Hvítir miðaldra karlmenn Sigríður Karlsdóttir skrifar 7. október 2019 11:45 Ég les gjarnan setninguna hvítir miðaldra karlmenn í fjölmiðlum og upp á síðkastið finnst mér hún koma æ oftar fyrir í fjölmiðlum. Fyrir mér, þá held ég að samfélagið skilgreini þetta hugtak, sem hóp manna eða kvenna sem er þröngsýnt og fordómafullt, forðast breytingar og eiga erfitt með að setja sig í spor annarra. Ég var einu sinni hvítur miðaldra karlmaður. Ég var 17 ára. Ég þoldi illa breytingar og fannst mín skoðun vera réttari en skoðanir annarra. Ég beið eftir að hinn aðilinn kláraði svo ég gæti komið mínum skoðunum á framfæri. Ég þoldi ekki fólk sem ég skildi ekki. Ég dæmdi fólk sem var öðruvísi en ég, af því ég var hrædd við það. Ég talaði hátt og mikið og átti erfitt með að setja mig í spor annarra. Ég gat ekki sofnað á kvöldin því ég var að rífast við eitthvað annað fólk í hausnum á mér. Þvílíkt áhugamál. Sem betur fer var kommentakerfi Dv ekki komið og Útvarp Saga ekki heldur. Ég hefði legið þar allan daginn. Eins og ég skil þetta þá virðist sem þessi ákveðni hópur manna og kvenna lendi ítrekað í útistöðum eða árekstrum við hina ýmsu hópa samfélagsins. Ef það eru ekki konur, þá eru það umhverfissinnar, ef það eru ekki þeir þá eru það frjálslyndir eða umburðarlyndir. Þeim finnst líka útlendingar ekkert sérstaklega verðugir og flóttafólk er vesen. Börn og unglingar með skoðanir eru líka vesen. Höfum þetta bara eins og í þetta var áður. Það er miklu þægilegra. Ekki rugga bátnum. Ég ætla ekki að eyða orku minni í að dæma þessa menn og konur. Þau sjá um það sjálf. Það fólk sem dæmir hvað harðast, dæmir sjálfan sig mest. Kannski þarf hvíti miðaldra karlmaðurinn bara risa-knús. Það sem breytti skoðunum mínum þarna um árið var kærleikur og vitneskjan um að heimurinn er bara allt í lagi og það má bara elska og njóta. Kannski þurfum við bara að gefa þessum hvíta miðaldra karlmanni gott faðmlag, ást í kaffibollann sinn, extra breitt bros og jafnvel bara kæfa hann í kærleika. Næst þegar hinn merki hvíti miðaldra karlmaður byrjar að ausa úr skálum reiðinnar, þá skulum við reyna að skilja. Skilja það að honum líður ef til vill ekki vel. Hann er kannski bara hræddur þó hann feli það vel bakvið sperrtan brjóstkassann og háu röddina. Við skulum bara hlusta og gefa honum skilning án þess þó að þurfa vera sammála honum. Elsku hvíti miðaldra karlmaður. Ég skil þig. Sem fyrrverandi hvítur miðaldra karlmaður mætti ég ráðleggja þér eitt. Það er geggjað spennandi að prófa nýjar aðferðir og prófa nýja hluti. Það er alltílagi að skipta um skoðun og það er í lagi að prófa að gera eitthvað nýtt og sjá að það er ekkert hættulegt. Ef maður sér að þetta er hættulegt, þá bara breytir maður aftur. Það má. Ég er þakklát fyrir þig, kæri hvíti miðaldra karlmaður. Án þín væri ég örugglega hlaupandi um með sænskum hippum, berbrjósta, þefandi af rósum eða rækta rófur. Þvílíkt líf sem það væri. En þú mátt vita, ég skil þig elsku hvíti miðaldra karlmaður. Þín Sigga Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ég les gjarnan setninguna hvítir miðaldra karlmenn í fjölmiðlum og upp á síðkastið finnst mér hún koma æ oftar fyrir í fjölmiðlum. Fyrir mér, þá held ég að samfélagið skilgreini þetta hugtak, sem hóp manna eða kvenna sem er þröngsýnt og fordómafullt, forðast breytingar og eiga erfitt með að setja sig í spor annarra. Ég var einu sinni hvítur miðaldra karlmaður. Ég var 17 ára. Ég þoldi illa breytingar og fannst mín skoðun vera réttari en skoðanir annarra. Ég beið eftir að hinn aðilinn kláraði svo ég gæti komið mínum skoðunum á framfæri. Ég þoldi ekki fólk sem ég skildi ekki. Ég dæmdi fólk sem var öðruvísi en ég, af því ég var hrædd við það. Ég talaði hátt og mikið og átti erfitt með að setja mig í spor annarra. Ég gat ekki sofnað á kvöldin því ég var að rífast við eitthvað annað fólk í hausnum á mér. Þvílíkt áhugamál. Sem betur fer var kommentakerfi Dv ekki komið og Útvarp Saga ekki heldur. Ég hefði legið þar allan daginn. Eins og ég skil þetta þá virðist sem þessi ákveðni hópur manna og kvenna lendi ítrekað í útistöðum eða árekstrum við hina ýmsu hópa samfélagsins. Ef það eru ekki konur, þá eru það umhverfissinnar, ef það eru ekki þeir þá eru það frjálslyndir eða umburðarlyndir. Þeim finnst líka útlendingar ekkert sérstaklega verðugir og flóttafólk er vesen. Börn og unglingar með skoðanir eru líka vesen. Höfum þetta bara eins og í þetta var áður. Það er miklu þægilegra. Ekki rugga bátnum. Ég ætla ekki að eyða orku minni í að dæma þessa menn og konur. Þau sjá um það sjálf. Það fólk sem dæmir hvað harðast, dæmir sjálfan sig mest. Kannski þarf hvíti miðaldra karlmaðurinn bara risa-knús. Það sem breytti skoðunum mínum þarna um árið var kærleikur og vitneskjan um að heimurinn er bara allt í lagi og það má bara elska og njóta. Kannski þurfum við bara að gefa þessum hvíta miðaldra karlmanni gott faðmlag, ást í kaffibollann sinn, extra breitt bros og jafnvel bara kæfa hann í kærleika. Næst þegar hinn merki hvíti miðaldra karlmaður byrjar að ausa úr skálum reiðinnar, þá skulum við reyna að skilja. Skilja það að honum líður ef til vill ekki vel. Hann er kannski bara hræddur þó hann feli það vel bakvið sperrtan brjóstkassann og háu röddina. Við skulum bara hlusta og gefa honum skilning án þess þó að þurfa vera sammála honum. Elsku hvíti miðaldra karlmaður. Ég skil þig. Sem fyrrverandi hvítur miðaldra karlmaður mætti ég ráðleggja þér eitt. Það er geggjað spennandi að prófa nýjar aðferðir og prófa nýja hluti. Það er alltílagi að skipta um skoðun og það er í lagi að prófa að gera eitthvað nýtt og sjá að það er ekkert hættulegt. Ef maður sér að þetta er hættulegt, þá bara breytir maður aftur. Það má. Ég er þakklát fyrir þig, kæri hvíti miðaldra karlmaður. Án þín væri ég örugglega hlaupandi um með sænskum hippum, berbrjósta, þefandi af rósum eða rækta rófur. Þvílíkt líf sem það væri. En þú mátt vita, ég skil þig elsku hvíti miðaldra karlmaður. Þín Sigga Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun