Öldungadeildarþingmaður ræðir við Kínverja sem Pompeo sendir tóninn Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2019 19:00 Nokkrum dögum eftir að utanríkisráðherra Bandaríkjanna gagnrýndi Kínverja fyrir afskipti þeirra af norðurslóðum, mætti öldungadeildarþingmaðurinn og flokkssystir hans Lisa Murkowski á Hringborð norðurslóða í Shanghai. Hún segir ekki þýða að loka augunum fyrir augljósum áhrifum loftslagsbreytinganna. Murkovski sem einnig er formaður orkumálanefndar öldungadeildarinnar segir að það hafi örugglega verið erfitt fyrir Kínverja að heyra margt af því sem utanríkisráðherrann sagði, þótt hún taki undir hluta þess. „En ég tel að þetta hafi verið mikilvæg skilaboð sem staðfestu að það eru samskiptareglur þegar kemur að norðurslóðum. Eins og það eru samskiptareglur þegar um önnur svæði er að ræða," sagði Murkowski. Það hafi alltaf verið sameiginlegur skilningur aðildarríkjanna átta að Norðurskautsráðinu að umræðum um öryggismál væri haldið utan við ráðið svo ríkin gætu einbeitt sér að sameiginlegum málefnum norðurslóða eins og umhverfismálum. „Ég er hér sem Repúblíkani, ég er hér sem Alaskabúi, ég er hér sem Bandaríkjamaður, ég er hér sem manneskja sem er annt um norðurslóðir. Mér er annt um framtíð þeirra, mér er annt um fólkið þar og ég vil að Bandaríkin taki meiri þátt á öllum stigum" sagði Murkowski. New York Times og Guardian hafa sagt frá því að ekki hafi í fyrsta skipti verið hægt að gefa út sameiginlega yfirlýsingu Norðurskauts ríkjanna átta vegna þess að Pompeo gat ekki sætt sig við að hugtakið loftlagsbreytingar kæmi fyrir í henni. Murkowski segist ekki hafa setið lokaða fundi um yfirlýsinguna. „Hvort sem maður notar orðið „loftslagsbreytingar" eða ekki verður ekki litið fram hjá þeim raunveruleika sem er í kringum okkur, sérstaklega á norðurslóðum," sagði Murkowski. Fólk þurfi ekki að vera vísindamenn til að sjá hraðar breytingar í umhverfinu. Hringboði norðurslóða hafi tekist að breikka vettvang umræðunnar og Bandaríkjamenn verði að átta sig á að forysta á heimsvísu felist ekki eingöngu í hernaðarforystu. „Við sem norðuslóðaþjóð verðum að vera virkari á alþjóðavettvangi í málefnum norðurslóða. Punktur. Og við höfum ekki verið það," sagði Lisa Murkowski. Bandaríkin Kína Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Nokkrum dögum eftir að utanríkisráðherra Bandaríkjanna gagnrýndi Kínverja fyrir afskipti þeirra af norðurslóðum, mætti öldungadeildarþingmaðurinn og flokkssystir hans Lisa Murkowski á Hringborð norðurslóða í Shanghai. Hún segir ekki þýða að loka augunum fyrir augljósum áhrifum loftslagsbreytinganna. Murkovski sem einnig er formaður orkumálanefndar öldungadeildarinnar segir að það hafi örugglega verið erfitt fyrir Kínverja að heyra margt af því sem utanríkisráðherrann sagði, þótt hún taki undir hluta þess. „En ég tel að þetta hafi verið mikilvæg skilaboð sem staðfestu að það eru samskiptareglur þegar kemur að norðurslóðum. Eins og það eru samskiptareglur þegar um önnur svæði er að ræða," sagði Murkowski. Það hafi alltaf verið sameiginlegur skilningur aðildarríkjanna átta að Norðurskautsráðinu að umræðum um öryggismál væri haldið utan við ráðið svo ríkin gætu einbeitt sér að sameiginlegum málefnum norðurslóða eins og umhverfismálum. „Ég er hér sem Repúblíkani, ég er hér sem Alaskabúi, ég er hér sem Bandaríkjamaður, ég er hér sem manneskja sem er annt um norðurslóðir. Mér er annt um framtíð þeirra, mér er annt um fólkið þar og ég vil að Bandaríkin taki meiri þátt á öllum stigum" sagði Murkowski. New York Times og Guardian hafa sagt frá því að ekki hafi í fyrsta skipti verið hægt að gefa út sameiginlega yfirlýsingu Norðurskauts ríkjanna átta vegna þess að Pompeo gat ekki sætt sig við að hugtakið loftlagsbreytingar kæmi fyrir í henni. Murkowski segist ekki hafa setið lokaða fundi um yfirlýsinguna. „Hvort sem maður notar orðið „loftslagsbreytingar" eða ekki verður ekki litið fram hjá þeim raunveruleika sem er í kringum okkur, sérstaklega á norðurslóðum," sagði Murkowski. Fólk þurfi ekki að vera vísindamenn til að sjá hraðar breytingar í umhverfinu. Hringboði norðurslóða hafi tekist að breikka vettvang umræðunnar og Bandaríkjamenn verði að átta sig á að forysta á heimsvísu felist ekki eingöngu í hernaðarforystu. „Við sem norðuslóðaþjóð verðum að vera virkari á alþjóðavettvangi í málefnum norðurslóða. Punktur. Og við höfum ekki verið það," sagði Lisa Murkowski.
Bandaríkin Kína Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira