Viðræður á frumsamningsferli í tengslum við kaup og sölu fyrirtækja Diljá Helgadóttir skrifar 17. október 2019 16:45 Sú spurning vaknar hvernig kaupandi getur tryggt stöðu sína á meðan viðræður aðila standa yfir um kaup og sölu á fyrirtækjum. Á þetta til að mynda við þar sem seljandi hefur neitað að láta af hendi frekari upplýsingar um rekstur félags eða önnur atriði fyrr en viðræður eru komnar á formlegra stig. Verður hér fjallað um nokkrar leiðir sem koma til greina fyrir kaupanda til að tryggja stöðu sína á meðan viðræðum aðila stendur.Einkaréttarsamningur Til greina kemur að kaupandi óski eftir því að aðilar geri með sér einkaréttarsaming (e. exclusivity agreement). Einkaréttarsamningur væri til þess fallin að tryggja hagsmuni kaupanda þar sem ef slíkur samningur yrði gerður væri kaupandi sá eini sem hefði aðgang að upplýsingum um félagið. Jafnframt væri seljendum óheimilt að semja við aðra aðila á sama tíma. Með þessum hætti tryggir kaupandi sig jafnframt gegn samkeppnisaðilum. Um er að ræða samning sem gerður er á frumsamningsferli og fellur jafnan niður við gerð kaupsamnings eða ef ekkert verður að kaupunum.Samningur um meðferð trúnaðarupplýsinga Þá kæmi jafnframt til skoðunar að kaupandi óski eftir því að aðilar gerðu með sér samning um meðferð trúnaðarupplýsinga í því skyni að fá aðgang að þeim gögnum sem seljandi neitar að láta af hendi. Slíkur samningur tryggir þó ekki stöðu kaupanda á sama hátt og einkaréttarsamningur myndi gera heldur felur í sér trúnað samningsaðila um samningsviðræðurnar. Almennt hefur verið talið að trúnaðaryfirlýsingar gildi í þrjú ár þrátt fyrir að viðræðum um ætluð viðskipti sé slitið, sbr. 2. mgr. 16. gr. c. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Sé brotið gegn trúnaðaryfirlýsingu gæti slíkt leitt til skaðabótaskyldu en algengt er að kveðið sé á um slík vanefndaúrræði í samningum.Viljayfirlýsing Einkaréttarsamningur felur ekki í sér neina tryggingu fyrir seljanda um að kaupin verði að veruleika. Í framkvæmd er beiðni um einkaréttarsamning vegna þessa oft tengd því að aðilar leggi fram viljayfirlýsingu (e. letter of intent).Þá er einnig algengt að aðilar geri með sér viljayfirlýsingu sem inniheldur sambærilegt ákvæði og finna væri í einkaréttarsamningi, svokallað einkaréttarákvæði (e. exclusivity clause). Viljayfirlýsing er talin fela í sér sameiginlega yfirlýsingu aðila um tiltekin áform, sem yfirleitt lúta að því að þeir hyggjast gera með sér samning síðar um tiltekið efni. Á hinn bóginn hefur verið talið að viljayfirlýsingar séu ekki loforð um það, sem áform standa til.Af þessu leiðir að viljayfirlýsingar eru almennt ekki bindandi, en þó er mikilvægt að gæta að efni og orðalagi þeirra svo þær séu óskuldbindandi. Aftur á móti kunna ákvæði á borð við einkaréttarákvæði og ákvæði um meðferð trúnaðarupplýsinga að vera bindandi. Tilgangurinn með viljayfirlýsingu er að gera seljanda kleift að afhenda kaupanda frekari upplýsingar um félagið sem er til sölumeðferðar. Þá væri nauðsynlegt að fá aðgang að frekari upplýsingum um félagið hygðist kaupandi ætla að að framkvæma áreiðanleikakönnuntil að draga úr áhættu sinni af kaupunum. Af framangreindu má telja að viljayfirlýsing gæti leitt til þess að seljendur myndu veita kaupenda aðgang að þeim gögnum t.d. um rekstur félagsins sem þeir höfðu áður neitað að afhenda. Jafnframt myndi einkaréttarsamningur eða viljayfirlýsing með einkaréttarákvæði leiða til þess að kaupandi tryggði stöðu sína í samningsviðræðunum með þeim hætti að seljanda væri óheimilt að semja við aðra aðila á meðan. Grein þessi byggist á efni úr bókinni Køb og salg af virksomheder (5. útg. Nyt Juridisk Forlag 2014) eftir Johannus Egholm Hansen og Christian Lundgren. Höfundur er lögfræðingur og LL.M. nemi við lagadeild Duke háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Helgadóttir Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Sjá meira
