Innlent

Ríkið sagt hafa hafnað kröfu Erlu Bolladóttur

Kjartan Kjartansson skrifar
Erla á leið úr dómsal eftir sýknudóma í Hæstarétti síðastliðið haust.
Erla á leið úr dómsal eftir sýknudóma í Hæstarétti síðastliðið haust. Fréttablaðið/Eyþór
Kröfu Erlu Bolladóttur um bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins var hafnað af ríkislögmanni fyrir hönd ríkisins. Erla var eini sakborningurinn í málinu sem var synjað um að endurupptöku á dómnum sem hún hlaut.

Mbl.is segir að Erla hafi fengið bréf frá settum ríkislögmanni þessa efnis í gær. Réttarstaða Erlu hafi ekki breyst og þá telji ríkislögmaður að kröfur vegna meintrar ólögmætrar frelsisskerðingar séu fyrndar.

Lögmaður Erlu er sagður hafa birt ríkislögmanni stefnu í gær þar sem krafist var að úrskurður endurupptökunefndar á beiðni hennar um að endurupptöku yrði ógiltur.

Erla var dæmd fyrir meinsæri í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og var látin sæta einangrunarvist vegna rannsóknar þess.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×