Útnefndur tengiliður Samherja þögull Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. nóvember 2019 06:30 Namibíumaður úr sjávarútvegi þar í landi ásamt forstjóra Samherja. Í einu bréfa sinna til RÚV í aðdraganda Kveiksþáttar um meintar mútugreiðslur Samherja í Afríkuríkinu Namibíu kveðst forstjóri fyrirtækisins hafa fengið til liðs við sig norskan mann að nafni Håkon Borud hjá ráðgjafarfyrirtækinu First House. Borud, sem sé fyrrverandi fréttastjóri hjá Aftenposten og verði tengiliður og ráðgjafi Samherja í viðræðum við RÚV. Vegna ummæla í bréfum forstjórans, Þorsteins Más Baldvinssonar, um að Samherji hefði upplýsingar sem myndu breyta þeirri frétt sem fréttaskýringarþátturinn Kveikur síðan birti í fyrrakvöld setti Fréttablaðið sig í samband við hinn norska tengilið fyrirtækisins og lagði fyrir hann nokkrar spurningar og óskaði auk þess að fá gögn sem lesa mátti úr bréfum forstjórans til RÚV að fyrirtækið byggi yfir og gætu sýnt frá á að það hefði ekki haft rangt við í Namibíu. „Hefur Samherji að þínu mati, eins og forstjóri þess heldur fram í bréfi til RÚV sem nú hefur verið gert opinbert, skjöl sem sanna að ásakanir fyrrum starfsmanns Samherja, Jóhannesar Stefánssonar, séu rangar og að Samherji sé ekki sekur um af hafa á nokkurn hátt haft rangt við í gegn um starfsemi sína í Namibíu?“ var Borud spurður í tölvuskeyti Fréttablaðsins til hans í gær. Ennfremur var ráðgjafinn inntur eftir því hvort hann teldi orðspor Samherja hafa beðið hnekki vegna fréttaflutningsins og hvort von væri á frekari yfirlýsingum frá Samherja varðandi málið. Engin viðbrögð fengust frá Borud sjálfum heldur barst svar frá starfsmanni Samherja hér á Íslandi. „Við þökkum þér fyrir tölvupóstinn til Håkon Borud hjá First House. Við erum á þessum tímapunkti enn að vísa fjölmiðlum á fréttatilkynningarnar á heimasíðu Samherja,“ sagði í tölvupósti sem barst frá Margréti Ólafsdóttur, aðstoðarmanni forstjóra Samherja. Vísaði Margrét þar í tvær tilkynningar sem Samherji sendi frá sér í fyrradag og í gærkvöldi. „Á meðan er Alþjóðlega lögmannsstofan Wikborg Rein í Noregi að rannsaka starfsemina í Afríku fyrir Samherja og verður send ný yfirlýsing um leið og niðurstaða úr þeirri rannsókn liggur fyrir. Samherji mun að sjálfsögðu, hér eftir sem hingað til, starfa með hlutaðeigandi stjórnvöldum sem kunna að rannsaka umrædd viðskipti í namibískum sjávarútvegi,“ bætti Margrét við. Beðin um að staðfesta að þetta svar þýddi þá að Fréttablaðið fengu hvorki við svör við spurningum sínum né þær upplýsingar sem forstjóri Samherja nefnir í bréfum sínum til RÚV og kveður hafa getað breytt þeirri frétt sem Kveikur síðan birti í fyrrakvöld kvað Margrét svo vera. „Já Samherji er á þessum tímapunkti ekki tilbúinn að svara nánar um málið.“ Birtist í Fréttablaðinu Samherjaskjölin Tengdar fréttir Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Akureyri í dag. Þetta herma heimildir fréttastofu. 13. nóvember 2019 19:00 Tók langan tíma að byggja upp traust Fiskifræðingur sem starfaði fyrir Ísland í Namibíu segir orðspor Íslands stórskaðað. Hann tekur framferði Samherja nærri sér á persónulegan hátt en langan tíma hafi tekið að byggja upp traust til Íslands í Namibíu. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda skipti öllu máli. 14. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sjá meira
