Guðmundur: Vörnin alveg stórkostleg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2019 19:13 Guðmundur var hæstánægður eftir sigurinn á Svíum. vísir/vilhelm „Þetta var frábær leikur. Það verður að segjast eins og er, fyrir utan fyrstu 5-6 mínúturnar þegar við vorum ekki í takti og klikkuðum á færum. Annars var þetta frábærlega spilaður leikur hjá okkur, í vörn og sókn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, í samtali við Vísi eftir sigurinn á Svíþjóð, 26-27, í kvöld. Íslenska liðið byrjaði illa, sérstaklega í sókninni, en vann sig svo inn í leikinn. Íslendingar reyndust svo sterkari á svellinu undir lokin og lönduðu sigri. Sigvaldi Guðjónsson var markahæstur Íslendinga með fimm mörk. Alls komust níu leikmenn Íslands á blað í leiknum. Sóknin vel útfærð„Vörnin var alveg stórkostleg. Við héldum þeim í 26 mörkum á þeirra heimavelli sem er mjög gott. Við vorum með nýja menn eins og Svein [Jóhannsson] og þeir Ýmir [Örn Gíslason] voru að spila sinn fyrsta leik saman í vörninni. Það var margt jákvætt við þetta. Sóknin var vel útfærð. Við spiluðum ekki mörg leikkerfi en notuðum þau sem virkuðu aftur,“ sagði Guðmundur. „Í seinni hálfleik komum við svo með nýja hluti sem færðu okkur mjög góðar stöður í sókninni. Svo fengum við mörk úr hraðaupphlaupum.“ Íslenska liðið var manni færri í tólf mínútur í leiknum. Guðmundur kvaðst sáttur með hvernig Íslendingar leystu það. „Við spiluðum vörnina í undirtölunni mjög vel og unnum boltann nokkrum sinnum. Það var mjög sterkt hjá okkur,“ sagði Guðmundur. Ánægður með nýju menninaÁðurnefndur Sveinn Jóhannsson, leikmaður Århus í Danmörku, lék sinn fyrsta landsleik í kvöld. Hann var í stóru hlutverki í miðri vörn Íslands. Guðmundur hrósaði honum sem og öðrum leikmönnum sem fengu eldskírn sína í kvöld. „Hann var mjög góður. Viggó [Kristjánsson] og Haukur [Þrastarson] komu líka vel inn í þetta. Það er erfitt að taka menn út en fyrst og síðast var þetta sigur liðsheildarinnar,“ sagði Guðmundur. Hann kvaðst þó sérstaklega ánægður með Kára Kristján Kristjánsson sem lék sinn fyrsta landsleik í um tvö ár. Eyjamaðurinn stóð fyrir sínu á línunni, skoraði fjögur mörk og reyndist varnarmönnum Svía erfiður. Kári var frábær„Það er ekkert launungarmál að ég var mjög ánægður með hann. Hann var frábær á línunni. Þeir áttu erfitt með hann. Það var gríðarlega mikilvægt fyrir liðið,“ sagði Guðmundur. Ísland og Svíþjóð mætast aftur á sunnudaginn. Guðmundur segir að þeir leikmenn sem léku lítið í kvöld fái fleiri mínútur í seinni leiknum. „Stefnan var að nota alla leikmennina í þessum tveimur leikjum og við munum standa við það. Aðrir leikmenn, sem spiluðu ekki mikið í dag, koma til að fá tækifæri á sunnudaginn,“ sagði Guðmundur að lokum. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
„Þetta var frábær leikur. Það verður að segjast eins og er, fyrir utan fyrstu 5-6 mínúturnar þegar við vorum ekki í takti og klikkuðum á færum. Annars var þetta frábærlega spilaður leikur hjá okkur, í vörn og sókn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, í samtali við Vísi eftir sigurinn á Svíþjóð, 26-27, í kvöld. Íslenska liðið byrjaði illa, sérstaklega í sókninni, en vann sig svo inn í leikinn. Íslendingar reyndust svo sterkari á svellinu undir lokin og lönduðu sigri. Sigvaldi Guðjónsson var markahæstur Íslendinga með fimm mörk. Alls komust níu leikmenn Íslands á blað í leiknum. Sóknin vel útfærð„Vörnin var alveg stórkostleg. Við héldum þeim í 26 mörkum á þeirra heimavelli sem er mjög gott. Við vorum með nýja menn eins og Svein [Jóhannsson] og þeir Ýmir [Örn Gíslason] voru að spila sinn fyrsta leik saman í vörninni. Það var margt jákvætt við þetta. Sóknin var vel útfærð. Við spiluðum ekki mörg leikkerfi en notuðum þau sem virkuðu aftur,“ sagði Guðmundur. „Í seinni hálfleik komum við svo með nýja hluti sem færðu okkur mjög góðar stöður í sókninni. Svo fengum við mörk úr hraðaupphlaupum.“ Íslenska liðið var manni færri í tólf mínútur í leiknum. Guðmundur kvaðst sáttur með hvernig Íslendingar leystu það. „Við spiluðum vörnina í undirtölunni mjög vel og unnum boltann nokkrum sinnum. Það var mjög sterkt hjá okkur,“ sagði Guðmundur. Ánægður með nýju menninaÁðurnefndur Sveinn Jóhannsson, leikmaður Århus í Danmörku, lék sinn fyrsta landsleik í kvöld. Hann var í stóru hlutverki í miðri vörn Íslands. Guðmundur hrósaði honum sem og öðrum leikmönnum sem fengu eldskírn sína í kvöld. „Hann var mjög góður. Viggó [Kristjánsson] og Haukur [Þrastarson] komu líka vel inn í þetta. Það er erfitt að taka menn út en fyrst og síðast var þetta sigur liðsheildarinnar,“ sagði Guðmundur. Hann kvaðst þó sérstaklega ánægður með Kára Kristján Kristjánsson sem lék sinn fyrsta landsleik í um tvö ár. Eyjamaðurinn stóð fyrir sínu á línunni, skoraði fjögur mörk og reyndist varnarmönnum Svía erfiður. Kári var frábær„Það er ekkert launungarmál að ég var mjög ánægður með hann. Hann var frábær á línunni. Þeir áttu erfitt með hann. Það var gríðarlega mikilvægt fyrir liðið,“ sagði Guðmundur. Ísland og Svíþjóð mætast aftur á sunnudaginn. Guðmundur segir að þeir leikmenn sem léku lítið í kvöld fái fleiri mínútur í seinni leiknum. „Stefnan var að nota alla leikmennina í þessum tveimur leikjum og við munum standa við það. Aðrir leikmenn, sem spiluðu ekki mikið í dag, koma til að fá tækifæri á sunnudaginn,“ sagði Guðmundur að lokum.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45