Anton Sveinn McKee er kominn í úrslit í 50 metra bringusundi á EM í Glasgow.
Anton synti á 26,28 sekúndum í undanúrslitunum og bætti Íslandsmet sitt frá því í undanrásunum í morgun.
Þá synti Anton á 26,43 sekúndum. Gamla Íslandsmetið, sem hann setti fyrir ári, var 26,74 sekúndur.
Anton var með áttunda besta tímann í undanúrslitunum. Arno Kamminga frá Hollandi og Vladimir Morozov frá Rússlandi voru með besta tímann, 25,85 sekúndur.
Úrslitasundið hefst klukkan 18:20 í kvöld.
