„Fékk sent myndband af honum og ég skildi ekki hvað hann var að segja“ Anton Ingi Leifsson skrifar 25. október 2019 12:00 Robin van Persie og Unai Emery. vísir/getty Robin van Persie, fyrrum framherji Arsenal, er ekki hrifinn af Unai Emery, stjóra félagsins, og segir að hann hafi mistekist að tengjast leikmönnum liðsins. Arsenal marði 3-2 sigur á portúgalska liðinu Vitoria í Evrópudeildinni í gær en tvö aukaspyrnumörk frá Nicolas Pepe tryggðu norður-Lundúnarliðinu sigurinn. Hollendingurinn Persie sagði að sumir leikmennirnir hefðu nánast ekki nennt að hlaupa til baka og aðspurður hvort að Arsenal væri betri undir stjórn Emery svaraði hann: „Ég held ekki. Ég held að Emery tengi ekki við leikmennina. Þeir eru enn veikir í föstum leikatriðum og það var einnig vandamál þegar ég var þarna,“ sagði Van Persie á BT Sport í gær. „Allir ættu að taka ábyrgð á þessu. Spilarðu svæðisvörn eða maður á mann? Mér finnst að þegar þú ert í vandræðum þá spilaru maður á mann því þá dekkaru bara þinn mann og berð ábyrgð á honum.“ „Í síðustu viku fengu þeir mark á sig eftir horn. Ég sagði þetta fyrir nokkrum vikur að Arsenal tapar 12-15 stigum á tímabili eftir mörk úr föstum leikatriðum og það ætti að vera hægt að koma í veg fyrir það.“"I don't think Emery really connects with his players." Are Arsenal improving under Unai Emery? Robin van @Persie_Official doesn't think so and tells us exactly why... pic.twitter.com/GmbLwNimr4 — Football on BT Sport (@btsportfootball) October 24, 2019 Van Persie var, eins og áður segir, ekki ánægður með vinnuframlag Arsenal-liðsins í leiknum. „Sem leikmaður viltu hafa þá tilfinningu að þú verður að hlaupa til baka og þú sérð nokkra leikmennina skokka til baka. Það er hættulegt.“ „Ef þú ert með mjög öflugan stjóra og þú ert miðjumaður og þú sérð að það séu vandræði einhvers staðar. Hlauptu fyrir lífi þínu því ef þú gerir það ekki verður þér refsað.“ Fyrrum framherjinn fékk sent myndband í síðustu viku og hann var ekki hrifinn en mikið hefur verið talað um enskuna hjá Emery. Hún er ekki upp á marga fiska og sumir telja hana óskiljanlega. „Ég hef haft Wenger, Louis van Gaal, Ferguson og svo marga stjóra. Þeirra helsti styrkleiki var að þeir voru skýrir. Ef ég á að vera hreinskilinn þá sendi mér einhver myndband af Emery í síðustu viku.“ „Hann var að reyna útskýra eitthvað og ég skildi ekki hvað hann var að segja. Það er mjög miilvægt. Þú verður að vera skýr. Þú verður að vera leiðtogi og hann þarf að vera skýr varðandi sína leikmenn,“ sagði Persie. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Robin van Persie, fyrrum framherji Arsenal, er ekki hrifinn af Unai Emery, stjóra félagsins, og segir að hann hafi mistekist að tengjast leikmönnum liðsins. Arsenal marði 3-2 sigur á portúgalska liðinu Vitoria í Evrópudeildinni í gær en tvö aukaspyrnumörk frá Nicolas Pepe tryggðu norður-Lundúnarliðinu sigurinn. Hollendingurinn Persie sagði að sumir leikmennirnir hefðu nánast ekki nennt að hlaupa til baka og aðspurður hvort að Arsenal væri betri undir stjórn Emery svaraði hann: „Ég held ekki. Ég held að Emery tengi ekki við leikmennina. Þeir eru enn veikir í föstum leikatriðum og það var einnig vandamál þegar ég var þarna,“ sagði Van Persie á BT Sport í gær. „Allir ættu að taka ábyrgð á þessu. Spilarðu svæðisvörn eða maður á mann? Mér finnst að þegar þú ert í vandræðum þá spilaru maður á mann því þá dekkaru bara þinn mann og berð ábyrgð á honum.“ „Í síðustu viku fengu þeir mark á sig eftir horn. Ég sagði þetta fyrir nokkrum vikur að Arsenal tapar 12-15 stigum á tímabili eftir mörk úr föstum leikatriðum og það ætti að vera hægt að koma í veg fyrir það.“"I don't think Emery really connects with his players." Are Arsenal improving under Unai Emery? Robin van @Persie_Official doesn't think so and tells us exactly why... pic.twitter.com/GmbLwNimr4 — Football on BT Sport (@btsportfootball) October 24, 2019 Van Persie var, eins og áður segir, ekki ánægður með vinnuframlag Arsenal-liðsins í leiknum. „Sem leikmaður viltu hafa þá tilfinningu að þú verður að hlaupa til baka og þú sérð nokkra leikmennina skokka til baka. Það er hættulegt.“ „Ef þú ert með mjög öflugan stjóra og þú ert miðjumaður og þú sérð að það séu vandræði einhvers staðar. Hlauptu fyrir lífi þínu því ef þú gerir það ekki verður þér refsað.“ Fyrrum framherjinn fékk sent myndband í síðustu viku og hann var ekki hrifinn en mikið hefur verið talað um enskuna hjá Emery. Hún er ekki upp á marga fiska og sumir telja hana óskiljanlega. „Ég hef haft Wenger, Louis van Gaal, Ferguson og svo marga stjóra. Þeirra helsti styrkleiki var að þeir voru skýrir. Ef ég á að vera hreinskilinn þá sendi mér einhver myndband af Emery í síðustu viku.“ „Hann var að reyna útskýra eitthvað og ég skildi ekki hvað hann var að segja. Það er mjög miilvægt. Þú verður að vera skýr. Þú verður að vera leiðtogi og hann þarf að vera skýr varðandi sína leikmenn,“ sagði Persie.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira