Ferrari Roma kynntur til sögunnar Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. nóvember 2019 14:00 Ferrari Roma hefur fallega blöndu af mjúkum og skörpum línum. Vísir/Ferrari Ferrari kynnti í gær til leiks nýjasta bílinn í sinni framleiðslu, Ferrari Roma. Roma er nefndur eftir höfuðborg Ítalíu Róm. Ferrari Roma er tveggja sæta sportbíll. Bíllinn er hannaður með annað augað á útlitslegum línum Ferrari-a úr fortíðinni. Ef vel er að gáð má sjá vísbendingar um bíla eins og Ferrari 250 GT Berlinetta Lusso og 250 GT 2+2.Ferrari 250GT Berlinetta LussoVísir/GettyRoma notar 3,9 lítra V8 vél sem skilar 612 hestöflum og gerir það í gegnum átta gíra tveggja kúplinga sjálfskiptingu. Bíllinn nær 100 km/klst á 3,4 sekúndum og er 9,3 sekúndur í 200 km/klst. Hámarkshraðinn er yfir 320 km/klst.Innra rýmið er fallegt en skiptingin á milli farþega og ökumanns er nokkuð afgerandi.Vísir/FerrariInnra rýmið er athyglisvert, en hálfgert skilrúm er á milli sætanna tveggja. Ökumaðurinn hefur stafrænt mælaborð að horfa á og afþreyingarskjá þar við hliðina á. Farþeginn fær svo sérstakan skjá að horfa á. Bílar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent
Ferrari kynnti í gær til leiks nýjasta bílinn í sinni framleiðslu, Ferrari Roma. Roma er nefndur eftir höfuðborg Ítalíu Róm. Ferrari Roma er tveggja sæta sportbíll. Bíllinn er hannaður með annað augað á útlitslegum línum Ferrari-a úr fortíðinni. Ef vel er að gáð má sjá vísbendingar um bíla eins og Ferrari 250 GT Berlinetta Lusso og 250 GT 2+2.Ferrari 250GT Berlinetta LussoVísir/GettyRoma notar 3,9 lítra V8 vél sem skilar 612 hestöflum og gerir það í gegnum átta gíra tveggja kúplinga sjálfskiptingu. Bíllinn nær 100 km/klst á 3,4 sekúndum og er 9,3 sekúndur í 200 km/klst. Hámarkshraðinn er yfir 320 km/klst.Innra rýmið er fallegt en skiptingin á milli farþega og ökumanns er nokkuð afgerandi.Vísir/FerrariInnra rýmið er athyglisvert, en hálfgert skilrúm er á milli sætanna tveggja. Ökumaðurinn hefur stafrænt mælaborð að horfa á og afþreyingarskjá þar við hliðina á. Farþeginn fær svo sérstakan skjá að horfa á.
Bílar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent