Pascal Siakam bætti við 28 stigum og 10 fráköstum, sem er hans besta á ferlinum, í 122-116 sigri Toronto á heimavelli.
Leonard skoraði stigin 45 án þess að hitta eitt einasta þriggja stiga skot, hann reyndi þau aðeins þrjú. Hann skoraði úr 16 af 22 tveggja stiga tilraunum og setti 13 vítaskot.
Þetta var fjórði heimasigur Raptors í röð í deildinni en liðið er í öðru sæti Austurdeildarinnar.
@pskills43 records a career-high 28 PTS for the @Raptors! #WeTheNorthpic.twitter.com/gro7ARTaZ7
— NBA (@NBA) January 2, 2019
Í Milwaukee unnu heimamenn í Bucks sinn fjórða sigur í röð þegar Detroit Pistons mættu í heimsókn. Bucks er með 26 sigra og 10 töp á tímabilinu, það besta í NBA deildinni, og situr á toppi Austurdeildarinnar.
Giannis Antetokounmpo átti frábæra einnar handar troðslu og Brook Lopez var með skotsýningu í þægilegum 121-98 sigri Milwaukee.
G I A N N I S #FearTheDeer 44#DetroitBasketball 37
: https://t.co/cYXnbWzIYBpic.twitter.com/zEXg67w4Cl
— NBA (@NBA) January 2, 2019
Úrslit næturinnar:
Toronto Raptors - Utah Jazz 122-116
Milwaukee Bucks - Detroit Pistons 121-98
Denver Nuggets - New York Knicks 115-108
Sacramento Kings - Portland Trail Blazers 108-113
LA Clippers - Philadelphia 76ers 113-119