Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Áhrifa fellibyljarins Helene, sem reið yfir Norður-Ameríku í september, gætir enn meðal bænda en uppskerubrestur varð vegna veðurofsans. Bændur óttast að þeir nái ekki að framleiða eins og þeir þurfa á næsta ári. 29.12.2024 21:32
Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Í kvöldfréttum ræðum við, við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur nýjan utanríkisráðherra um ákvörðun NATO að auka viðveru á Eystrasaltinu vegna bilunar á sæstreng milli Eistlands og Finnlands. Olíuflutningaskipt, sem sagt er vera hluti af rússneskum skuggaflota, er talið hafa unnið skemmdarverk á strengnum. 27.12.2024 18:16
Þýska sambandsþingið leyst upp Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, hefur leyst upp sambandsþingið og boðað til þingkosninga á nýju ári. Þetta gerir hann í kjölfar þess að Olaf Scholz, kanslari, fór fram á þingrof eftir að vantraust á hendur honum var samþykkt í þinginu. 27.12.2024 10:48
Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum eftir mikið fannfergi síðustu daga og er vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaður. Við ræðum við sérfræðing á sviði snjóflóða hjá Veðurstofunni en nokkur slík féllu í nótt. 26.12.2024 18:16
Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Minningarathafnir voru haldnar víða í Suður-Asíu í dag til að minnast þeirra sem fórust þegar skjálftaflóðbylgjur gengu á land þennan dag árið 2004. Þetta eru mannskæðustu náttúruhamfarir þessarar aldar en tæplega 230 þúsund fórust. 26.12.2024 17:30
Sex voru fluttir með þyrlunni Sex voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir að tveir bílar rákust á í nágrenni Fagurhólsmýrar í Öræfum. 26.12.2024 16:30
Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Það var rólegt í kvennaathvarfinu á aðfangadagskvöld en mikil aðsókn hefur verið í viðtalstíma athvarfsins allan mánuðinn. Framkvæmdastýran segir húsnæðið ekki anna eftirspurn og því sé beðið með eftirvæntingu eftir nýju húsi. 26.12.2024 13:32
Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíðina í nótt og var ófært um veginn. Þung færð er enn víða um landið þó jólaveðrið hafi að mestu gengið niður. Öxnadalsheiðin er enn lokuð og óvíst hvort takist að opna fyrir umferð um hana í dag. 26.12.2024 11:46
Alls kyns jól um allan heim Jólin voru haldin hátíðleg um allan heim, líka í Damaskus í Sýrlandi og Betlehem, fæðingarstað Jesú Krists. Frans páfi lagði áherslu á frið í prédikun sinni í dag. 25.12.2024 20:03
Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Björgunarsveitarfólk hefur staðið vaktina við Hellisheiðina frá því í gær, til að tryggja að ökumenn fari ekki inn á hana. Útlit er fyrir að hún verði lokuð til morguns. Rætt verður við björgunarsveitarmann sem hefur staðið vaktina í dag, í kvöldfréttum Stöðvar 2. 25.12.2024 18:10