Lífið

Vala upplifði martröð allra leikara: „Bullaði í svona tvær mínútur“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vala Kristín leikur í Sex í sveit í Borgarleikhúsinu um þessar mundir.
Vala Kristín leikur í Sex í sveit í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. vísir/vilhelm
Vala Kristín Eiríksdóttir er ung og efnileg leikkona sem hefur vakið mikla athygli undanfarin ár fyrir flotta frammistöðu í leiklistarsenunni hér á landi. Vala er gestur vikunnar í Einkalífinu.

Vala vakti fyrst athygli þegar hún kom fram í þáttunum Þær Tvær á Stöð 2 og í framhaldinu af því fór hún af stað með þættina Venjulegt fólk en hún samdi handritið ásamt þeim Júlíönu Söru Gunnarsdóttur, Fannari Sveinssyni, Halldóri Halldórssyni og Glassriver framleiðir. Það er án efa martröð allra leikara að standa á sviðinu og gleyma handritinu.

Stundum ná þeir að redda sér og oftast tekur salurinn ekki eftir neinu. Vala Kristín upplifði slíkt þegar hún lék í verkinu Njála í Borgarleikhúsinu.

„Það var ógeðslega fyndið en ógeðslega ógnvekjandi,“ segir Vala Kristín.

„Þar kom sirka tveggja til þriggja mínútna kafli þar sem sviðið snerist og það var rosaleg bardagasena í gangi og ég stóð á sviðinu með mígrafón og lýsti öllu sem var á gerast á sviðinu. Ég var að lýsa bardaga á forníslensku og ég byrja með því að segja tvær þrjár setningar en síðan verður allt svart. Ég bullaði í svona tvær mínútur og sagði bara eitthvað sem hljómaði gamaldags,“ segir Vala og hlær og bætir því við að enginn hafi tekið eftir atvikinu í salnum.

Í þættinum ræðir Vala einnig um æskuna, leikhúsið, hvort konur séu ekki eins fyndnar og karlar, hvort það sé erfiðara að leika grína eða drama, framtíðina og margt fleira.


Tengdar fréttir

Upplifði mikið sjálfshatur í æsku

„Þetta hefur mótað mig að þeirri manneskju sem ég er í dag og kenndi mér mikilvæga lexíu,“ segir Birta Abiba Þórhallsdóttir, Miss Universe Iceland, sem er gestur Einkalífsins í þessari viku.

Spurning hvort keto henti Jóni og Gunnu

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari sem búsett er í Danmörku þar sem hún starfar sem sálfræðingur.

Þurfti að skipta um skóla vegna eineltis

Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, er einn efnilegasti leikari landsins í dag og sló hann rækilega í gegn í annarri þáttaröð af Ófærð fyrir nokkrum mánuðum.

„Hefði ekki viljað hafa neinn annan með mér í þessu“

Síðastliðinn áratug hefur Sólmundur Hólm Sólmundarson starfað sem skemmtikraftur og heillað þjóðina upp úr skónum. Árið 2017 greindist Sóli með eitlakrabbamein og við tók heljarinnar barátta við meinið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.