LeBron James er farinn að skjóta körfubolta á ný eftir að hafa meiðst á jóladag. Hann mun þó missa af fjórða leiknum í röð með LA Lakers í nótt.
James, sem kom til Lakers fyrir tímabilið, gat loksins skotið boltanum á æfingu í gær. Hann meiddist í leik við meistarana í Golden State Warriors 25. desember.
Los Angeles tapaði tveimur en vann einn af þremur leikjum sínum síðan James meiddist. Liðið mætir Oklahoma City Thunder í nótt.
„Þetta er erfitt án hans, því hann lætur í sér heyra,“ sagði Lance Stephenson, liðsfélagi James.
„Þegar hann er ekki með eru allir hljóðir og maður veit ekki hvað er á gangi inni á vellinum.“
LeBron James farinn að skjóta á ný
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
