Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og starfsfólk Mannvirkjastofnunar hafa bruna í sumarbústað í Brekkuskógi fyrir viku til rannsóknar. Vísbendingar er um að eldur hafi kviknað út frá rafmagni að því er kemur fram í skeyti frá Lögreglunni á Suðurlandi.
Um var að ræða sumarbústað BHM en eldur kom upp á öðrum tímanum mánudaginn 30. september. Var það mannlaust en alelda þegar komið var á svæðið. Var lögð höfuðáhersla á að tryggja að eldurinn breiddi úr sér í gróður og kjarrlendi nálægt húsinu.
Í tilkynningu frá BHM í liðinni sagði að tjónið væri verulegt og mat þess í vinnslu.
