UEFA hefur einnig sektað búlgarska knattspyrnusambandið um 10,5 milljónir króna vegna framkomu stuðningsmannanna.
Mörgum þykir það frekar væg refsing. Til samanburðar fékk danski framherjinn Nicklas Bendtner ellefu milljóna króna sekt fyrir að klæðast og sýna nærbuxur með auglýsingu frá veðmálafyrirtæki á EM 2012.
Would just like to remind everyone that Nicholas Bendtner was once fined €80,000 by UEFA for wearing some Paddy Power branded boxers.
UEFA have just fined Bulgaria €75,000 for 90 minutes of racist chanting towards numerous England players.
That is all.
— Footy Accumulators (@FootyAccums) October 29, 2019
Fjórir stuðningsmenn Búlgaríu hafa fengið sekt og tveggja ára bann fyrir rasisma. Fleiri eru til rannsóknar.
Eftir leikinn sögðu bæði formaður búlgarska knattspyrnusambandsins, Borislav Mihaylov, og landsliðsþjálfarinn, Krasimir Balakovc, starfi sínu lausu.
