Viðskipti innlent

Metnaðarfullt markmið um aukinn hagnað Iceland Seafood er gerlegt

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood International.
Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood International. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Hagfræðideild Landsbankans verðmetur gengi Iceland Seafood Inter­national á ellefu krónur á hlut en gengið á markaði var um tíu krónur á hlut í gær. Verðmatið er um tíu prósentum hærra en markaðsgengið var í gær.

Stjórnendur Iceland Seafood stefna á að auka hagnað fyrirtækisins fyrir skatta í 20 milljónir evra á næstu þremur til fimm árum. Til samanburðar var sá hagnaður rúmlega þrjár milljónir evra árið 2016 og tæplega 11 milljónir í fyrra.

Greinendur Hagfræðideildarinnar segja í verðmati sem Fréttablaðið hefur undir höndum að markmiðið sé metnaðarfullt en vel raunhæft. Þeir telja að markaðurinn hafi þegar tekið tillit til fyrirhugaðra hagræðingaraðgerða í gengi hlutabréfa fyrirtækisins. Það þýði að markaðurinn hafi trú á fyrirætlunum stjórnendanna.

Fram kemur í verðmatinu að fiskur sé það prótein sem mest sé neytt í heiminum og að Iceland Seafood standi frammi fyrir því tækifæri að leiða sameiningar í sjávarútvegi. Ekki sé vanþörf á. Aftur á móti, í ljósi þess að viðskiptamódelið gangi út á að afla villts sjávarfangs úr náttúrunni, reksturinn kalli á mikla bindingu veltufjármuna og framlegðin sé lítil skapi þessir þættir eðli málsins samkvæmt áhættu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×