Sú spurning vaknar hvernig kaupandi getur tryggt stöðu sína á meðan viðræður aðila standa yfir um kaup og sölu á fyrirtækjum. Á þetta til að mynda við þar sem seljandi hefur neitað að láta af hendi frekari upplýsingar um rekstur félags eða önnur atriði fyrr en viðræður eru komnar á formlegra stig. Verður hér fjallað um nokkrar leiðir sem koma til greina fyrir kaupanda til að tryggja stöðu sína á meðan viðræðum aðila stendur.Einkaréttarsamningur Til greina kemur að kaupandi óski eftir því að aðilar geri með sér einkaréttarsaming (e. exclusivity agreement). Einkaréttarsamningur væri til þess fallin að tryggja hagsmuni kaupanda þar sem ef slíkur samningur yrði gerður væri kaupandi sá eini sem hefði aðgang að upplýsingum um félagið. Jafnframt væri seljendum óheimilt að semja við aðra aðila á sama tíma. Með þessum hætti tryggir kaupandi sig jafnframt gegn samkeppnisaðilum. Um er að ræða samning sem gerður er á frumsamningsferli og fellur jafnan niður við gerð kaupsamnings eða ef ekkert verður að kaupunum.Samningur um meðferð trúnaðarupplýsinga Þá kæmi jafnframt til skoðunar að kaupandi óski eftir því að aðilar gerðu með sér samning um meðferð trúnaðarupplýsinga í því skyni að fá aðgang að þeim gögnum sem seljandi neitar að láta af hendi. Slíkur samningur tryggir þó ekki stöðu kaupanda á sama hátt og einkaréttarsamningur myndi gera heldur felur í sér trúnað samningsaðila um samningsviðræðurnar. Almennt hefur verið talið að trúnaðaryfirlýsingar gildi í þrjú ár þrátt fyrir að viðræðum um ætluð viðskipti sé slitið, sbr. 2. mgr. 16. gr. c. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Sé brotið gegn trúnaðaryfirlýsingu gæti slíkt leitt til skaðabótaskyldu en algengt er að kveðið sé á um slík vanefndaúrræði í samningum.Viljayfirlýsing Einkaréttarsamningur felur ekki í sér neina tryggingu fyrir seljanda um að kaupin verði að veruleika. Í framkvæmd er beiðni um einkaréttarsamning vegna þessa oft tengd því að aðilar leggi fram viljayfirlýsingu (e. letter of intent).Þá er einnig algengt að aðilar geri með sér viljayfirlýsingu sem inniheldur sambærilegt ákvæði og finna væri í einkaréttarsamningi, svokallað einkaréttarákvæði (e. exclusivity clause). Viljayfirlýsing er talin fela í sér sameiginlega yfirlýsingu aðila um tiltekin áform, sem yfirleitt lúta að því að þeir hyggjast gera með sér samning síðar um tiltekið efni. Á hinn bóginn hefur verið talið að viljayfirlýsingar séu ekki loforð um það, sem áform standa til.Af þessu leiðir að viljayfirlýsingar eru almennt ekki bindandi, en þó er mikilvægt að gæta að efni og orðalagi þeirra svo þær séu óskuldbindandi. Aftur á móti kunna ákvæði á borð við einkaréttarákvæði og ákvæði um meðferð trúnaðarupplýsinga að vera bindandi. Tilgangurinn með viljayfirlýsingu er að gera seljanda kleift að afhenda kaupanda frekari upplýsingar um félagið sem er til sölumeðferðar. Þá væri nauðsynlegt að fá aðgang að frekari upplýsingum um félagið hygðist kaupandi ætla að að framkvæma áreiðanleikakönnuntil að draga úr áhættu sinni af kaupunum. Af framangreindu má telja að viljayfirlýsing gæti leitt til þess að seljendur myndu veita kaupenda aðgang að þeim gögnum t.d. um rekstur félagsins sem þeir höfðu áður neitað að afhenda. Jafnframt myndi einkaréttarsamningur eða viljayfirlýsing með einkaréttarákvæði leiða til þess að kaupandi tryggði stöðu sína í samningsviðræðunum með þeim hætti að seljanda væri óheimilt að semja við aðra aðila á meðan. Grein þessi byggist á efni úr bókinni Køb og salg af virksomheder (5. útg. Nyt Juridisk Forlag 2014) eftir Johannus Egholm Hansen og Christian Lundgren. Höfundur er lögfræðingur og LL.M. nemi við lagadeild Duke háskóla.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun