Neyðarsöfnun fyrir Sýrland hafin af hálfu Rauða krossins á Íslandi Heimsljós kynnir 17. október 2019 10:15 Á myndinni eru sendifulltrúarnir Jón Eggert Viðarsson og Lilja Óskarsdóttir við tjaldsjúkrahúsið í Al Hol flóttamannabúðunum. Rauði krossinn Talið er að 11,7 milljónir manna þurfi á mannúðaraðstoð að halda í Sýrlandi vegna harðnandi átaka, segir í frétt Rauða krossins á Íslandi, sem hefur hafið neyðarsöfnun fyrir stríðshrjáða í Sýrlandi. Samtökin segja að almennir borgara líði mest fyrir átökin, helmingur íbúa hafi þurft að yfirgefa heimili sín og ýmist flúið innan Sýrlands eða til annarra landa í leit að öryggi. „Í borginni Hasskeh í norðaustur Sýrlandi verður vatni og hjálpargögnum áfram dreift og vettvangssjúkrahús Rauða krossins við Al Hol flóttamannabúðirnar heldur starfsemi sinni áfram, þrátt fyrir harðnandi átök undanfarna sólarhringa. Alls hafa fimm sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi starfað á vettvangssjúkrahúsinu síðastliðna mánuði og sinnt heilbrigðisaðstoð við flóttafólk, komið að rekstri þess, uppsetningu og skipulagi. Í Al Hol búðunum hafast tæplega 70 þúsund manns við, tveir þriðju af þeim eru börn,“ segir í fréttinni. Að sögn Rauða krossins er vatnsskortur mikið áhyggjuefni, sérstaklega í fyrrnefndri Hassakeh borg en þangað streymir flóttafólk frá borgum og bæjum nálægt landamærunum að Tyrklandi. Rauði krossinn kappkostar að tryggja öllum aðgang að hreinu vatni, en megin vatnsveita fyrir svæðið eyðilagðist í átökunum. Talið er að um 300 þúsund manns sem búa í nágrenni Hassakeh og Raqqa hafi lagt á flótta eða flýi á næstu dögum vegna átakanna. „Þessi fjöldi samsvarar því að nærri öll íslenska þjóðin væri á flótta,“ segir í fréttinni.„Sýrlenski Rauði hálfmáninn sinnir umfangsmiklu hjálparstarfi í Sýrlandi og stýrir lykilhlutverki í samhæfingu alþjóðlegs hjálparstarfs í landinu og kemur stórum hluta hjálpargagna frá Sameinuðu þjóðanna í hendur þolenda átaka. Starfsfólk og sjálfboðaliðar sýrlenska Rauða hálfmánans eru 9400 talsins og dreifast milli 59 deilda um allt Sýrland. Við hlið sýrlenska Rauða hálfmánans starfar Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) sem hefur sinnt hjálparstarfi í landinu síðan 1967. Rauði krossinn hefur aðgengi að svæðum sem engir aðrir hafa aðgang að í krafti hlutleysis síns og óhlutdrægni auk þess hlutverks sem Alþjóðaráðinu er falið samkvæmt Genfarsamningunum. Á þeim svæðum er m.a. nauðsynlegum hjálpargögnum komið til fólks og heilbrigðisþjónustu sinnt eftir fremsta megni. Mikil áhersla er lögð á að ræða við stríðandi fylkingar og kynna þeim Genfarsamningana sem eiga að vernda alla þá sem ekki taka þátt í átökunum. Með aukinni fræðslu má koma í veg fyrir að saklausir borgarar verði að flýja heimili sín og jafnvel heimaland,“ segir í frétt Rauða krossins.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent
Talið er að 11,7 milljónir manna þurfi á mannúðaraðstoð að halda í Sýrlandi vegna harðnandi átaka, segir í frétt Rauða krossins á Íslandi, sem hefur hafið neyðarsöfnun fyrir stríðshrjáða í Sýrlandi. Samtökin segja að almennir borgara líði mest fyrir átökin, helmingur íbúa hafi þurft að yfirgefa heimili sín og ýmist flúið innan Sýrlands eða til annarra landa í leit að öryggi. „Í borginni Hasskeh í norðaustur Sýrlandi verður vatni og hjálpargögnum áfram dreift og vettvangssjúkrahús Rauða krossins við Al Hol flóttamannabúðirnar heldur starfsemi sinni áfram, þrátt fyrir harðnandi átök undanfarna sólarhringa. Alls hafa fimm sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi starfað á vettvangssjúkrahúsinu síðastliðna mánuði og sinnt heilbrigðisaðstoð við flóttafólk, komið að rekstri þess, uppsetningu og skipulagi. Í Al Hol búðunum hafast tæplega 70 þúsund manns við, tveir þriðju af þeim eru börn,“ segir í fréttinni. Að sögn Rauða krossins er vatnsskortur mikið áhyggjuefni, sérstaklega í fyrrnefndri Hassakeh borg en þangað streymir flóttafólk frá borgum og bæjum nálægt landamærunum að Tyrklandi. Rauði krossinn kappkostar að tryggja öllum aðgang að hreinu vatni, en megin vatnsveita fyrir svæðið eyðilagðist í átökunum. Talið er að um 300 þúsund manns sem búa í nágrenni Hassakeh og Raqqa hafi lagt á flótta eða flýi á næstu dögum vegna átakanna. „Þessi fjöldi samsvarar því að nærri öll íslenska þjóðin væri á flótta,“ segir í fréttinni.„Sýrlenski Rauði hálfmáninn sinnir umfangsmiklu hjálparstarfi í Sýrlandi og stýrir lykilhlutverki í samhæfingu alþjóðlegs hjálparstarfs í landinu og kemur stórum hluta hjálpargagna frá Sameinuðu þjóðanna í hendur þolenda átaka. Starfsfólk og sjálfboðaliðar sýrlenska Rauða hálfmánans eru 9400 talsins og dreifast milli 59 deilda um allt Sýrland. Við hlið sýrlenska Rauða hálfmánans starfar Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) sem hefur sinnt hjálparstarfi í landinu síðan 1967. Rauði krossinn hefur aðgengi að svæðum sem engir aðrir hafa aðgang að í krafti hlutleysis síns og óhlutdrægni auk þess hlutverks sem Alþjóðaráðinu er falið samkvæmt Genfarsamningunum. Á þeim svæðum er m.a. nauðsynlegum hjálpargögnum komið til fólks og heilbrigðisþjónustu sinnt eftir fremsta megni. Mikil áhersla er lögð á að ræða við stríðandi fylkingar og kynna þeim Genfarsamningana sem eiga að vernda alla þá sem ekki taka þátt í átökunum. Með aukinni fræðslu má koma í veg fyrir að saklausir borgarar verði að flýja heimili sín og jafnvel heimaland,“ segir í frétt Rauða krossins.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent