Hefur heimsótt 70 sveitarfélög gangandi með hjólbörur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. september 2019 19:30 Hugi Garðarsson, tuttugu og eins árs Reykvíkingur hefur ekki setið auðum höndum síðustu mánuði því hann hefur gengið um landið með hjólbörur og heimsótt sjötíu sveitarfélög. Hugi hefur alltaf verið duglegur að ganga og hann ákvað fyrir löngu að hann vildi ganga til styrktar Krabbameinsfélaginu til minningar um ömmu sína, Guðrúnu Hall, sem lést úr krabbameini fyrir 5 árum. Hugi elskar að vera úti í náttúrunni og það hefur hann svo sannarlega verið í sumar því hann er búin að vera á gangi með hjólbörurnar sínar í þrjá mánuði. „Mér finnst mjög gaman að labba í Reykjavík, í vinnuna, í skóla eða hvað sem er. Mig langað að ýta þessu lengra, fara í næsta bæ, kringum Þingvallavatn og síðan ákvað ég bara að labba einn stóran hring í kringum þjóðveg númer eitt og svo núna þetta sumar ákvað ég að styrkja Krabbameinsfélagið með því að labba á sjötíu bæi, á hvern landshluta . Á Snæfellsnes, alla Vestfirði, Norðausturland, Norðurland, Austfirði, Suðurland og Reykjanes“, segir Hugi. Það er einnig hægt að styrkja Krabbameinsfélagið með því að leggja inn á þennan reikning.Magnús HlynurÞegar Hugi er spurður hvaða sveitarfélög hafi verið skemmtilegast að heimsækja stendur ekki á svarinu. „Ég myndi segja Austfirðirnir, bæirnir þar, Reyðarfjörður og Neskaupstaður. Annars voru Vestfirðirnir líka mjög skemmtilegir, ég hafði aldrei komið þangað, eins og Tálknafjörður, Bíldudalur, Patreksfjörður, þetta er allt svona mjög litlir, sætir og skemmtilegir bæir“. En af hverju er hann með hjólbörur með sér? „Nú til þess að hafa miklu meiri farangur en maður ætti að hafa. Annars er ég með gítar, kodda, helling af mat og kistu fulla af fötum, tölvu og öðru, sem ég þarf á að halda í hjólbörunum“.Hugi sem er landvörður í Skaftafelli stundar klassískan gítarleik og hefur notað tækifærið í göngu sumarsins að fara inn í kirkjur og spila á gítarinn. Hugi hefur nú þegar safnað um hálfri milljón fyrir Krabbameinsfélagið en hann vonast til að hann verði búin að ná mun hærri upphæð þegar göngunni lýkur við Þingvallavatn um miðjan mánuðinn. Hægt er að hringja í símanúmerið 908 – 1001 og styrkja gönguna hans Huga og þar með Krabbameinsfélagið með þúsund króna framlagi. Hugi er líka með Facebook síðuna „70 bæja hjólböruganga“ fyrir þá sem vilja fylgjast með honum. Hér má sjá Íslandskort og þær leiðir sem Hugi hefur gengið í sumar.Hugi Garðarsson Árborg Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Hugi Garðarsson, tuttugu og eins árs Reykvíkingur hefur ekki setið auðum höndum síðustu mánuði því hann hefur gengið um landið með hjólbörur og heimsótt sjötíu sveitarfélög. Hugi hefur alltaf verið duglegur að ganga og hann ákvað fyrir löngu að hann vildi ganga til styrktar Krabbameinsfélaginu til minningar um ömmu sína, Guðrúnu Hall, sem lést úr krabbameini fyrir 5 árum. Hugi elskar að vera úti í náttúrunni og það hefur hann svo sannarlega verið í sumar því hann er búin að vera á gangi með hjólbörurnar sínar í þrjá mánuði. „Mér finnst mjög gaman að labba í Reykjavík, í vinnuna, í skóla eða hvað sem er. Mig langað að ýta þessu lengra, fara í næsta bæ, kringum Þingvallavatn og síðan ákvað ég bara að labba einn stóran hring í kringum þjóðveg númer eitt og svo núna þetta sumar ákvað ég að styrkja Krabbameinsfélagið með því að labba á sjötíu bæi, á hvern landshluta . Á Snæfellsnes, alla Vestfirði, Norðausturland, Norðurland, Austfirði, Suðurland og Reykjanes“, segir Hugi. Það er einnig hægt að styrkja Krabbameinsfélagið með því að leggja inn á þennan reikning.Magnús HlynurÞegar Hugi er spurður hvaða sveitarfélög hafi verið skemmtilegast að heimsækja stendur ekki á svarinu. „Ég myndi segja Austfirðirnir, bæirnir þar, Reyðarfjörður og Neskaupstaður. Annars voru Vestfirðirnir líka mjög skemmtilegir, ég hafði aldrei komið þangað, eins og Tálknafjörður, Bíldudalur, Patreksfjörður, þetta er allt svona mjög litlir, sætir og skemmtilegir bæir“. En af hverju er hann með hjólbörur með sér? „Nú til þess að hafa miklu meiri farangur en maður ætti að hafa. Annars er ég með gítar, kodda, helling af mat og kistu fulla af fötum, tölvu og öðru, sem ég þarf á að halda í hjólbörunum“.Hugi sem er landvörður í Skaftafelli stundar klassískan gítarleik og hefur notað tækifærið í göngu sumarsins að fara inn í kirkjur og spila á gítarinn. Hugi hefur nú þegar safnað um hálfri milljón fyrir Krabbameinsfélagið en hann vonast til að hann verði búin að ná mun hærri upphæð þegar göngunni lýkur við Þingvallavatn um miðjan mánuðinn. Hægt er að hringja í símanúmerið 908 – 1001 og styrkja gönguna hans Huga og þar með Krabbameinsfélagið með þúsund króna framlagi. Hugi er líka með Facebook síðuna „70 bæja hjólböruganga“ fyrir þá sem vilja fylgjast með honum. Hér má sjá Íslandskort og þær leiðir sem Hugi hefur gengið í sumar.Hugi Garðarsson
Árborg Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira