Tónlistarmaðurinn og leikarinn Kristinn Óli Sigrúnarson Haraldsson var á meðal gesta á frumsýningu kvikmyndarinnar Agnes Joy í aðalsal Háskólabíós í gær.
Kristinn Óli sem jafnan er þekktur sem rapparinn Króli fer einmitt með hlutverk í myndinni sem er eftir leikstjórann Silju Hauksdóttur.
Króli var ekki einn á ferð því honum við hlið var kærasta rapparans, listaháskólaneminn Ragnhildur Birta Ásmundsdóttir.
Króli, sem skaust á sjónarsviðinu ásamt félaga sínum Jóhannesi Patrekssyni með laginu BOBA árið 2017, og Ragnhildur eru jafnaldrar, fædd árið 1999 og eru því tvítug á árinu.
