Kostir kisujóga miklir Björk Eiðsdóttir skrifar 17. október 2019 14:00 Jóhanna Ása, rekstrarstjóri Kattholts, segir fleiri viðburði í farvatninu hjá Kattholti. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Í byrjun mánaðar var haldinn í Kattholti fyrsti kisujógatíminn hér á landi og féll hann svo vel í kramið að leikurinn verður endurtekinn næsta laugardag og er þegar að verða uppselt. Jóhanna Ása Evensen, rekstrarstjóri Kattholts, segir hugmyndina hafa komið frá víðförlum og reynslumiklum starfsmanni Kattholts, Önnu Katrínu. „Hún hefur m.a. unnið í kisuathvarfi í Amsterdam og datt í hug að byrja með kisujóga þegar hún og jógakennarinn sem stendur að tímanum, Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir, voru í rauðvínsjóga á dögunum. Í Amsterdam kynntist hún einmitt kisujóga og kisubíói og er stefnan tekin á fleiri kisuviðburði á næstunni. Við stefnum á að halda kisubíó í nóvember eða desember að ógleymdum jólabasar Kattholts sem verður í húsakynnum Kattholts, Stangarhyl 2, laugardaginn 30. nóvember. Svo verður stefnan tekin á fleiri kisujógatíma eftir áramót.“Kisur labba á milli jógagesta og fá klapp og knús „Kisujógað fer þannig fram að þátttakendur gera jógaæfingar eftir handleiðslu kennarans og á meðan eru kisurnar frjálsar á gólfinu og labba á milli jógagesta og biðja um klapp og knús. Kostirnir eru miklir, þar sem rannsóknir hafa margoft sýnt fram á að umgengni við dýr eykur tilfinningalega og líkamlega vellíðan.“ Hanna og Anna, starfskonur Kattholts, með kisur sem taka þátt í jóganu.Aðspurð segir Hanna þátttakendur hafa verið í skýjunum og viljað vita hvenær næsti jógatími yrði. „Kisurnar voru þreyttar en glaðar eftir að hafa borðað nammi úr höndum jógagesta nær allan tímann.“Allur ágóði fer í starf Kattholts Jógakennarinn Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir er með margþætt jógakennararéttindi og gefur Kattholti vinnu sína svo allur ágóðinn fer til styrktar starfsins þar en hver og einn þátttakandi greiðir 3.500 krónur fyrir tímann. Aðspurð hvað sé að frétta úr holti kattanna svarar Hanna: „Það er allt gott að frétta héðan úr Kattholti. Vel gengur að finna ný heimili fyrir kisur í heimilisleit og þeim kisum sem gista nú á Hótel Kattholti líður með eindæmum vel!Færri komust að en vildu Næsta kisujóga verður kl. 13 og svo kl. 14.30 nk. laugardag, 19. október. Nokkur pláss eru enn laus. Síðast komust færri að en vildu. Hægt er að bóka pláss með því að senda tölvupóst á kattholt@kattholt.is eða hringja í síma 567-2909 milli 9 og 16. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Heilsa Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Sjá meira
Í byrjun mánaðar var haldinn í Kattholti fyrsti kisujógatíminn hér á landi og féll hann svo vel í kramið að leikurinn verður endurtekinn næsta laugardag og er þegar að verða uppselt. Jóhanna Ása Evensen, rekstrarstjóri Kattholts, segir hugmyndina hafa komið frá víðförlum og reynslumiklum starfsmanni Kattholts, Önnu Katrínu. „Hún hefur m.a. unnið í kisuathvarfi í Amsterdam og datt í hug að byrja með kisujóga þegar hún og jógakennarinn sem stendur að tímanum, Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir, voru í rauðvínsjóga á dögunum. Í Amsterdam kynntist hún einmitt kisujóga og kisubíói og er stefnan tekin á fleiri kisuviðburði á næstunni. Við stefnum á að halda kisubíó í nóvember eða desember að ógleymdum jólabasar Kattholts sem verður í húsakynnum Kattholts, Stangarhyl 2, laugardaginn 30. nóvember. Svo verður stefnan tekin á fleiri kisujógatíma eftir áramót.“Kisur labba á milli jógagesta og fá klapp og knús „Kisujógað fer þannig fram að þátttakendur gera jógaæfingar eftir handleiðslu kennarans og á meðan eru kisurnar frjálsar á gólfinu og labba á milli jógagesta og biðja um klapp og knús. Kostirnir eru miklir, þar sem rannsóknir hafa margoft sýnt fram á að umgengni við dýr eykur tilfinningalega og líkamlega vellíðan.“ Hanna og Anna, starfskonur Kattholts, með kisur sem taka þátt í jóganu.Aðspurð segir Hanna þátttakendur hafa verið í skýjunum og viljað vita hvenær næsti jógatími yrði. „Kisurnar voru þreyttar en glaðar eftir að hafa borðað nammi úr höndum jógagesta nær allan tímann.“Allur ágóði fer í starf Kattholts Jógakennarinn Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir er með margþætt jógakennararéttindi og gefur Kattholti vinnu sína svo allur ágóðinn fer til styrktar starfsins þar en hver og einn þátttakandi greiðir 3.500 krónur fyrir tímann. Aðspurð hvað sé að frétta úr holti kattanna svarar Hanna: „Það er allt gott að frétta héðan úr Kattholti. Vel gengur að finna ný heimili fyrir kisur í heimilisleit og þeim kisum sem gista nú á Hótel Kattholti líður með eindæmum vel!Færri komust að en vildu Næsta kisujóga verður kl. 13 og svo kl. 14.30 nk. laugardag, 19. október. Nokkur pláss eru enn laus. Síðast komust færri að en vildu. Hægt er að bóka pláss með því að senda tölvupóst á kattholt@kattholt.is eða hringja í síma 567-2909 milli 9 og 16.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Heilsa Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Sjá meira