Fólkið á Airwaves: „Allt nema verðið er fullkomið!“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 17:00 Yana og Kirill voru mjög spennt fyrir Airwaves. Vísir/Hallgerður Yana og Kirill stóðu í röðinni fyrir framan Hard Rock að bíða eftir að Úlfur Úlfur byrjaði að spila. Þau voru þau fyrstu til að mæta í röðina og voru þau vel til þess búin á köldu nóvemberkvöldinu. Þetta er fyrsta skiptið sem þau koma til Íslands en parið er frá Rússlandi. Þau segja það hafa verið langþráðan draum að heimsækja Ísland og hafi nóvember verið besti mánuðurinn til þess að láta drauminn rætast. „Okkur langaði að heimsækja Ísland og við tókum eftir því að það væri gott að gera í nóvember vegna þess að það eru engir ferðamenn og Iceland Airwaves er í gangi,“ segir Yana. „Við þekkjum bara rússneska tónlistarmanninn Ivan Dorn þannig að við ætlum bara að fylgja flæðinu, fara í gegn um dagskránna og elta þekktustu tónlistarmennina,“ segir Kirill. Þau ætli að undirbúa sig betur fyrir næstu kvöld en ekki hafi gefist tími til þess þar sem þau höfðu keyrt suður að Gullfossi fyrr um daginn. „Það er svo margt fallegt að sjá. Margir fossar og náttúran er mjög falleg. Það er líka skemmtilegt að á Gullfossi var kominn vetur en hér í Reykjavík er enn þá haust,“ segir Yana og vekur undrun blaðamanns þar sem hún er klædd í hnausþykkan kuldagalla. „Allt nema verðið er fullkomið,“ skýtur Kirill inn í og Yana kinkar kolli til að staðfesta þetta. „Við verðum á Íslandi í tíu daga og eigum rúmlega helminginn eftir. Við erum búin að fara á norðurlandið og til Keflavíkur. Við fórum í Bláa Lónið þar. Eftir hátíðina ætlum við svo að fara á Suðurlandið,“ segir Yana. Hátíðin sjálf vekur þó ekki minni kátínu hjá parinu en þau segja hana einstaklega áhugaverða. Þau hafi aldrei farið á tónlistarhátíð sem fylgir svipuðu sniði, þar sem notast er við marga tónleikastaði í einu. „Þetta er ótrúlega áhugaverð hugmynd, við höfum aldrei farið á svipaða tónlistarhátíð áður þar sem eru mörg svið og þú getur ferðast á milli þeirra allt kvöldið,“ segir Yana. „Yfirleitt er bara eitt svið, í mesta lagi tvö, þar sem spilað er fyrir framan þúsundir manna. Þannig að þetta er mjög áhugavert,“ bætir hún við. Airwaves Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Yana og Kirill stóðu í röðinni fyrir framan Hard Rock að bíða eftir að Úlfur Úlfur byrjaði að spila. Þau voru þau fyrstu til að mæta í röðina og voru þau vel til þess búin á köldu nóvemberkvöldinu. Þetta er fyrsta skiptið sem þau koma til Íslands en parið er frá Rússlandi. Þau segja það hafa verið langþráðan draum að heimsækja Ísland og hafi nóvember verið besti mánuðurinn til þess að láta drauminn rætast. „Okkur langaði að heimsækja Ísland og við tókum eftir því að það væri gott að gera í nóvember vegna þess að það eru engir ferðamenn og Iceland Airwaves er í gangi,“ segir Yana. „Við þekkjum bara rússneska tónlistarmanninn Ivan Dorn þannig að við ætlum bara að fylgja flæðinu, fara í gegn um dagskránna og elta þekktustu tónlistarmennina,“ segir Kirill. Þau ætli að undirbúa sig betur fyrir næstu kvöld en ekki hafi gefist tími til þess þar sem þau höfðu keyrt suður að Gullfossi fyrr um daginn. „Það er svo margt fallegt að sjá. Margir fossar og náttúran er mjög falleg. Það er líka skemmtilegt að á Gullfossi var kominn vetur en hér í Reykjavík er enn þá haust,“ segir Yana og vekur undrun blaðamanns þar sem hún er klædd í hnausþykkan kuldagalla. „Allt nema verðið er fullkomið,“ skýtur Kirill inn í og Yana kinkar kolli til að staðfesta þetta. „Við verðum á Íslandi í tíu daga og eigum rúmlega helminginn eftir. Við erum búin að fara á norðurlandið og til Keflavíkur. Við fórum í Bláa Lónið þar. Eftir hátíðina ætlum við svo að fara á Suðurlandið,“ segir Yana. Hátíðin sjálf vekur þó ekki minni kátínu hjá parinu en þau segja hana einstaklega áhugaverða. Þau hafi aldrei farið á tónlistarhátíð sem fylgir svipuðu sniði, þar sem notast er við marga tónleikastaði í einu. „Þetta er ótrúlega áhugaverð hugmynd, við höfum aldrei farið á svipaða tónlistarhátíð áður þar sem eru mörg svið og þú getur ferðast á milli þeirra allt kvöldið,“ segir Yana. „Yfirleitt er bara eitt svið, í mesta lagi tvö, þar sem spilað er fyrir framan þúsundir manna. Þannig að þetta er mjög áhugavert,“ bætir hún við.
Airwaves Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira