Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Leikstjóri sýningarinnar Þetta er Laddi, í Borgarleikhúsinu, segir tap í kortunum fyrir Leikfélag Reykjavíkur verði ekki samið í kjaradeilu við leikara. Boðuð verkföll hefjast á fimmtudag og falla á sex sýningar Ladda. 16.3.2025 21:02
Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir starfsfólk ekki veigra sér við því að taka á málum barna af erlendum uppruna. Barnavernd skorti oft úrræði vegna plássleysis og langra biðlista. Hún skilur vel að foreldrar og börn í Breiðholti séu í uppnámi vegna stöðunnar sem þar er komin upp. 16.3.2025 19:02
„Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks (FÍL) segir stjórn Borgarleikhússins hafa brugðist sviðslistafólki. Leikarar og dansarar við leikhúsið hafa verið kjarasamningslausir í fjórtán mánuði og ekkert virðist ganga í viðræðunum. 16.3.2025 13:20
Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Manni, sem hafði mælt sér mót við annan til að kaupa af honum rafhlaupahjól, var ógnað með hníf og hann rændur í gærkvöldi. Lögregla hefur málið til rannsóknar, en fimmtíu þúsund krónur voru teknar í ráninu. 16.3.2025 12:01
Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Karlmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald í morgun og lagt hefur verið hald á bifreið í tengslum við rannsókn á andláti karlmanns, sem fannst látinn í Gufunesi. 16.3.2025 11:58
Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Evrópski brúnbjörninn Boki, sem gekkst undir heilaskurðaðgerð nýlega, er vaknaður úr dvala heill heilsu. Boki hafði glímt við regluleg flog og sjóntruflanir vegna uppsafnaðs vökva, sem setti þrýsting á heilann. 15.3.2025 21:03
Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Landris heldur áfram á svipuðum hraða við Svartsengi. Kvika heldur áfram að safnast í hólfið og hefur aldrei verið meira frá því að goshrina hófst í desember 2024. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði fer yfir stöðuna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 15.3.2025 18:12
Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Umboðsmaður Alþingis telur neyðarvistun barna í fangaklefa í Hafnarfirði brjóta gróflega gegn réttindum barna. Rætt verður um málið við barnamálaráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar. 15.3.2025 11:46
Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Verulega hefur dregið úr jarðskjálftavirkni, sem hófst nærri Reykjanestá síðdegis á miðvikudag. Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að síðastliðinn sólarhring hafi einn og einn smáskjálfti mælst á svæðinu og enginn skjálfti yfir þremur hafi mælst síðastliðinn sólarhring. 15.3.2025 09:37
Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. 14.3.2025 19:49