnó og var mættur þangað á gamlárskvöld með Jónsa. Þar skemmtu þeir sér vel á tónleikum með sveitinni Bjartar sveiflur.

Butler var mættur aftur á Iðnó á nýárskvöld og tók þar þátt í heljarinnar nýársfögnuði. Svo virðist sem leikarinn kunni að meta Bjartar sveiflur sem spiluðu aftur fyrir dansi.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af Butler hér á landi.

View this post on Instagram

Gleðilegt nýtt ár frá okkur félögunum

A post shared by andrisnaer (@andrisnaer) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.