Leggur til að Reykjavíkurborg búi til vettvang þar sem fólk geti gefið húsgögn til þeirra sem þurfa Sylvía Hall skrifar 17. október 2019 23:45 Kolbrún Baldursdóttir er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði fram tillögu í morgun þar sem lagt var til að koma upp vettvangi á forræði borgarinnar þar sem fólk gæti skilað af sér húsgögnum og aðrir gætu fengið án endurgjalds. Hún telur hugmyndina auðvelda í framkvæmd og geta hjálpað mörgum sem ekki hafa efni á húsgagnakaupum almennt. „Þetta þarf að vera kannski einhverskonar skemma eða aðstaða fyrir lager þar sem allir þeir sem vilja og þurfa, hvort sem fólk er að flytja eða losa sig við húsbúnað og húsgögn, geti komið með það og síðan er það bara opið fyrir þá sem vantar að koma að sækja sér það sem það vill og þarf,“ segir Kolbrún um hugmyndina í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir þörf vera til staðar fyrir slíkan vettvang og það gefi augaleið að slík framkvæmd yrði ekki umsvifamikil. Það þurfi eingöngu að koma upp aðstöðunni og manna stöður til þess að halda starfseminni uppi, hvort sem það væri með því að ráða umsjónarmann eða fá sjálfboðaliða í verkið. Fólk gæti komið með húsgögn sem ekki væru lengur í notkun en aðrir gætu notið góðs af. „Það er bara þannig að fólk sumt hvert hefur ekki einu sinni peninga til þess að kaupa í Góða hirðinum og nú erum við kannski að tala um að það vanti sófasett og þessa stóru hluti, það munar um hvern þúsundkall hjá fólki sem er með kannski 300 þúsund á mánuði og þarf að borga 250 þúsund í leigu eða eitthvað – nú er ég að taka raunverulegt dæmi, leigan er bara það mikil að það tekur bara megnið af peningum sumra og þá er ekkert eftir."Kolbrún segir marga ekki eiga efni á því að versla í Góða hirðinum. Þegar fólk sé með um 300 þúsund í mánaðarlaun þar sem meirihluti fer í leigu skipti hver þúsundkall máli.FacebookHún segir vera dæmi um að fólk vilji losa sig við húsgögn í góðu standi til einhvers sem hefur not fyrir þau og leitist ekki eftir endurgjaldi fyrir. Það minnsta sem borgin geti gert er að skapa vettvang fyrir slíkt og sjá um utanumhald svo framkvæmdin gengi vel fyrir sig. „Þetta er hugsað til þess að aðrir geti komið og fengið það sem þau þurfa til þess að nýta það.“ Kolbrún segist vongóð um að tillagan fái brautargengi miðað við viðtökur dagsins. Það eigi ekki að vera mikið mál að finna húsnæði í eigu borgarinnar sem gæti hýst slíka starfsemi og bindur vonir við að borgin láti á þetta reyna. „Ég held að þetta sé nú alveg í þágu bara mjög margra að vilja gera eitthvað svona, en ég hef ekki áhyggjur af því að það sé ekki hægt að finna einhverja skemmu eða eitthvað lagerhúsnæði sem ekki er í notkun og borgin á og prófa þetta. Ég hef ekki áhyggjur af því ef vilji er fyrir hendi á annað borð að taka vel í þetta.“Hægt er að hlusta á viðtalið við Kolbrúnu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Borgarstjórn Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir 120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Öryrki og móðir fatlaðs barns hefur glímt við svo mikla fátækt að hún neyddist til að borða popp í heila viku. Neyðin virðist mikil en rúmlega 120 manns hafa sótt um styrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. 4. október 2019 19:15 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði fram tillögu í morgun þar sem lagt var til að koma upp vettvangi á forræði borgarinnar þar sem fólk gæti skilað af sér húsgögnum og aðrir gætu fengið án endurgjalds. Hún telur hugmyndina auðvelda í framkvæmd og geta hjálpað mörgum sem ekki hafa efni á húsgagnakaupum almennt. „Þetta þarf að vera kannski einhverskonar skemma eða aðstaða fyrir lager þar sem allir þeir sem vilja og þurfa, hvort sem fólk er að flytja eða losa sig við húsbúnað og húsgögn, geti komið með það og síðan er það bara opið fyrir þá sem vantar að koma að sækja sér það sem það vill og þarf,“ segir Kolbrún um hugmyndina í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir þörf vera til staðar fyrir slíkan vettvang og það gefi augaleið að slík framkvæmd yrði ekki umsvifamikil. Það þurfi eingöngu að koma upp aðstöðunni og manna stöður til þess að halda starfseminni uppi, hvort sem það væri með því að ráða umsjónarmann eða fá sjálfboðaliða í verkið. Fólk gæti komið með húsgögn sem ekki væru lengur í notkun en aðrir gætu notið góðs af. „Það er bara þannig að fólk sumt hvert hefur ekki einu sinni peninga til þess að kaupa í Góða hirðinum og nú erum við kannski að tala um að það vanti sófasett og þessa stóru hluti, það munar um hvern þúsundkall hjá fólki sem er með kannski 300 þúsund á mánuði og þarf að borga 250 þúsund í leigu eða eitthvað – nú er ég að taka raunverulegt dæmi, leigan er bara það mikil að það tekur bara megnið af peningum sumra og þá er ekkert eftir."Kolbrún segir marga ekki eiga efni á því að versla í Góða hirðinum. Þegar fólk sé með um 300 þúsund í mánaðarlaun þar sem meirihluti fer í leigu skipti hver þúsundkall máli.FacebookHún segir vera dæmi um að fólk vilji losa sig við húsgögn í góðu standi til einhvers sem hefur not fyrir þau og leitist ekki eftir endurgjaldi fyrir. Það minnsta sem borgin geti gert er að skapa vettvang fyrir slíkt og sjá um utanumhald svo framkvæmdin gengi vel fyrir sig. „Þetta er hugsað til þess að aðrir geti komið og fengið það sem þau þurfa til þess að nýta það.“ Kolbrún segist vongóð um að tillagan fái brautargengi miðað við viðtökur dagsins. Það eigi ekki að vera mikið mál að finna húsnæði í eigu borgarinnar sem gæti hýst slíka starfsemi og bindur vonir við að borgin láti á þetta reyna. „Ég held að þetta sé nú alveg í þágu bara mjög margra að vilja gera eitthvað svona, en ég hef ekki áhyggjur af því að það sé ekki hægt að finna einhverja skemmu eða eitthvað lagerhúsnæði sem ekki er í notkun og borgin á og prófa þetta. Ég hef ekki áhyggjur af því ef vilji er fyrir hendi á annað borð að taka vel í þetta.“Hægt er að hlusta á viðtalið við Kolbrúnu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir 120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Öryrki og móðir fatlaðs barns hefur glímt við svo mikla fátækt að hún neyddist til að borða popp í heila viku. Neyðin virðist mikil en rúmlega 120 manns hafa sótt um styrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. 4. október 2019 19:15 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Öryrki og móðir fatlaðs barns hefur glímt við svo mikla fátækt að hún neyddist til að borða popp í heila viku. Neyðin virðist mikil en rúmlega 120 manns hafa sótt um styrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. 4. október 2019 19:15