Yfirburðir hjá Khabib á UFC 242 Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. september 2019 22:04 Miklir yfirburðir hjá Khabib í kvöld. Vísir/Getty UFC 242 fór fram í Abu Dhabi fyrr í kvöld. Khabib Nurmagomedov mætti Dustin Poirier í aðalbardaga kvöldsins og hafði Khabib mikla yfirburði í bardaganum. Það var heitt í höllinni í Abu Dhabi í kvöld. Loftræstingin virkaði ekki sem skyldi en var þó betri þegar kom að aðalbardaga kvöldsins og hitinn ekki eins óbærilegur fyrir keppendur og áhorfendur. Khabib Nurmagomedov gerði nákvæmlega það sama og hann hefur gert við alla andstæðinga sína hingað til. Hann tók Dustin Poirier niður í hverri lotu og lét höggin dynja á honum. Poirier varðist vel og komst aftur á fætur oft á tíðum en það dugði skammt. Í 2. lotu tókst Poirier aðeins að vanka Khabib og var það besta augnablik Poirier í bardaganum. Khabib náði áttum, náði bardaganum aftur í gólfið og vann þá lotu. Áður en þriðja lota hófst sagði Poirier við hornið sitt að hann gæti hreinlega ekki losað Khabib af sér. Vandamál sem margir fyrrum andstæðingar Khabib kannast eflaust við. Khabib reyndi aftur fellu í 3. lotu en Poirier reyndi „guillotine“ hengingu. Tilraunin var ekki slæm hjá Poirier en Khabib varðist hengingunni vel. Khabib losaði sig úr hengingunni, komst í yfirburðarstöðu og kláraði Poirier með „rear naked choke“. Khabib er nú 28-0 í MMA og hefur unnið alla 12 bardaga sína í UFC. Þetta var hans önnur titilvörn og spurning hvort einhver geti stöðvað hann. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Paul Felder og Edson Barboza. Bardaginn var jafn og spennandi þar sem báðir áttu sín augnablik. Bardaginn fór allar þrjár loturnar og sigraði Felder eftir klofna dómaraákvörðun. Dómararnir voru ekki sammála hvor öðrum og gaf einn dómari Felder allar loturnar á meðan annar dómari gaf Barboza allar loturnar. Öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Fer mulningsvélin Khabib aftur í gang í Abu Dhabi? UFC 242 fer fram í dag í Abu Dhabi. Léttvigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov snýr þá aftur eftir níu mánaða keppnisbann. 7. september 2019 09:30 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Sjá meira
UFC 242 fór fram í Abu Dhabi fyrr í kvöld. Khabib Nurmagomedov mætti Dustin Poirier í aðalbardaga kvöldsins og hafði Khabib mikla yfirburði í bardaganum. Það var heitt í höllinni í Abu Dhabi í kvöld. Loftræstingin virkaði ekki sem skyldi en var þó betri þegar kom að aðalbardaga kvöldsins og hitinn ekki eins óbærilegur fyrir keppendur og áhorfendur. Khabib Nurmagomedov gerði nákvæmlega það sama og hann hefur gert við alla andstæðinga sína hingað til. Hann tók Dustin Poirier niður í hverri lotu og lét höggin dynja á honum. Poirier varðist vel og komst aftur á fætur oft á tíðum en það dugði skammt. Í 2. lotu tókst Poirier aðeins að vanka Khabib og var það besta augnablik Poirier í bardaganum. Khabib náði áttum, náði bardaganum aftur í gólfið og vann þá lotu. Áður en þriðja lota hófst sagði Poirier við hornið sitt að hann gæti hreinlega ekki losað Khabib af sér. Vandamál sem margir fyrrum andstæðingar Khabib kannast eflaust við. Khabib reyndi aftur fellu í 3. lotu en Poirier reyndi „guillotine“ hengingu. Tilraunin var ekki slæm hjá Poirier en Khabib varðist hengingunni vel. Khabib losaði sig úr hengingunni, komst í yfirburðarstöðu og kláraði Poirier með „rear naked choke“. Khabib er nú 28-0 í MMA og hefur unnið alla 12 bardaga sína í UFC. Þetta var hans önnur titilvörn og spurning hvort einhver geti stöðvað hann. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Paul Felder og Edson Barboza. Bardaginn var jafn og spennandi þar sem báðir áttu sín augnablik. Bardaginn fór allar þrjár loturnar og sigraði Felder eftir klofna dómaraákvörðun. Dómararnir voru ekki sammála hvor öðrum og gaf einn dómari Felder allar loturnar á meðan annar dómari gaf Barboza allar loturnar. Öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Fer mulningsvélin Khabib aftur í gang í Abu Dhabi? UFC 242 fer fram í dag í Abu Dhabi. Léttvigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov snýr þá aftur eftir níu mánaða keppnisbann. 7. september 2019 09:30 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Sjá meira
Fer mulningsvélin Khabib aftur í gang í Abu Dhabi? UFC 242 fer fram í dag í Abu Dhabi. Léttvigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov snýr þá aftur eftir níu mánaða keppnisbann. 7. september 2019 09:30