Ísrael

Fréttamynd

„Við völdum okkur ekki and­stæðinga“

Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti.

Handbolti
Fréttamynd

Landsliðskonum borist skila­boð og sagðar styðja Ísrael

Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona í handbolta, hefur greint frá því að leikmönnum landsliðsins hafi borist skilaboð á samfélagsmiðlum vegna leikja landsliðsins við Ísrael í umspili um sæti á HM. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni á morgun og hinn.

Handbolti
Fréttamynd

„Ekki leika þennan leik“

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur ritað opið bréf til landsliðskvenna í handbolta þar sem hann skorar á þær að leika ekki við ísraelska landsliðið.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægur fundur með Íran fram­undan

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, heimsótti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsið. Þeir ræddu meðal annars tollgjöld forsetans, fund Bandaríkjamanna við Íran og átök á milli Ísrael og Gasa. 

Erlent
Fréttamynd

Aflýstu blaða­manna­fundi skyndi­lega

Blaðamannafundi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og Benjamins Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sem halda átti í kvöld hefur verið aflýst. Þeir munu svara spurningum útvaldra blaða- og fréttamanna.

Erlent
Fréttamynd

Draga sig úr Alþjóða­sakamála­dómstólnum fyrir heim­sókn Netanja­hú

Ungverk stjórnvöld tilkynntu í dag að þau ætluðu að segja sig frá Alþjóðasamáladómstólnum á sama tíma og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, mætti í opinbera heimsókn til Búdapestar. Dómstóllinn, sem er sá eini sem fjallar um stríðsglæpi og þjóðarmorð, gaf út handtökuskipun á hendur Netanjahú vegna stríðsins á Gasa í nóvember.

Erlent
Fréttamynd

For­dæma á­rás á sjúkra­liða

Talsmenn Alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans segja að dráp á átta sjúkraliðum á vegum samtakanna á Gasa-svæðinu sé svívirða. Níu manns voru að störfum í Rafah 23. mars síðastliðinn þegar árás var gerð á þá.

Erlent
Fréttamynd

Hamasliðar til­búnir að frelsa gísla fyrir vopna­hlé

Hamasliðar hafa fallist á að láta fimm ísraelska gísla lausa í skiptum fyrir fimmtíu daga vopnahlé. Haft er eftir leiðtoga innan samtakanna að þau hafi samþykkt vopnahléstillögu sem lögð var fram af Egyptum og Katörum fyrir tveimur dögum síðan.

Erlent
Fréttamynd

Svein­björn bikar­meistari í Ísrael

Sveinbjörn Pétursson átti stórleik í marki Hapoel Ashdod sem var ísraelskur bikarmeistari í dag með 37-32 sigri gegn MK Holon í úrslitaleik. Akureyringurinn varði alls sextán skot í leiknum, þar af tvö víti.

Handbolti
Fréttamynd

Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“

Ísraelskir embættismenn kvörtuðu á dögunum við Hvíta húsið yfir upplýsingum sem send voru í spjallhóp háttsettra bandarískra embættismanna á Signal. Þar kom fram að Bandaríkin hefðu upplýsingar um að eitt helsta skotmark þeirra í nýlegum árásum gegn Hútum í Jemen væri heima hjá kærustu sinni og var sprengjum varpað á húsið.

Erlent
Fréttamynd

Palestínu­menn mót­mæla Hamas á Gasa

Hundruð Palestínumanna tóku þátt í mótmælum á Gasa í gær og kölluðu eftir því að Hamas-samtökin legðu niður vopn og hefðu sig á brott. Mótmælendurnir, í Beit Lahia í norðurhluta Gasa, hrópuðu meðal annars „Hamas út“ og Hamas hryðjuverkamenn“.

Erlent
Fréttamynd

Hótar að inn­lima sí­fellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt

Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, hótaði því í morgun að Ísraelar muni innlima hluta Gasastrandarinnar. Það verði gert ef leiðtogar Hamas sleppi ekki þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Ráðherrann hefur skipað hernum að hernema einhver hverfi Gasastrandarinnar og hefur Palestínumönnum verið skipað að yfirgefa þessi svæði.

Erlent
Fréttamynd

Utan­ríkis­ráð­herra ræddi við mót­mælendur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gaf sér tíma til að ræða við stuðningsfólki Palestínu fyrir ríkisstjórnarfund í morgun. Hópurinn mótmælti líka þegar ríkisstjórnin fundaði á þriðjudaginn og kallar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna sprengjuárása Ísraela með tilheyrandi mannfalli á Gasa.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin láti í sér heyra eftir mann­skæðar á­rásir

Nokkrir tugir stuðningsmanna Palestínumanna komu saman til mótmæla fyrir utan ríkisstjórnarfund við Hverfisgötu í morgun. Einn þeirra segir ríkisstjórnina þurfa að láta kröftuglega í sér heyra eftir að Ísraelsher felldi á fjórða hundrað manns í árásum á Gasaströndina í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Fjársöfnunin á borð lög­reglu í enn eitt skiptið

Ríkissaksóknari hefur öðru sinni skipað lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að hefja rannsókn á Maríu Lilju Þrastardóttur og Semu Erlu Serdar vegna fjársöfnunar til að koma Palestínumönnum út af Gasa. Lögmaður Maríu Lilju segir óskandi að ríkissaksóknari eyddi svo miklu púðri í öll mál. Sema Erla segir spillta valdaklíku vilja sjá þeim refsað vegna andstöðu við björgunaraðgerðir þeirra. 

Innlent
Fréttamynd

Saka Ísraela um kerfis­bundin mann­réttinda­brot

Sérfræðingar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hafa sakað Ísraela um umfangsmikil og kerfisbundin mannréttindabrot gegn Palestínumönnum, og þar á meðal kynferðisofbeldi, frá 7. október 2023. Markmiðið sé að undiroka og stjórna palestínsku þjóðinni.

Erlent
Fréttamynd

Slökktu á raf­magninu á Gasa

Ísraelar lokuðu í gær að aðgang íbúa Gasastrandarinnar að rafmagni og hefur ákvörðunin meðal annars mikil áhrif á eimingarstöð, þar sem sjór er eimaður og gerður drykkjarhæfur. Í síðustu viku stöðvuðu Ísraelar einnig flæði neyðaraðstoðar inn á svæðið, þar sem rúmar tvær milljónir manna halda til við slæmar aðstæður.

Erlent