Lífið

Hatara-menn voru 80´s-legir í norræna partíinu

Birgir Olgeirsson skrifar
Klemens og Matthías, söngvarar Hatara, í norræna partíinu.
Klemens og Matthías, söngvarar Hatara, í norræna partíinu. Vísir/Stefán Árni
Hatara menn fluttu lag sitt Hatrið mun sigra í hinu árlega norræna partíi sem haldið er í tengslum við Eurovision. Hatara-menn voru klæddir í 80´s fatnað í teitinu þar sem voru saman komnir keppendur Norðurlandanna og Eistlands ásamt fylgdarliði þeirra.

Fyrst um sinn fengu boðsgestir aðeins aðgang en þegar líða tók á kvöldið var þeim hleypt inn sem keypt höfðu aðgöngumiða.

Hver keppandi sem mætti á svið flutti framlag sitt í Eurovision ásamt öðru lagi, en Hatara-menn voru einu flytjendurnir sem fluttu aðeins eitt lag.

Á meðal þeirra sem komu fram var finnski plötusnúðurinn Darude sem gerði allt vitlaust með smellinum sínum Sandstorm áður en hann taldi í lagið sem hann mun flytja í Eurovision.

Sænska Eurovision-stjarnan Charlotte Perrelli var á meðal flytjenda í kvöld en hún flutti lagið sitt Take Me to Your Heaven sem tryggði henni sigur í keppninni árið 1999 sem var einmitt haldin í Ísrael líkt og í ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.