Stjórnarformaður Swedbank segir af sér vegna peningaþvættishneykslis Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2019 07:38 Karlson, starfandi forstjóri Swedbank, (t.v.) og Idermark, fráfarandi stjórnarformaður, (t.h.) á ársfundi bankans í síðustu viku. Vísir/EPA Tveir af æðstu stjórnendum sænska bankans Swedbank hafa nú stigið til hliðar á einni viku eftir að Lars Idermark, stjórnarformaður hans, sagði af sér í dag. Stjórnin rak Birgitte Bonnesen, forstjóra bankans, í síðustu viku. Bankinn er sakaður um að átt þátt í stóru peningaþvættismáli sem skekur norræna banka. Fjármálaeftirlit Svíþjóðar og Eistlands auk bandarískra yfirvalda rannsaka nú Swedbank. Húsleitir hafa verið gerðar á skrifstofum bankans bæði í Svíþjóð og í Eistlandi. Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar rannsakar einnig ásakanir um meinta sviksemi bankans vegna ásakana um að stjórnendur hans hafi reynt að afvegaleiða almenning um umfang peningaþvættismálsins. Swedbank og fleiri norrænir bankar með Danske bank fremstan í flokki eru sakaðir um að hafa leyft óprúttnum aðilum í fyrrum Sovétlýðveldum og flytja illa fengið fé til Vesturlanda, aðallega í gegnum útibú sín í Eystrasaltslöndunum. Talið er að hundrað milljarða dollara, jafnvirði um tólf þúsund milljarða íslenskra króna, hafi flætt í gegnum Swedbank frá 2010 til 2016, að sögn Bloomberg. Idermark sagðist hafa tekið ákvörðunina um að segja af sér í ljósi mikillar umræða um hvernig Swedbank hefði fylgst með grunsamlegum peningafærslum í Eystrasaltslöndunum. Sú athygli hefð neikvæð áhrif á störf hans sem forstjóri Sodra, sambands skógareigenda. Varaformaðurinn Ulrika Francke tekur við stöðu Idermark. Ekki er þó ljóst hvort að hún muni sitja á friðarstól frekar en forveri hennar. Francke sat í stjórn bankans stóran hluta þess tíma sem peningaþvættið á að hafa átt sér stað. Anders Karlson, fjármálastjóri Swedbank, hefur tekið við af Bonnesen sem starfandi forsetjóri bankans. Peningaþvætti norrænna banka Svíþjóð Tengdar fréttir Swedbank kærður vegna peningaþvættis Sænski bankinn flækist inn í meiriháttar peningaþvættismál sem hefur skekið norræna banka undanfarin ár. 7. mars 2019 12:10 Leitað á skrifstofum Swedbank í Eistlandi Rannsókn á peningaþvættishneyksli heldur áfram. 2. apríl 2019 14:23 Forstjóri Swedbank rekinn í kjölfar húsleitar tengdri peningaþvætti Ásakanir um peningaþvætti skekja sænska bankann. Yfirvöld létu gera húsleit í höfuðstöðvum hans í gærmorgun. 28. mars 2019 14:51 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tveir af æðstu stjórnendum sænska bankans Swedbank hafa nú stigið til hliðar á einni viku eftir að Lars Idermark, stjórnarformaður hans, sagði af sér í dag. Stjórnin rak Birgitte Bonnesen, forstjóra bankans, í síðustu viku. Bankinn er sakaður um að átt þátt í stóru peningaþvættismáli sem skekur norræna banka. Fjármálaeftirlit Svíþjóðar og Eistlands auk bandarískra yfirvalda rannsaka nú Swedbank. Húsleitir hafa verið gerðar á skrifstofum bankans bæði í Svíþjóð og í Eistlandi. Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar rannsakar einnig ásakanir um meinta sviksemi bankans vegna ásakana um að stjórnendur hans hafi reynt að afvegaleiða almenning um umfang peningaþvættismálsins. Swedbank og fleiri norrænir bankar með Danske bank fremstan í flokki eru sakaðir um að hafa leyft óprúttnum aðilum í fyrrum Sovétlýðveldum og flytja illa fengið fé til Vesturlanda, aðallega í gegnum útibú sín í Eystrasaltslöndunum. Talið er að hundrað milljarða dollara, jafnvirði um tólf þúsund milljarða íslenskra króna, hafi flætt í gegnum Swedbank frá 2010 til 2016, að sögn Bloomberg. Idermark sagðist hafa tekið ákvörðunina um að segja af sér í ljósi mikillar umræða um hvernig Swedbank hefði fylgst með grunsamlegum peningafærslum í Eystrasaltslöndunum. Sú athygli hefð neikvæð áhrif á störf hans sem forstjóri Sodra, sambands skógareigenda. Varaformaðurinn Ulrika Francke tekur við stöðu Idermark. Ekki er þó ljóst hvort að hún muni sitja á friðarstól frekar en forveri hennar. Francke sat í stjórn bankans stóran hluta þess tíma sem peningaþvættið á að hafa átt sér stað. Anders Karlson, fjármálastjóri Swedbank, hefur tekið við af Bonnesen sem starfandi forsetjóri bankans.
Peningaþvætti norrænna banka Svíþjóð Tengdar fréttir Swedbank kærður vegna peningaþvættis Sænski bankinn flækist inn í meiriháttar peningaþvættismál sem hefur skekið norræna banka undanfarin ár. 7. mars 2019 12:10 Leitað á skrifstofum Swedbank í Eistlandi Rannsókn á peningaþvættishneyksli heldur áfram. 2. apríl 2019 14:23 Forstjóri Swedbank rekinn í kjölfar húsleitar tengdri peningaþvætti Ásakanir um peningaþvætti skekja sænska bankann. Yfirvöld létu gera húsleit í höfuðstöðvum hans í gærmorgun. 28. mars 2019 14:51 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Swedbank kærður vegna peningaþvættis Sænski bankinn flækist inn í meiriháttar peningaþvættismál sem hefur skekið norræna banka undanfarin ár. 7. mars 2019 12:10
Leitað á skrifstofum Swedbank í Eistlandi Rannsókn á peningaþvættishneyksli heldur áfram. 2. apríl 2019 14:23
Forstjóri Swedbank rekinn í kjölfar húsleitar tengdri peningaþvætti Ásakanir um peningaþvætti skekja sænska bankann. Yfirvöld létu gera húsleit í höfuðstöðvum hans í gærmorgun. 28. mars 2019 14:51