Átta mánaða fangelsi fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi undir áhrifum lyfjakokteils Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2019 07:30 Suðurlandsvegur var lokaður við Hádegismóa vegna slyssins. Vísir/Sigurjón Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi, meðal annars fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi þegar hann olli umferðarslysi á Suðurlandsvegi í janúar 2018. Maðurinn var undir áhrifum slævandi lyfja sem hann hefði fengið ávísað frá lækni og eiturlyfja, er slysið varð.Þrír voru fluttir á slysadeild eftir slysið sem varð á gatnamótum Suðurlandsvegs og Vesturlandsvegs. Tildrög voru þau að maðurinn ók bíl sínum yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að árekstur varð við bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður hins bílsins brotnaði á vinstri lærlegg í árekstrinum og farþegi sama bíls hlaut tognun og ofreynslu á lendarhrygg, mar á mjaðmagrind og yfirborðsáverka á hendi. Í blóði mannsins mældist amfetamín, kókaín og tetrahýdrókannabínól auk lyfjanna alprazólam og díazepam, sem og nordíazepam, sem er virkt umbrotsefni díazepams. Í matsgerð rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði sem lögð var fram í málinu kom fram að ökumaðurinn hafi eftir töku ávana- og fíkniefnanna verið óhæfur til þess að stjórna ökutæki örugglega þegar sýnið var tekið.Styrkur annar lyfsins töluvert hærri en ráðlagður skammtur Lyfin tvö sem greindust einnig í blóði mannsins hafa slævandi áhrif á miðtaugakerfið og draga úr aksturhæfni í lækningalegum skömmtum. Í blóði mannsins reyndist styrkur díazepams vera eins og eftir töku lækningalegra skammta en styrkur alprazólams í blóðinu var töluvert hærri en eftir ráðlagðan lækningalegan skammta af lyfinu. Í matinu kom fram að fullvíst hafi verið að ökumaðurinn hafi ekki getað stjórnað ökutæki örugglega af þessum sökum.Maðurinn játaði sök fyrir dómi.Fréttablaðið/gvaFyrir dómi játaði maðurinn brot sitt skýlaust og samþykkti hann bótaskyldu í málinu. Játaði hann einnig á sig líkamsárás sem framin var í Vallarstræti sama dag og bílslysið. Sló hann þá annan einstakling með hnefahöggi í öxlina. Maðurinn hefur fjórum sinnum verið dæmdur fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni, síðast í febrúar 2018 er hann var dæmdur í 60 daga fangelsi. Við ákvörðun refsingar var litið til brotasögu mannsins en einnig til þess að hann hafi játað brot sín skýlaust. Þótti hæfileg refsing átta mánaða fangelsi , skilorðsbundið til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða alls 1,1 milljón í bætur, 700 þúsund til ökumanns hins bílsins og 400 þúsund til farþega í hinum bílnum, sem hlutu meiðsli í slysinu. Auk þess þarf maðurinn að greiða 1,7 milljónir í málskostnað. Dómsmál Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús eftir slys á Suðurlandsvegi Þrír voru fluttir á slysadeild eftir umferðarslys á gatnamótum Suðurlandsvegs og Vesturlandsvegs í morgun. 16. janúar 2018 10:13 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi, meðal annars fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi þegar hann olli umferðarslysi á Suðurlandsvegi í janúar 2018. Maðurinn var undir áhrifum slævandi lyfja sem hann hefði fengið ávísað frá lækni og eiturlyfja, er slysið varð.Þrír voru fluttir á slysadeild eftir slysið sem varð á gatnamótum Suðurlandsvegs og Vesturlandsvegs. Tildrög voru þau að maðurinn ók bíl sínum yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að árekstur varð við bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður hins bílsins brotnaði á vinstri lærlegg í árekstrinum og farþegi sama bíls hlaut tognun og ofreynslu á lendarhrygg, mar á mjaðmagrind og yfirborðsáverka á hendi. Í blóði mannsins mældist amfetamín, kókaín og tetrahýdrókannabínól auk lyfjanna alprazólam og díazepam, sem og nordíazepam, sem er virkt umbrotsefni díazepams. Í matsgerð rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði sem lögð var fram í málinu kom fram að ökumaðurinn hafi eftir töku ávana- og fíkniefnanna verið óhæfur til þess að stjórna ökutæki örugglega þegar sýnið var tekið.Styrkur annar lyfsins töluvert hærri en ráðlagður skammtur Lyfin tvö sem greindust einnig í blóði mannsins hafa slævandi áhrif á miðtaugakerfið og draga úr aksturhæfni í lækningalegum skömmtum. Í blóði mannsins reyndist styrkur díazepams vera eins og eftir töku lækningalegra skammta en styrkur alprazólams í blóðinu var töluvert hærri en eftir ráðlagðan lækningalegan skammta af lyfinu. Í matinu kom fram að fullvíst hafi verið að ökumaðurinn hafi ekki getað stjórnað ökutæki örugglega af þessum sökum.Maðurinn játaði sök fyrir dómi.Fréttablaðið/gvaFyrir dómi játaði maðurinn brot sitt skýlaust og samþykkti hann bótaskyldu í málinu. Játaði hann einnig á sig líkamsárás sem framin var í Vallarstræti sama dag og bílslysið. Sló hann þá annan einstakling með hnefahöggi í öxlina. Maðurinn hefur fjórum sinnum verið dæmdur fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni, síðast í febrúar 2018 er hann var dæmdur í 60 daga fangelsi. Við ákvörðun refsingar var litið til brotasögu mannsins en einnig til þess að hann hafi játað brot sín skýlaust. Þótti hæfileg refsing átta mánaða fangelsi , skilorðsbundið til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða alls 1,1 milljón í bætur, 700 þúsund til ökumanns hins bílsins og 400 þúsund til farþega í hinum bílnum, sem hlutu meiðsli í slysinu. Auk þess þarf maðurinn að greiða 1,7 milljónir í málskostnað.
Dómsmál Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús eftir slys á Suðurlandsvegi Þrír voru fluttir á slysadeild eftir umferðarslys á gatnamótum Suðurlandsvegs og Vesturlandsvegs í morgun. 16. janúar 2018 10:13 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Sjá meira
Þrír fluttir á sjúkrahús eftir slys á Suðurlandsvegi Þrír voru fluttir á slysadeild eftir umferðarslys á gatnamótum Suðurlandsvegs og Vesturlandsvegs í morgun. 16. janúar 2018 10:13