Um er að ræða miða í flug á milli Víetnam og New York, fram og til baka, í ágúst næstkomandi sem viðskiptavinirnir greiddu um 675 bandaríkjadali fyrir, eða um 78 þúsund íslenskar krónur. Það þykir lágt að sögn breska ríkisútvarpsins, ekki síst í ljósi þess að sambærilegir miðar í júlí og september kosta 16 þúsund dali, rúmlega 1,8 milljónir króna.
Flugfélagið viðurkennir að hafa gert mistök en segist engu að síður ekki ætla að fara fram á að hinir heppnu viðskiptavinir greiði mismuninn. Ekki liggur fyrir hversu margir keyptu umrædda miða en upp komst um verðlagninguna á gamlársdag og var verðið leiðrétt samdægurs.
Happy 2019 all, and to those who bought our good - VERY good surprise 'special' on New Year's Day, yes - we made a mistake but we look forward to welcoming you on board with your ticket issued. Hope this will make your 2019 'special' too!
— Cathay Pacific (@cathaypacific) January 2, 2019
.#promisemadepromisekept #lessonlearnt
Þá rataði flugfélagið í fréttirnar í september síðastliðnum þegar það neyddist til að senda eina vélina sína aftur í sprautun. Ástæðan var innsláttarvilla í nafni félagsins, fyrir vikið stóð „Cathay Paciic“ á vélinni.
Mánuði síðar var gerð tölvuárás á höfuðstöðvar flugfélagsins og náðu tölvuþrjótar að stela persónuupplýsingum næstum 9,4 milljón viðskiptavina Cathay Pacific.