Tala látinna komin upp í 43 eftir Dorian og sjötíu þúsund hafa misst heimili sín Eiður Þór Árnason skrifar 7. september 2019 15:59 Gríðarleg eyðilegging er á svæðinu. Getty/Jose Jimenez Minnst 43 eru taldir látnir á Bahamaeyjum vegna fellibyljarins Dorian og er óttast að sú tala eigi eftir að hækka til muna, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum. Hundruðum íbúa er sárt saknað og telja viðbragðsaðilar að stór hluti þeirra sé fastur undir húsarústum á Abaco eyjum og eyjunni Grand Bahama, sem eru staðsettar norðarlega á Bahamaeyjum. Sameinuðu þjóðirnar gáfu út í morgun að minnst sjötíu þúsund manns séu talin hafa misst heimili sitt á svæðinu í kjölfar fellibyljarins, sem er sá allra öflugasti sem skekið hefur eyjaklasann. Fólks er nú leitað í rústum með hjálp leitarhunda og hafa embættismenn lýst ástandinu á svæðinu sem „mannúðarkrísu.“ Alþjóðastofnanir eru í kappi við tímann og reyna nú að koma íbúum í skjól ásamt því að færa þeim mat og nauðsynjar. Unnið er að því að koma fólki í öruggt skjól með ýmsum leiðum en illa farnir innviðir hafa hamlað leitun og björgun. „Svæðið er rústir einar. Hvert einasta hús, mannvirki og líf á svæðinu hefur í meginatriðum verið rústað,“ sagði Patrick Oppmann, fréttamaður CNN sjónvarpsstöðvarinnar, sem lýsti ástandinu á áhrifamikinn hátt. Fjölmargir hafa einnig lýst því að hafa fundið „lykt af dauðanum“ á svæðinu. Duane Sands, heilbrigðisráðherra Bahamaeyja, hefur miklar áhyggjur af ástandinu og segir að almenningur ætti að búa sig undir „ólýsanlegar fregnir af dauðsfalli og mannlegum þjáningum“ af völdum fellibyljarins. Bahamaeyjar Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Myndbönd af skemmdunum: Minnst tuttugu látin og óttast að þau séu fleiri Umfangsmikið björgunarstarf á sér nú stað á Great Abaco og Grand Bahama-eyjunum eftir að fellibylurinn Dorian olli þar miklum skaða. 5. september 2019 09:41 Óttast að endanleg tala látinna verði sláandi Þrjátíu eru látin og jafnvel þúsunda enn saknað á Bahamaeyjum eftir að fellibylurinn Dorian reið yfir. Hefur valdið flóðum í Bandaríkjunum í dag. 6. september 2019 19:00 Leifar Dorian til Íslands á þriðjudaginn Þegar fellibyljir úr Karíbahafi berast norður Atlantshafið dregur verulega úr styrk þeirra. 7. september 2019 07:08 Dorian mættur að ströndum Bandaríkjanna Búist er við hættulegum flóðum en fellibylurinn safnaði krafti á ferðinni til Bandaríkjanna og er nú aftur orðinn þriggja stigs fellibylur. 5. september 2019 07:52 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Minnst 43 eru taldir látnir á Bahamaeyjum vegna fellibyljarins Dorian og er óttast að sú tala eigi eftir að hækka til muna, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum. Hundruðum íbúa er sárt saknað og telja viðbragðsaðilar að stór hluti þeirra sé fastur undir húsarústum á Abaco eyjum og eyjunni Grand Bahama, sem eru staðsettar norðarlega á Bahamaeyjum. Sameinuðu þjóðirnar gáfu út í morgun að minnst sjötíu þúsund manns séu talin hafa misst heimili sitt á svæðinu í kjölfar fellibyljarins, sem er sá allra öflugasti sem skekið hefur eyjaklasann. Fólks er nú leitað í rústum með hjálp leitarhunda og hafa embættismenn lýst ástandinu á svæðinu sem „mannúðarkrísu.“ Alþjóðastofnanir eru í kappi við tímann og reyna nú að koma íbúum í skjól ásamt því að færa þeim mat og nauðsynjar. Unnið er að því að koma fólki í öruggt skjól með ýmsum leiðum en illa farnir innviðir hafa hamlað leitun og björgun. „Svæðið er rústir einar. Hvert einasta hús, mannvirki og líf á svæðinu hefur í meginatriðum verið rústað,“ sagði Patrick Oppmann, fréttamaður CNN sjónvarpsstöðvarinnar, sem lýsti ástandinu á áhrifamikinn hátt. Fjölmargir hafa einnig lýst því að hafa fundið „lykt af dauðanum“ á svæðinu. Duane Sands, heilbrigðisráðherra Bahamaeyja, hefur miklar áhyggjur af ástandinu og segir að almenningur ætti að búa sig undir „ólýsanlegar fregnir af dauðsfalli og mannlegum þjáningum“ af völdum fellibyljarins.
Bahamaeyjar Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Myndbönd af skemmdunum: Minnst tuttugu látin og óttast að þau séu fleiri Umfangsmikið björgunarstarf á sér nú stað á Great Abaco og Grand Bahama-eyjunum eftir að fellibylurinn Dorian olli þar miklum skaða. 5. september 2019 09:41 Óttast að endanleg tala látinna verði sláandi Þrjátíu eru látin og jafnvel þúsunda enn saknað á Bahamaeyjum eftir að fellibylurinn Dorian reið yfir. Hefur valdið flóðum í Bandaríkjunum í dag. 6. september 2019 19:00 Leifar Dorian til Íslands á þriðjudaginn Þegar fellibyljir úr Karíbahafi berast norður Atlantshafið dregur verulega úr styrk þeirra. 7. september 2019 07:08 Dorian mættur að ströndum Bandaríkjanna Búist er við hættulegum flóðum en fellibylurinn safnaði krafti á ferðinni til Bandaríkjanna og er nú aftur orðinn þriggja stigs fellibylur. 5. september 2019 07:52 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Myndbönd af skemmdunum: Minnst tuttugu látin og óttast að þau séu fleiri Umfangsmikið björgunarstarf á sér nú stað á Great Abaco og Grand Bahama-eyjunum eftir að fellibylurinn Dorian olli þar miklum skaða. 5. september 2019 09:41
Óttast að endanleg tala látinna verði sláandi Þrjátíu eru látin og jafnvel þúsunda enn saknað á Bahamaeyjum eftir að fellibylurinn Dorian reið yfir. Hefur valdið flóðum í Bandaríkjunum í dag. 6. september 2019 19:00
Leifar Dorian til Íslands á þriðjudaginn Þegar fellibyljir úr Karíbahafi berast norður Atlantshafið dregur verulega úr styrk þeirra. 7. september 2019 07:08
Dorian mættur að ströndum Bandaríkjanna Búist er við hættulegum flóðum en fellibylurinn safnaði krafti á ferðinni til Bandaríkjanna og er nú aftur orðinn þriggja stigs fellibylur. 5. september 2019 07:52
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent