Aldrei fleiri mælst sáttir með störf Trump í embætti Eiður Þór Árnason skrifar 7. júlí 2019 14:33 Kosningaherferð Trumps rak í júní einstaklinga sem höfðu yfirumsjón með gerð skoðanakannana sem sýndu hann mælast með minni stuðning en nokkrir frambjóðendur Demókrataflokksins. Vísir/AP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur aldrei áður notið meiri stuðnings í embætti þar í landi ef marka má nýja könnun bandarísku ABC sjónvarpsstöðvarinnar og dagblaðsins Washington Post. Í nýbirtri könnun miðlana segjast 44% svarenda vera sáttir við störf forsetans í embætti, sem er tveimur prósentustigum hærra en síðasti hápunktur Trumps snemma á kjörtímabilinu. Talið er að forsetinn njóti nú góðs af sterkri stöðu bandarísks efnahagslífs. Þrátt fyrir að það hlutfall sé það hæsta sem sést hefur í könnunum fram að þessu, segjast enn fleiri, eða 53% svarenda vera ósáttir við störf hans í embætti. Það hlutfall hefur verið meira en helmingur frá því að Trump tók við embætti. Slíkar óánægjutölur hafa ekki sést hjá neinum öðrum bandarískum forseta svo vitað sé um frá því að nútímakannanir hófust. Þó að ánægja með störf forsetans hafi aldrei mælst hærri, mælist Joe Biden, fremsta forsetaframbjóðendaefni Demókrataflokksins, með fjórtán prósent hærri stuðning í könnuninni en sitjandi forseti ef gengið yrði til forsetakosninga núna. Hins vegar ef einungis er tekið mið af skráðum kjósendum, það er að segja þeir sem hafa kosið áður í forsetakosningum eða sýnt vilja til þess, lækkar forskot Biden niður í tíu prósent. Önnur forsetaefni Demókrata mælast ýmist með þar um bil jafn mikinn stuðning og forsetinn eða minni. Þess má geta að enn er langt til næstu forsetakosninga þar í landi, sem fram fara í nóvember á næsta ári. Gjarnan vara sérfræðingar við því að tekið sé mikið mark á fylgi forsetaframbjóðenda í könnunum þegar svo langt í þær, þar sem sagan hefur sýnt að margt getur breyst í aðdragandanum að kosningum. Í sömu könnun sögðust 51% svarenda vera sáttir við stjórn Trump á efnahagsmálum, og er það í fyrsta sinn frá því að hann tók við embætti sem sú tala nær yfir fimmtíu prósent. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Erfitt að tengjast Trump í gegnum máginn og svilkonuna Fyrirsætan Karlie Kloss tjáði sig um tengsl sín við Jared Kushner, einn nánasta ráðgjafa Donald Trump Bandaríkjaforseta og eiginmann Ivönku Trump. 3. júlí 2019 12:00 Þjóðhátíðardegi fagnað í skugga deilna um hervæðingu og spillingu Trump forseti setur sjálfan sig í öndvegi á þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Hápunktur hátíðarhalda verður ræða hans við Lincoln-minnisvarðann þar sem vinum hans, fjölskyldu og pólitískum og fjárhagslegum bakhjörlum er sérstaklega boðið. 4. júlí 2019 13:20 Ummæli Trump um flugvelli árið 1775 þykja vandræðaleg Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gerði vandræðaleg mistök í ræðu sinni í gær í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna þegar hann fullyrti að Bandaríkjaher hafi í sjálfsstæðissstríðinu 1775 náð yfirráð yfir flugvöllum frá Bretum. 5. júlí 2019 07:20 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur aldrei áður notið meiri stuðnings í embætti þar í landi ef marka má nýja könnun bandarísku ABC sjónvarpsstöðvarinnar og dagblaðsins Washington Post. Í nýbirtri könnun miðlana segjast 44% svarenda vera sáttir við störf forsetans í embætti, sem er tveimur prósentustigum hærra en síðasti hápunktur Trumps snemma á kjörtímabilinu. Talið er að forsetinn njóti nú góðs af sterkri stöðu bandarísks efnahagslífs. Þrátt fyrir að það hlutfall sé það hæsta sem sést hefur í könnunum fram að þessu, segjast enn fleiri, eða 53% svarenda vera ósáttir við störf hans í embætti. Það hlutfall hefur verið meira en helmingur frá því að Trump tók við embætti. Slíkar óánægjutölur hafa ekki sést hjá neinum öðrum bandarískum forseta svo vitað sé um frá því að nútímakannanir hófust. Þó að ánægja með störf forsetans hafi aldrei mælst hærri, mælist Joe Biden, fremsta forsetaframbjóðendaefni Demókrataflokksins, með fjórtán prósent hærri stuðning í könnuninni en sitjandi forseti ef gengið yrði til forsetakosninga núna. Hins vegar ef einungis er tekið mið af skráðum kjósendum, það er að segja þeir sem hafa kosið áður í forsetakosningum eða sýnt vilja til þess, lækkar forskot Biden niður í tíu prósent. Önnur forsetaefni Demókrata mælast ýmist með þar um bil jafn mikinn stuðning og forsetinn eða minni. Þess má geta að enn er langt til næstu forsetakosninga þar í landi, sem fram fara í nóvember á næsta ári. Gjarnan vara sérfræðingar við því að tekið sé mikið mark á fylgi forsetaframbjóðenda í könnunum þegar svo langt í þær, þar sem sagan hefur sýnt að margt getur breyst í aðdragandanum að kosningum. Í sömu könnun sögðust 51% svarenda vera sáttir við stjórn Trump á efnahagsmálum, og er það í fyrsta sinn frá því að hann tók við embætti sem sú tala nær yfir fimmtíu prósent.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Erfitt að tengjast Trump í gegnum máginn og svilkonuna Fyrirsætan Karlie Kloss tjáði sig um tengsl sín við Jared Kushner, einn nánasta ráðgjafa Donald Trump Bandaríkjaforseta og eiginmann Ivönku Trump. 3. júlí 2019 12:00 Þjóðhátíðardegi fagnað í skugga deilna um hervæðingu og spillingu Trump forseti setur sjálfan sig í öndvegi á þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Hápunktur hátíðarhalda verður ræða hans við Lincoln-minnisvarðann þar sem vinum hans, fjölskyldu og pólitískum og fjárhagslegum bakhjörlum er sérstaklega boðið. 4. júlí 2019 13:20 Ummæli Trump um flugvelli árið 1775 þykja vandræðaleg Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gerði vandræðaleg mistök í ræðu sinni í gær í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna þegar hann fullyrti að Bandaríkjaher hafi í sjálfsstæðissstríðinu 1775 náð yfirráð yfir flugvöllum frá Bretum. 5. júlí 2019 07:20 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Erfitt að tengjast Trump í gegnum máginn og svilkonuna Fyrirsætan Karlie Kloss tjáði sig um tengsl sín við Jared Kushner, einn nánasta ráðgjafa Donald Trump Bandaríkjaforseta og eiginmann Ivönku Trump. 3. júlí 2019 12:00
Þjóðhátíðardegi fagnað í skugga deilna um hervæðingu og spillingu Trump forseti setur sjálfan sig í öndvegi á þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Hápunktur hátíðarhalda verður ræða hans við Lincoln-minnisvarðann þar sem vinum hans, fjölskyldu og pólitískum og fjárhagslegum bakhjörlum er sérstaklega boðið. 4. júlí 2019 13:20
Ummæli Trump um flugvelli árið 1775 þykja vandræðaleg Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gerði vandræðaleg mistök í ræðu sinni í gær í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna þegar hann fullyrti að Bandaríkjaher hafi í sjálfsstæðissstríðinu 1775 náð yfirráð yfir flugvöllum frá Bretum. 5. júlí 2019 07:20