Í einu bréfa sinna til RÚV í aðdraganda Kveiksþáttar um meintar mútugreiðslur Samherja í Afríkuríkinu Namibíu kveðst forstjóri fyrirtækisins hafa fengið til liðs við sig norskan mann að nafni Håkon Borud hjá ráðgjafarfyrirtækinu First House. Borud, sem sé fyrrverandi fréttastjóri hjá Aftenposten og verði tengiliður og ráðgjafi Samherja í viðræðum við RÚV. Vegna ummæla í bréfum forstjórans, Þorsteins Más Baldvinssonar, um að Samherji hefði upplýsingar sem myndu breyta þeirri frétt sem fréttaskýringarþátturinn Kveikur síðan birti í fyrrakvöld setti Fréttablaðið sig í samband við hinn norska tengilið fyrirtækisins og lagði fyrir hann nokkrar spurningar og óskaði auk þess að fá gögn sem lesa mátti úr bréfum forstjórans til RÚV að fyrirtækið byggi yfir og gætu sýnt frá á að það hefði ekki haft rangt við í Namibíu. „Hefur Samherji að þínu mati, eins og forstjóri þess heldur fram í bréfi til RÚV sem nú hefur verið gert opinbert, skjöl sem sanna að ásakanir fyrrum starfsmanns Samherja, Jóhannesar Stefánssonar, séu rangar og að Samherji sé ekki sekur um af hafa á nokkurn hátt haft rangt við í gegn um starfsemi sína í Namibíu?“ var Borud spurður í tölvuskeyti Fréttablaðsins til hans í gær. Ennfremur var ráðgjafinn inntur eftir því hvort hann teldi orðspor Samherja hafa beðið hnekki vegna fréttaflutningsins og hvort von væri á frekari yfirlýsingum frá Samherja varðandi málið. Engin viðbrögð fengust frá Borud sjálfum heldur barst svar frá starfsmanni Samherja hér á Íslandi. „Við þökkum þér fyrir tölvupóstinn til Håkon Borud hjá First House. Við erum á þessum tímapunkti enn að vísa fjölmiðlum á fréttatilkynningarnar á heimasíðu Samherja,“ sagði í tölvupósti sem barst frá Margréti Ólafsdóttur, aðstoðarmanni forstjóra Samherja. Vísaði Margrét þar í tvær tilkynningar sem Samherji sendi frá sér í fyrradag og í gærkvöldi. „Á meðan er Alþjóðlega lögmannsstofan Wikborg Rein í Noregi að rannsaka starfsemina í Afríku fyrir Samherja og verður send ný yfirlýsing um leið og niðurstaða úr þeirri rannsókn liggur fyrir. Samherji mun að sjálfsögðu, hér eftir sem hingað til, starfa með hlutaðeigandi stjórnvöldum sem kunna að rannsaka umrædd viðskipti í namibískum sjávarútvegi,“ bætti Margrét við. Beðin um að staðfesta að þetta svar þýddi þá að Fréttablaðið fengu hvorki við svör við spurningum sínum né þær upplýsingar sem forstjóri Samherja nefnir í bréfum sínum til RÚV og kveður hafa getað breytt þeirri frétt sem Kveikur síðan birti í fyrrakvöld kvað Margrét svo vera. „Já Samherji er á þessum tímapunkti ekki tilbúinn að svara nánar um málið.“
Birtist í Fréttablaðinu Samherjaskjölin Tengdar fréttir Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Akureyri í dag. Þetta herma heimildir fréttastofu. 13. nóvember 2019 19:00 Tók langan tíma að byggja upp traust Fiskifræðingur sem starfaði fyrir Ísland í Namibíu segir orðspor Íslands stórskaðað. Hann tekur framferði Samherja nærri sér á persónulegan hátt en langan tíma hafi tekið að byggja upp traust til Íslands í Namibíu. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda skipti öllu máli. 14. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sjá meira
Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20
Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Akureyri í dag. Þetta herma heimildir fréttastofu. 13. nóvember 2019 19:00
Tók langan tíma að byggja upp traust Fiskifræðingur sem starfaði fyrir Ísland í Namibíu segir orðspor Íslands stórskaðað. Hann tekur framferði Samherja nærri sér á persónulegan hátt en langan tíma hafi tekið að byggja upp traust til Íslands í Namibíu. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda skipti öllu máli. 14. nóvember 2019 06:15