„Þetta verður guðs hús og það verður öllum opið“ Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2019 14:15 Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, segir það miklar gleðifréttir að byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hafi samþykkt beiðni félagsins um að byggja mosku við Suðurlandsbraut. „Loksins erum við að sjá fyrir endann á þessari baráttu sem er standa yfir alveg frá 1999,“ sagði Salmann í samtali við Vísi. „Það eru tuttugu ár síðan við sóttum um. Við erum mjög þakklátir og ánægðir.“ Salmann segist vona til þess að hægt verði að byrja framkvæmdir við moskuna í sumar. „Við viljum í raun og veru byrja sem fyrst en það þarf byggingarmeistara og ýmislegt fleira. Þetta er allt í guðs höndum en við stefnum á sumarið.“ „Ég vil taka það fram að þetta er hús fyrir alla Íslendinga. Alveg eins og ég get farið í hvaða kirkju sem er þá munu allir á Íslandi geta komið og heimsótt okkur, eins og er í Ármúla. Þetta verður guðs hús og það verður öllum opið.“ Klippa: Bænahús múslima samþykkt Nú eru 565 í söfnuði Félags múslima á Íslandi. Húsnæði félagsins í Ármúlanum er um 110 fermetrar og Salmann segir það orðið mjög þröngt fyrir hópinn. Í umsókninni er sótt um leyfi til að byggja 677 fermetra bænahús á tveimur hæðum úr forsteyptum einingum við lóð á Suðurlandsbraut 76. Gert er ráð fyrir að fyrsta hæð verði um 598 fermetrar og önnur hæðin 79 fermetrar. Það mun því verða mikil breyting fyrir söfnuðinn. Sjá einnig: Moskan á Suðurlandsbraut samþykkt Salmann segir að framkvæmdin gæti kostað allt að 200 milljónir króna. Þar mun félagið treysta á meðlimi og velviljaða aðila. Hann segir það ávallt hafa verið stefnu félagsins að taka ekki við fjármagni frá ríkisstjórnum ríkja með slæma sögu varðandi mannréttindi. Vísar hann til ríkja eins og Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. „Það kemur ekki til greina. Við vinnum það sjálfir með aðstoð okkar bræðra á Íslandi, öðrum í Norðurlöndum og öllum sem vilja hjálpa. Mér myndi þykja vænt um það,“ segir Salmann. Reykjavík Trúmál Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Sjá meira
Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, segir það miklar gleðifréttir að byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hafi samþykkt beiðni félagsins um að byggja mosku við Suðurlandsbraut. „Loksins erum við að sjá fyrir endann á þessari baráttu sem er standa yfir alveg frá 1999,“ sagði Salmann í samtali við Vísi. „Það eru tuttugu ár síðan við sóttum um. Við erum mjög þakklátir og ánægðir.“ Salmann segist vona til þess að hægt verði að byrja framkvæmdir við moskuna í sumar. „Við viljum í raun og veru byrja sem fyrst en það þarf byggingarmeistara og ýmislegt fleira. Þetta er allt í guðs höndum en við stefnum á sumarið.“ „Ég vil taka það fram að þetta er hús fyrir alla Íslendinga. Alveg eins og ég get farið í hvaða kirkju sem er þá munu allir á Íslandi geta komið og heimsótt okkur, eins og er í Ármúla. Þetta verður guðs hús og það verður öllum opið.“ Klippa: Bænahús múslima samþykkt Nú eru 565 í söfnuði Félags múslima á Íslandi. Húsnæði félagsins í Ármúlanum er um 110 fermetrar og Salmann segir það orðið mjög þröngt fyrir hópinn. Í umsókninni er sótt um leyfi til að byggja 677 fermetra bænahús á tveimur hæðum úr forsteyptum einingum við lóð á Suðurlandsbraut 76. Gert er ráð fyrir að fyrsta hæð verði um 598 fermetrar og önnur hæðin 79 fermetrar. Það mun því verða mikil breyting fyrir söfnuðinn. Sjá einnig: Moskan á Suðurlandsbraut samþykkt Salmann segir að framkvæmdin gæti kostað allt að 200 milljónir króna. Þar mun félagið treysta á meðlimi og velviljaða aðila. Hann segir það ávallt hafa verið stefnu félagsins að taka ekki við fjármagni frá ríkisstjórnum ríkja með slæma sögu varðandi mannréttindi. Vísar hann til ríkja eins og Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. „Það kemur ekki til greina. Við vinnum það sjálfir með aðstoð okkar bræðra á Íslandi, öðrum í Norðurlöndum og öllum sem vilja hjálpa. Mér myndi þykja vænt um það,“ segir Salmann.
Reykjavík Trúmál Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Sjá meira