Gylfi hefur skorað fjögur mörk á Anfield: Bætir hann við marki í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2019 11:30 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki á Anfield. Getty/ Alex Dodd Gylfi Þór Sigurðsson heldur vonandi byrjunarliðssæti sínu í kvöld þegar Everton liðin heimsækir nágranna sína og topplið ensku úrvalsdeildarinnar í Liverpool. Íslenski landsliðsmaðurinn þekkir þá tilfinningu vel að skora á móti Liverpool á Anfield. Gylfi hefur skorað fjögur mörk á Anfield á ferlinum, eitt fyrir Reading, tvö fyrir Swansea og eitt fyrir Everton. Gylfi hefur alls leikið fimmtán keppnisleiki á móti Liverpool sem er það lið sem hann hefur mætt oftast í mótsleik á Englandi. Gylfi hefur aftur á móti skorað einu marki meira á móti Chelsea, Southampton og Manchester United.Gylfi Sigurdsson has scored four goals against Liverpool - all have come at Anfield. pic.twitter.com/g9QuhVcOCR — Tifo Football (@TifoFootball_) January 6, 2018 Það sem vekur þó athygli með markaskor hans á móti Liverpool að öll fjögur mörk Gylfa á móti þeim rauðklæddu hafa komið á Anfield. Gylfi kann reyndar vel við sig á stærstu völlum Englands því hann hefur líka skorað fjögur mörk á Old Trafford. Fyrsta mark Gylfa á Anfield kom í bikarleik með Reading 13. janúar 2010. Gylfi jafnaði þá metin í 1-1 úr vítaspyrnu í uppbótatíma og tryggði Reading framlengingu þar sem Reading skoraði síðan sigurmarkið. Annað mark Gylfa á Anfield kom í deildarleik með Swansea City 29. desember 2014. Gylfi minnkaði þá muninn í 2-1 á 52. mínútu en Liverpool vann leikinn 4-1 þökk sé mörkum frá Adam Lallana (2), Alberto Moreno og Jonjo Shelvey. Þriðja mark Gylfa á Anfield kom í 3-2 deildarsigri Swansea 21. janúar 2017. Gylfi skoraði þá sigurmark Swansea á 74. mínútu eftir að Liverpool liðið hafði unnið upp tveggja marka forskot velska liðsins. Roberto Firmino skoraði bæði mörk Liverpool liðsins. Fjórða og síðasta mark Gylfa á Anfield kom síðan í bikarleik 5. janúar 2018. Liverpool vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki frá Virgil van Dijk í hans fyrsta leik í búningi Liverpool. Gylfi hafði jafnaði metin í 1-1 á 67. mínútu en James Milner kom Liverpool í 1-0 á 35. mínútu.Everton fans celebrating Gylfi Sigurdsson's goal at Anfield a few months ago. Some geniune movement and a little pyro, them fans put a shift in. #Everton#EFC#LFC#Liverpoolpic.twitter.com/m95rtm7njU — Genuine Movement (@GenuineLimbs) May 17, 2018Flestir keppnisleikir Gylfa á móti einu liði á Englandi: Liverpool 15 Chelsea 14 Leicester City 14 West Bromwich Albion 11 West Ham 11 Tottenham 11 Newcastle 11 Watford 11Flestir keppnismörk Gylfa á móti einu liði á Englandi: Chelsea 5 Southampton 5 Manchester United 5 Liverpool 4 West Bromwich Albion 4 Crystal Palace 4 Everton 4 Fulham 4Getty/ Andrew Powell Enski boltinn Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson heldur vonandi byrjunarliðssæti sínu í kvöld þegar Everton liðin heimsækir nágranna sína og topplið ensku úrvalsdeildarinnar í Liverpool. Íslenski landsliðsmaðurinn þekkir þá tilfinningu vel að skora á móti Liverpool á Anfield. Gylfi hefur skorað fjögur mörk á Anfield á ferlinum, eitt fyrir Reading, tvö fyrir Swansea og eitt fyrir Everton. Gylfi hefur alls leikið fimmtán keppnisleiki á móti Liverpool sem er það lið sem hann hefur mætt oftast í mótsleik á Englandi. Gylfi hefur aftur á móti skorað einu marki meira á móti Chelsea, Southampton og Manchester United.Gylfi Sigurdsson has scored four goals against Liverpool - all have come at Anfield. pic.twitter.com/g9QuhVcOCR — Tifo Football (@TifoFootball_) January 6, 2018 Það sem vekur þó athygli með markaskor hans á móti Liverpool að öll fjögur mörk Gylfa á móti þeim rauðklæddu hafa komið á Anfield. Gylfi kann reyndar vel við sig á stærstu völlum Englands því hann hefur líka skorað fjögur mörk á Old Trafford. Fyrsta mark Gylfa á Anfield kom í bikarleik með Reading 13. janúar 2010. Gylfi jafnaði þá metin í 1-1 úr vítaspyrnu í uppbótatíma og tryggði Reading framlengingu þar sem Reading skoraði síðan sigurmarkið. Annað mark Gylfa á Anfield kom í deildarleik með Swansea City 29. desember 2014. Gylfi minnkaði þá muninn í 2-1 á 52. mínútu en Liverpool vann leikinn 4-1 þökk sé mörkum frá Adam Lallana (2), Alberto Moreno og Jonjo Shelvey. Þriðja mark Gylfa á Anfield kom í 3-2 deildarsigri Swansea 21. janúar 2017. Gylfi skoraði þá sigurmark Swansea á 74. mínútu eftir að Liverpool liðið hafði unnið upp tveggja marka forskot velska liðsins. Roberto Firmino skoraði bæði mörk Liverpool liðsins. Fjórða og síðasta mark Gylfa á Anfield kom síðan í bikarleik 5. janúar 2018. Liverpool vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki frá Virgil van Dijk í hans fyrsta leik í búningi Liverpool. Gylfi hafði jafnaði metin í 1-1 á 67. mínútu en James Milner kom Liverpool í 1-0 á 35. mínútu.Everton fans celebrating Gylfi Sigurdsson's goal at Anfield a few months ago. Some geniune movement and a little pyro, them fans put a shift in. #Everton#EFC#LFC#Liverpoolpic.twitter.com/m95rtm7njU — Genuine Movement (@GenuineLimbs) May 17, 2018Flestir keppnisleikir Gylfa á móti einu liði á Englandi: Liverpool 15 Chelsea 14 Leicester City 14 West Bromwich Albion 11 West Ham 11 Tottenham 11 Newcastle 11 Watford 11Flestir keppnismörk Gylfa á móti einu liði á Englandi: Chelsea 5 Southampton 5 Manchester United 5 Liverpool 4 West Bromwich Albion 4 Crystal Palace 4 Everton 4 Fulham 4Getty/ Andrew Powell
Enski boltinn Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira