Heimurinn er að minnka! Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 7. október 2019 09:30 Eitt af því sem ég dýrka við Internetið er hvað það hefur minnkað þessa litlu/stóru veröld okkar. Fyrir ekkert svo mörgum árum síðan, reyndar alveg ótrúlega stutt síðan, að ef maður vildi fá fréttir þá voru bréfaskriftir eina leiðin. Núna tökum við upp gemsann okkar og face time-um einhvern sem er þess vegna hinum megin á hnettinum. Þegar börnin mín verða fullorðin, í hvernig heimi munu þau lifa í? Amma mín ólst upp í torfbæ, í hvernig heimi munu barnabörnin mín lifa í? Eitt af því sem mér hefur fundist dásamlegt við þessa þróun er tækifærið til að kynnast öðrum menningarheimum. Síðastliðin þrjú ár þá höfum við verið með erlenda barnapíur, hálfgert au pair. Ekki það að við höfðum eitthvað á móti þessum íslensku, alls ekki, en ég vildi gefa krökkunum mínum tækifæri til að sjá heiminn okkar (Ísland) með augum einhvers sem var ekki vanur því að forsetinn geti gengið um óáreittur og án þess að vera með lífverði á hægri og vinstri hönd. Sem eitt lítið dæmi þá var barnapían okkar sl. sumar frá Chile. Fyrsta daginn sem hann var að passa þá fer sonur minn (8 ára) út að leika með vinum sínum og á meðan hringir barnapían í mömmu sína úti í Chile. Hún fékk algjört áfall þegar sonur hennar sagði að barnið sem hann ætti að vera að passa væri bara eitt úti, það gæti eitthvað komið fyrir. Hann (barnapían) þurfti virkilega að sannfæra mömmu sína um að þetta væri allt í lagi, hann væri öruggur, börn hérna á Íslandi væru örugg. Þetta virkilega opnað augun mín, það er svo margt sem við tökum fyrir sem sjálfsagt, en er í raun forréttindi. Ég vona að þessi „minni heimur“ sem við lifum í núna verði til þess að auka víðsýni, að fólk gerir sér grein fyrir því að við erum öll eins. Núna í sumar yfir smá tímabil þá vorum við 6 í heimili, ekkert merkilegt við það, en það sem er merkilegt er að við vorum frá 5 mismunandi löndum. Ég og maðurinn minn fædd á Íslandi, börnin mín tvö bæði ættleidd frá sitt hvoru landinu, barnapían mín frá Chile og svo skiptineminn okkar, bónusdóttir mín, frá Tælandi. Þannig að, verið óhrædd við að kynnast nýju fólki, nýjum hlutum. Heimurinn er svo dásamlegur og ótrúlega spennandi og hreinlega bíður eftir þér að vera uppgötvaður. Og mundu, ef þú fléttir aldrei blaðsíðunni, þá kemstu ekkert áfram með bókina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristbjörg Ólafsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem ég dýrka við Internetið er hvað það hefur minnkað þessa litlu/stóru veröld okkar. Fyrir ekkert svo mörgum árum síðan, reyndar alveg ótrúlega stutt síðan, að ef maður vildi fá fréttir þá voru bréfaskriftir eina leiðin. Núna tökum við upp gemsann okkar og face time-um einhvern sem er þess vegna hinum megin á hnettinum. Þegar börnin mín verða fullorðin, í hvernig heimi munu þau lifa í? Amma mín ólst upp í torfbæ, í hvernig heimi munu barnabörnin mín lifa í? Eitt af því sem mér hefur fundist dásamlegt við þessa þróun er tækifærið til að kynnast öðrum menningarheimum. Síðastliðin þrjú ár þá höfum við verið með erlenda barnapíur, hálfgert au pair. Ekki það að við höfðum eitthvað á móti þessum íslensku, alls ekki, en ég vildi gefa krökkunum mínum tækifæri til að sjá heiminn okkar (Ísland) með augum einhvers sem var ekki vanur því að forsetinn geti gengið um óáreittur og án þess að vera með lífverði á hægri og vinstri hönd. Sem eitt lítið dæmi þá var barnapían okkar sl. sumar frá Chile. Fyrsta daginn sem hann var að passa þá fer sonur minn (8 ára) út að leika með vinum sínum og á meðan hringir barnapían í mömmu sína úti í Chile. Hún fékk algjört áfall þegar sonur hennar sagði að barnið sem hann ætti að vera að passa væri bara eitt úti, það gæti eitthvað komið fyrir. Hann (barnapían) þurfti virkilega að sannfæra mömmu sína um að þetta væri allt í lagi, hann væri öruggur, börn hérna á Íslandi væru örugg. Þetta virkilega opnað augun mín, það er svo margt sem við tökum fyrir sem sjálfsagt, en er í raun forréttindi. Ég vona að þessi „minni heimur“ sem við lifum í núna verði til þess að auka víðsýni, að fólk gerir sér grein fyrir því að við erum öll eins. Núna í sumar yfir smá tímabil þá vorum við 6 í heimili, ekkert merkilegt við það, en það sem er merkilegt er að við vorum frá 5 mismunandi löndum. Ég og maðurinn minn fædd á Íslandi, börnin mín tvö bæði ættleidd frá sitt hvoru landinu, barnapían mín frá Chile og svo skiptineminn okkar, bónusdóttir mín, frá Tælandi. Þannig að, verið óhrædd við að kynnast nýju fólki, nýjum hlutum. Heimurinn er svo dásamlegur og ótrúlega spennandi og hreinlega bíður eftir þér að vera uppgötvaður. Og mundu, ef þú fléttir aldrei blaðsíðunni, þá kemstu ekkert áfram með bókina.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun