Ráðherrann er sagður vilja losna við Hatuikulipi ásamt Mike Nghipunya, forstjóra Fishcor, þar sem þeir séu til rannsóknar vegna mögulegrar þátttöku sinnar í meintu mútuhneyksli í tengslum við úthlutun sjávarútveigskvóta þar í landi.
Sjá einnig: Samherjamálið skref fyrir skref
Hatuikulipi er áberandi í Samherjaskjölunum svonefndu og er einn þremenninganna sem hafa verið nefndir „hákarlarnir.“ Fishcor er sjávarútvegsfyrirtæki í eigu namibíska ríkisins sem Íslendingar hjálpuðu til við að stofna árið 2014.
Fishcor sér um að útdeila kvóta í Namibíu og hefur Hatuikulipi verið áberandi í umfjöllun um starfsemi Samherja í landinu. Er hann sagður hafa spilað veigamikinn þátt í því að útvega Samherja kvóta hagstæðu verði og benda gögn sömuleiðis til þess að hann hafi fengið háar greiðslur frá Samherja.
Greint var frá því á vef RÚV í kvöld að Hatuikulipi hafi í dag sagt upp störfum sem stjórnandi hjá fjármálafyrirtækinu Investec Asset Management.
Fram hefur komið að þeir sem þáðu hinar meintu mútugreiðslu séu Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Tamson „Fitty“ Hatuikulipi, sem starfaði sem ráðgjafi fyrir Samherja, James Hatukulipi, stjórnarformaður í ríkisfyrirtækinu Fishcor og Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Sá fimmti sem nefndur er sem hugsanlegur mútuþegi er Mike Nghipunya, framkvæmdastjóri Fishcor.
Shangala og Esau hafa báðir sagt af sér embætti í kjölfar umfjöllunar um mál Samherja í Namibíu.
JUST IN: Public enterprises minister Leon Jooste, in a letter today to new acting minister of fisheries Albert Kawana, has asked for the removal Fishcor chair James Hatuikulipi and CEO Mike Nghipunya. The pair is cited in an international fishing quota bribery probe. pic.twitter.com/8KO9NIxB3C
— Namibian Sun (@namibiansun) November 14, 2019