Góðir landsmenn, nýjasta sjónvarpssería Steinda Jr., verður sýnd á Stöð 2 í vetur. Þar mun Steindi fara út fyrir þægindarammann og ræða við venjulega Íslendinga um daglegt líf. Leitin að upprunanum með Sigrúnu Ósk snýr aftur í vetur og Fannar Sveinsson mun stýra þættinum Framkoma á stöðinni.
Fjöldi góðra gesta sótti kynninguna líkt og sjá má á myndunum hér að neðan.






