„Tilefni þessarar kæru er að Náttúruverndarstofa Austurlands varð ekki við fyrirmælum ráðherra þannig að unnt væri að taka ákvörðun fyrir veiðitímabilið 2019. Þannig aðþjáningin heldur áfram,“ segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður hjá Rétti.
Ragnar segir að kröfur Jarðarvina sé að veiðunum sé jafnvel hætt eða að veiðitímabilinu verði seinkaði þannig að öruggt sé að hreindýrskálfar geti bjargað sér þó kýrnar séu skotnar frá þeim. Kálfarnir séu aðeins átta til tíu vikna gamlir þegar tímabilið hefst.
Stórfelldur vandi
„Jarðarvinir telja að það valdi þeim þjáningu og ótta og valdi því að þeir lifi síður af veturinn að hafa ekki stuðning af kúnnum mæðrum sínum.“Hann segir það mat Jarðarvina að um 500 hreindýrskálfar falli á ári hverju hér á landi.
„Það má benda á að það komst í heimsfréttirnar þegar 200 hreindýr féllu á Svalbarða vegna loftslagsbreytinga. Þannig að fráfall mörg hundruð kálfa hér yfir veturinn er stórfelldur vandi.“ Ragnar segir að ýmsar stofnanir séu á máli Jarðarvina.
„Matvælastofnun, Umhverfisstofnun og fagráð um velferð dýra hafa öll mælt með því að breyta veiðitímanum þannig að kálfarnir séu orðnir eldri þegar byrjað er að fella kýrnar.“