Forsætisráðherra segir tillögur að stjórnarskrárákvæðum ekki endanlegar Sighvatur Jónsson skrifar 11. maí 2019 18:45 Forsætisráðherra segir það áfanga að birta nýjar tillögur að stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir. Tillögurnar í samráðsgátt stjórnvalda séu ekki í endanlegri mynd. Gagnrýnt hefur verið að tillögurnar eru almennari en fyrri hugmyndir. Fulltrúi sem var í stjórnlagaráði fyrir átta árum gagnrýnir hversu hægt gengur að vinna að nýrri stjórnarskrá. Tillögur formanna stjórnmálaflokkanna að nýjum stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir voru birtar í gær. Málið nær aftur til 2011 þegar stjórnlagaráð vann tillögur að nýrri stjórnarskrá Íslands. Mikill meirihluti samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu ári síðar að þær tillögur yrðu til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Nýju tillögurnar eru orðaðar með rýmri hætti en fyrri tillögur. Forsætisráðherra segir að ákvæðin séu ekki í endanlegri mynd. „Þessi ákvæði eru afrakstur töluverðs samtals milli formanna og fulltrúa allra flokka sem eiga sæti á Alþingi. Þessi ákvæði eru ekki afurð eins stjórnmálaflokks eða eins stjórnmálamanns. Það lagðist enginn í okkar hópi gegn því að ákvæðin væru komin á það stig að þau ættu heima í opnu samráði,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.Vísir/ArnarEkki lengur „fullt verð“ Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands, var fulltrúi í stjórnalagaráði fyrir átta árum. Hún gagnrýnir almennara orðalag nú en áður og bendir meðal annars á að ekki sé lengur minnst á „fullt verð“ í ákvæði um auðlindir landsins. „Við hljótum að gera þá kröfu að á einhverjum tímapunkti verði með afgerandi hætti tekið á því að það sé fólkið í landinu sem fær arðinn fyrir auðlindirnar en ekki einhverjir örfáir útvaldir, það bara gengur ekki upp.“ Katrín Oddsdóttir bætir við að hún hafi áhyggjur af því að þegar margir stjórnmálaflokkar þurfa að koma að útfærslu ákvæðanna verði niðurstaðan lægsti sameiginlegi samnefnari. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í ákvæði um auðlindir sé kveðið á um að löggjafi skuli taka afstöðu til þess hvernig gjaldtöku skuli háttað. Í greinargerð sé ítarlega rakið að það kunni að vera ólík sjónarmið uppi varðandi ólíkar auðlindir og hvernig þær séu nýttar. Stjórnarskrá Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Forsætisráðherra segir það áfanga að birta nýjar tillögur að stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir. Tillögurnar í samráðsgátt stjórnvalda séu ekki í endanlegri mynd. Gagnrýnt hefur verið að tillögurnar eru almennari en fyrri hugmyndir. Fulltrúi sem var í stjórnlagaráði fyrir átta árum gagnrýnir hversu hægt gengur að vinna að nýrri stjórnarskrá. Tillögur formanna stjórnmálaflokkanna að nýjum stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir voru birtar í gær. Málið nær aftur til 2011 þegar stjórnlagaráð vann tillögur að nýrri stjórnarskrá Íslands. Mikill meirihluti samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu ári síðar að þær tillögur yrðu til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Nýju tillögurnar eru orðaðar með rýmri hætti en fyrri tillögur. Forsætisráðherra segir að ákvæðin séu ekki í endanlegri mynd. „Þessi ákvæði eru afrakstur töluverðs samtals milli formanna og fulltrúa allra flokka sem eiga sæti á Alþingi. Þessi ákvæði eru ekki afurð eins stjórnmálaflokks eða eins stjórnmálamanns. Það lagðist enginn í okkar hópi gegn því að ákvæðin væru komin á það stig að þau ættu heima í opnu samráði,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.Vísir/ArnarEkki lengur „fullt verð“ Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands, var fulltrúi í stjórnalagaráði fyrir átta árum. Hún gagnrýnir almennara orðalag nú en áður og bendir meðal annars á að ekki sé lengur minnst á „fullt verð“ í ákvæði um auðlindir landsins. „Við hljótum að gera þá kröfu að á einhverjum tímapunkti verði með afgerandi hætti tekið á því að það sé fólkið í landinu sem fær arðinn fyrir auðlindirnar en ekki einhverjir örfáir útvaldir, það bara gengur ekki upp.“ Katrín Oddsdóttir bætir við að hún hafi áhyggjur af því að þegar margir stjórnmálaflokkar þurfa að koma að útfærslu ákvæðanna verði niðurstaðan lægsti sameiginlegi samnefnari. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í ákvæði um auðlindir sé kveðið á um að löggjafi skuli taka afstöðu til þess hvernig gjaldtöku skuli háttað. Í greinargerð sé ítarlega rakið að það kunni að vera ólík sjónarmið uppi varðandi ólíkar auðlindir og hvernig þær séu nýttar.
Stjórnarskrá Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira