Nauðgunardómur mildaður um hálft ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. apríl 2019 16:00 Húsakynni Landsréttar. Vísir/Hanna Landsréttur staðfesti í dag sakfellingu Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Þórði Juhasz og dæmdi hann til þriggja og hálfs árs fangelsis fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku. Hérðasdómur hafði dæmt Þórð til fjögurra ára fangelsis og stytti Landsréttur því dóminn yfir honum um hálft ár. Þórður, sem framdi brotið árið 2016, er sagður hafa nýtt sér yfirburðastöðu sína gagnvart stúlkunni vegna aldurs- og þroskamunar auk þess sem hún var ein með honum í bíl, fjarri öðrum. Þá var því einnig lýst í dómi héraðsdóms að Þórður hafi beitt afli til þess að stúlkan héldi áfram þegar hún reyndi að hætta. Nánar má lesa um brot Þórðar í fyrri frétt Vísis.Sjá einnig: Fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga 14 ára stúlku Í dómsniðurstöðum Landsréttar segir að brot Þórðar sé alvarlegt og minnt á að það hafi beinst gegn 14 ára barni. Þórður eigi sér þar að auki engar málsbætur. Því hafi verið talið rétt að staðfesta hinn áfrýjaða dóm „um sakfellingu ákærða og heimfærslu til refsiákvæða.“ Þar að auki skal Þórður greiða þær 1,6 milljónir króna sem kveðið var á um í dómi héraðsdóms, auk alls áfrýjunarkostnaðar. Hins vegar er ekki vikið að því orði í dómnum hvers vegna Landsréttur taldi rétt að milda fangelsisdóminn yfir Þórði um hálft ár - úr fjórum árum í þrjú og hálft sem fyrr segir. Ef bornir eru saman dómar héraðsdóms og Landréttar má sjá að síðarnefndi dómurinn telur ekki tilefni til að hafa hliðsjón af 3. tölulið 70. greinar almennra hegningarlaga, sem er svo hljóðandi: „Hversu mikil hætta var búin af verkinu, einkum þegar til þess er litið, hvenær, hvar og hvernig það var framkvæmt.“ Ætla má að Landsréttur hafi því ekki talið þennan lið eiga við brot Þórðar, ólíkt Héraðsdómi Reykjavíkur. Dóm Landsréttar má nálgast hér. Dómsmál Tengdar fréttir Fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga 14 ára stúlku Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Þórð Juhasz í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára gamalli stúlku í ágúst 2016. 23. mars 2018 18:42 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag sakfellingu Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Þórði Juhasz og dæmdi hann til þriggja og hálfs árs fangelsis fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku. Hérðasdómur hafði dæmt Þórð til fjögurra ára fangelsis og stytti Landsréttur því dóminn yfir honum um hálft ár. Þórður, sem framdi brotið árið 2016, er sagður hafa nýtt sér yfirburðastöðu sína gagnvart stúlkunni vegna aldurs- og þroskamunar auk þess sem hún var ein með honum í bíl, fjarri öðrum. Þá var því einnig lýst í dómi héraðsdóms að Þórður hafi beitt afli til þess að stúlkan héldi áfram þegar hún reyndi að hætta. Nánar má lesa um brot Þórðar í fyrri frétt Vísis.Sjá einnig: Fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga 14 ára stúlku Í dómsniðurstöðum Landsréttar segir að brot Þórðar sé alvarlegt og minnt á að það hafi beinst gegn 14 ára barni. Þórður eigi sér þar að auki engar málsbætur. Því hafi verið talið rétt að staðfesta hinn áfrýjaða dóm „um sakfellingu ákærða og heimfærslu til refsiákvæða.“ Þar að auki skal Þórður greiða þær 1,6 milljónir króna sem kveðið var á um í dómi héraðsdóms, auk alls áfrýjunarkostnaðar. Hins vegar er ekki vikið að því orði í dómnum hvers vegna Landsréttur taldi rétt að milda fangelsisdóminn yfir Þórði um hálft ár - úr fjórum árum í þrjú og hálft sem fyrr segir. Ef bornir eru saman dómar héraðsdóms og Landréttar má sjá að síðarnefndi dómurinn telur ekki tilefni til að hafa hliðsjón af 3. tölulið 70. greinar almennra hegningarlaga, sem er svo hljóðandi: „Hversu mikil hætta var búin af verkinu, einkum þegar til þess er litið, hvenær, hvar og hvernig það var framkvæmt.“ Ætla má að Landsréttur hafi því ekki talið þennan lið eiga við brot Þórðar, ólíkt Héraðsdómi Reykjavíkur. Dóm Landsréttar má nálgast hér.
Dómsmál Tengdar fréttir Fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga 14 ára stúlku Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Þórð Juhasz í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára gamalli stúlku í ágúst 2016. 23. mars 2018 18:42 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga 14 ára stúlku Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Þórð Juhasz í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára gamalli stúlku í ágúst 2016. 23. mars 2018 18:42