Yfir hundrað manns létu lífið í blóðugum mótmælum í Írak Birna Dröfn Jónsdóttir skrifar 7. október 2019 07:15 Í það minnsta hundrað og fjórir hafa látið lífið í blóðugum mótmælum Írak á innan við viku. Nordicphotos/Getty Eitt hundrað og fjórir hafa látið lífið í mótmælum í Írak undanfarna daga samkvæmt talsmanni innanríkisráðuneytis landsins, Saad Maan. Mótmælin beinast gegn stjórnvöldum í Bagdad, höfuðborg landsins, og fleiri borgum í suðurhluta Íraks. Maan lét hafa eftir sér í gær að 6.107 manns hefðu særst í mótmælunum og þar af eru um 1.200 lögreglumenn. Mótmælin hófust á þriðjudag og stóðu enn í gær en ekki er vitað hvort fleiri létu lífið í átökunum í gær. Undanfarna daga hefur mikill fjöldi lögreglumanna unnið að því að koma mótmælendum frá Tahrir-torgi en þar hófust mótmælin á þriðjudag. Síðan á þriðjudag hafa mótmælin færst í aukana, breiðst út til nærliggjandi borga og orðið blóðugri með hverjum deginum. Tveimur árum eftir ósigur Íslamska ríkisins í landinu er öryggisgæsla betri en verið hefur um árabil, en á sama tíma ríkir hömlulaus spilling í landinu, innviðir hafa ekki verið endurbyggðir og mikið er um atvinnuleysi. Upphaf mótmælanna má rekja til þess að sjálfsprottnar fylkingar ungra Íraka kröfðust atvinnu og upprætingar spillingar í landinu. Adel Abdul Mahdi, forsætisráðherra Íraks, boðaði til neyðarfundar á laugardagskvöld þar sem hann setti fram nýja sautján þrepa áætlun. Áætlunin felur meðal annars í sér auknar niðurgreiðslur húsnæðiskostnaðar fyrir fátæka, auknar atvinnuleysistryggingar og námskeið til uppbyggingar fyrir atvinnulaus ungmenni. Fjölskyldum þeirra sem látist hafa í átökunum hefur einnig verið lofað aðstoð í formi umönnunar og peningaupphæða. „Ég sver það við Guð að það sem mestu máli skiptir í þessu öllu er að lágmarka mannfall,“ sagði forsætisráðherrann á fundinum. Mótmælendur voru enn þá á götum úti í gær en þó hafði dregið úr átökum síðan á laugardag. Að sögn ráðamanna landsins mátti þó gera ráð fyrir frekari átökum þegar líða tæki á kvöldið og nóttina. Hundruð lögreglumanna eru í viðbragðsstöðu komi til frekari átaka. Birtist í Fréttablaðinu Írak Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Eitt hundrað og fjórir hafa látið lífið í mótmælum í Írak undanfarna daga samkvæmt talsmanni innanríkisráðuneytis landsins, Saad Maan. Mótmælin beinast gegn stjórnvöldum í Bagdad, höfuðborg landsins, og fleiri borgum í suðurhluta Íraks. Maan lét hafa eftir sér í gær að 6.107 manns hefðu særst í mótmælunum og þar af eru um 1.200 lögreglumenn. Mótmælin hófust á þriðjudag og stóðu enn í gær en ekki er vitað hvort fleiri létu lífið í átökunum í gær. Undanfarna daga hefur mikill fjöldi lögreglumanna unnið að því að koma mótmælendum frá Tahrir-torgi en þar hófust mótmælin á þriðjudag. Síðan á þriðjudag hafa mótmælin færst í aukana, breiðst út til nærliggjandi borga og orðið blóðugri með hverjum deginum. Tveimur árum eftir ósigur Íslamska ríkisins í landinu er öryggisgæsla betri en verið hefur um árabil, en á sama tíma ríkir hömlulaus spilling í landinu, innviðir hafa ekki verið endurbyggðir og mikið er um atvinnuleysi. Upphaf mótmælanna má rekja til þess að sjálfsprottnar fylkingar ungra Íraka kröfðust atvinnu og upprætingar spillingar í landinu. Adel Abdul Mahdi, forsætisráðherra Íraks, boðaði til neyðarfundar á laugardagskvöld þar sem hann setti fram nýja sautján þrepa áætlun. Áætlunin felur meðal annars í sér auknar niðurgreiðslur húsnæðiskostnaðar fyrir fátæka, auknar atvinnuleysistryggingar og námskeið til uppbyggingar fyrir atvinnulaus ungmenni. Fjölskyldum þeirra sem látist hafa í átökunum hefur einnig verið lofað aðstoð í formi umönnunar og peningaupphæða. „Ég sver það við Guð að það sem mestu máli skiptir í þessu öllu er að lágmarka mannfall,“ sagði forsætisráðherrann á fundinum. Mótmælendur voru enn þá á götum úti í gær en þó hafði dregið úr átökum síðan á laugardag. Að sögn ráðamanna landsins mátti þó gera ráð fyrir frekari átökum þegar líða tæki á kvöldið og nóttina. Hundruð lögreglumanna eru í viðbragðsstöðu komi til frekari átaka.
Birtist í Fréttablaðinu Írak Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira