Norrænir miðjuflokkar vilja afnema klukkubreytingu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. október 2019 12:02 Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar. Vísir/Vilhelm Tillaga um afnám klukkubreytinga í norrænum löndum er meðal þess sem liggur fyrir Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar en hún kveðst vongóð um að hún nái fram að ganga. Norðurlandaráðsþing verður sett í dag en Katrín Jakobsdóttir mun til að mynda stjórna fundi norrænna forsætisráðherra á eftir þar sem meðal annars verður fjallað um það hvernig norræna samfélagslíkanið geti stuðlað að sjálfbærum umskiptum. Þá verða teknar fyrir nokkrar þingmannatillögur og má þar meðal annars nefna sameiginlega tillögu norrænna miðjuflokka um afnám klukkubreytinga. „Við erum svona að beina því til ríkisstjórna Norðurlandanna að afnema þennan tímamismun sem er á milli þá sérstaklega Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og auðvitað snertir þetta Ísland en við erum á svokölluðu GMT 0 svæði þannig að við erum ekki að fara að breyta klukkunni,“ segir Anna Kolbrún. „En þetta þýðir samt það að við þurfum að horfa til Íslands og það má þó ekki vera þannig að tímamunurinn milli Íslands og hinna Norðurlandanna, að það breytist eitthvað, að hann aukist.“ Hún kveðst vongóð um að tillagan nái fram að ganga. „Við höfum talað um að Norðurlönd verði þetta samþættasta svæði heimsins, það eru ekkert lítil orð, en í því felst að við mættum gjarnan vera á sama tímabelti, eins og hægt verður,“ segir Anna Kolbrún. Þau Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, eru einnig meðal flutningsmanna tillögunnar sem nánar má skoða hér. Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Klukkan á Íslandi Miðflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. 28. október 2019 12:01 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Tillaga um afnám klukkubreytinga í norrænum löndum er meðal þess sem liggur fyrir Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar en hún kveðst vongóð um að hún nái fram að ganga. Norðurlandaráðsþing verður sett í dag en Katrín Jakobsdóttir mun til að mynda stjórna fundi norrænna forsætisráðherra á eftir þar sem meðal annars verður fjallað um það hvernig norræna samfélagslíkanið geti stuðlað að sjálfbærum umskiptum. Þá verða teknar fyrir nokkrar þingmannatillögur og má þar meðal annars nefna sameiginlega tillögu norrænna miðjuflokka um afnám klukkubreytinga. „Við erum svona að beina því til ríkisstjórna Norðurlandanna að afnema þennan tímamismun sem er á milli þá sérstaklega Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og auðvitað snertir þetta Ísland en við erum á svokölluðu GMT 0 svæði þannig að við erum ekki að fara að breyta klukkunni,“ segir Anna Kolbrún. „En þetta þýðir samt það að við þurfum að horfa til Íslands og það má þó ekki vera þannig að tímamunurinn milli Íslands og hinna Norðurlandanna, að það breytist eitthvað, að hann aukist.“ Hún kveðst vongóð um að tillagan nái fram að ganga. „Við höfum talað um að Norðurlönd verði þetta samþættasta svæði heimsins, það eru ekkert lítil orð, en í því felst að við mættum gjarnan vera á sama tímabelti, eins og hægt verður,“ segir Anna Kolbrún. Þau Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, eru einnig meðal flutningsmanna tillögunnar sem nánar má skoða hér.
Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Klukkan á Íslandi Miðflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. 28. október 2019 12:01 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. 28. október 2019 12:01