Trump náðar hermenn sakaða um og dæmda fyrir stríðsglæpi Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2019 19:05 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Hvíta húsið tilkynnti í gærkvöldi að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði gripið inn í mál þriggja hermanna sem hafa verið sakaðir og jafnvel dæmdir fyrir stríðsglæpi. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna voru hins vegar á móti aðgerðunum. Trump veitti tveimur mönnum fulla náðun og felldi niður stöðulækkun annars. Forsetinn hringdi í mennina þrjá í gærkvöldi og tilkynnti þeim þessar vendingar. Um er að ræða þá Clint Lorance, fyrrverandi liðsforingi í hernum sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir að myrða tvo almenna borgara í Afganistan. Hann skipaði mönnum sínum að skjóta á þrjá menn á mótorhjóli í Afganistan í Júlí 2012.Hann fékk fulla náðun. Þá fékk Mathew L. Golsteyn einnig fulla náðun en hann hafði verið ákærður fyrir að myrða óvopnaðan Afgana sem hann taldi vera sprengjusmið og taldi hann að maðurinn bæri ábyrgð á dauða tveggja landgönguliða. Hann sagði frá morðinu í atvinnuviðtali hjá Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Mathew Golsteyn ásamt lögmanni sínum.AP/Andrew Craft Þar að auki sneri Trump við stöðulækkun Edward Gallagher, sem var sýknaður af morðákærum fyrr á árinu en dæmdur fyrir að stilla sér upp fyrir mynd með líki ISIS-liða sem hann var sakaður um að hafa myrt og lækkaður í tign. Áður en úrskurðað var í máli Gallagher bárust fregnir af því að Trump íhugaði að náða hann og fleiri hermenn sem sakaðir hafa verið um stríðsglæpi. Í tilfellum Gallagher og Lorance komu ásakanirnar gegn þeim báðum frá undirmönnum þeirra. Sjá einnig: Sagður ætla að náða hermenn sem sakaðir eru um stríðsglæpi Þingmenn Repúblikanaflokksins og aðrir áhrifamiklir íhaldsmenn í bandarískum fjölmiðlum eins og Fox hafa lýst mönnunum þremur sem hetjum og segja ákærurnar gegn þeim ósanngjarnar. Þær byggi á ákvörðunum sem hafi verið teknar í hita leiksins í miðjum átökum, samkvæmt frétt New York Times. Í tilkynningu Hvíta hússins segir að það falli á herðar forsetans að tryggja að lögum Bandaríkjanna sé framfylgt og hvenær það sé við hæfi að sýna miskunn. Með þessum aðgerðum sínum vilji Trump veita hermönnum Bandaríkjanna það sjálfstraust sem þeir þurfi þegar þeir berjast fyrir Bandaríkin. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna hafa þó, samkvæmt fjölmiðlum ytra, barist gegn því að mennirnir þrír verði náðaðir og segja að það muni grafa undan réttarkerfum heraflans. Þeirra á meðal er til dæmis Mark Esper, varnarmálaráðherra. Forsvarsmenn sjóhersins komust fyrst á snoðir um aðgerðir Trump varðandi Gallagher, sem tilheyrði sérsveitum sjóhersins, þegar þeir heyrðu af þeim í fréttum Fox News. Blaðamenn New York Times ræddu við sérfræðina sem segjast ekki vita til nýlegra fordæma um að forseti Bandaríkjanna hafi náðað hermenn fyrir ofbeldisglæpi sem þessa. Eina undantekningin sé náðun Trump frá því í maí, þegar hann náðaði hermann sem var sakfelldur fyrir að taka írakskan fanga af lífi. Trump endurtísti þessu tísti í dag. Þar má sjá Clint Lorance koma úr fangelsi eftir að hafa setið inni í sex ár. “Army 1st Lt. Clint Lorance, one of two U.S. Army officers granted clemency Friday by POTUS Trump, was released from prison in Kansas on Friday night & reunited w/ family members.” ➡️https://t.co/SjeGn8CnoP Below, Clint reunites w/ family, after 6yrs (19yr sentence) in prison. pic.twitter.com/dpoSwanojS— Dan Scavino (@DanScavino) November 16, 2019 Afganistan Bandaríkin Donald Trump Írak Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Hvíta húsið tilkynnti í gærkvöldi að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði gripið inn í mál þriggja hermanna sem hafa verið sakaðir og jafnvel dæmdir fyrir stríðsglæpi. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna voru hins vegar á móti aðgerðunum. Trump veitti tveimur mönnum fulla náðun og felldi niður stöðulækkun annars. Forsetinn hringdi í mennina þrjá í gærkvöldi og tilkynnti þeim þessar vendingar. Um er að ræða þá Clint Lorance, fyrrverandi liðsforingi í hernum sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir að myrða tvo almenna borgara í Afganistan. Hann skipaði mönnum sínum að skjóta á þrjá menn á mótorhjóli í Afganistan í Júlí 2012.Hann fékk fulla náðun. Þá fékk Mathew L. Golsteyn einnig fulla náðun en hann hafði verið ákærður fyrir að myrða óvopnaðan Afgana sem hann taldi vera sprengjusmið og taldi hann að maðurinn bæri ábyrgð á dauða tveggja landgönguliða. Hann sagði frá morðinu í atvinnuviðtali hjá Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Mathew Golsteyn ásamt lögmanni sínum.AP/Andrew Craft Þar að auki sneri Trump við stöðulækkun Edward Gallagher, sem var sýknaður af morðákærum fyrr á árinu en dæmdur fyrir að stilla sér upp fyrir mynd með líki ISIS-liða sem hann var sakaður um að hafa myrt og lækkaður í tign. Áður en úrskurðað var í máli Gallagher bárust fregnir af því að Trump íhugaði að náða hann og fleiri hermenn sem sakaðir hafa verið um stríðsglæpi. Í tilfellum Gallagher og Lorance komu ásakanirnar gegn þeim báðum frá undirmönnum þeirra. Sjá einnig: Sagður ætla að náða hermenn sem sakaðir eru um stríðsglæpi Þingmenn Repúblikanaflokksins og aðrir áhrifamiklir íhaldsmenn í bandarískum fjölmiðlum eins og Fox hafa lýst mönnunum þremur sem hetjum og segja ákærurnar gegn þeim ósanngjarnar. Þær byggi á ákvörðunum sem hafi verið teknar í hita leiksins í miðjum átökum, samkvæmt frétt New York Times. Í tilkynningu Hvíta hússins segir að það falli á herðar forsetans að tryggja að lögum Bandaríkjanna sé framfylgt og hvenær það sé við hæfi að sýna miskunn. Með þessum aðgerðum sínum vilji Trump veita hermönnum Bandaríkjanna það sjálfstraust sem þeir þurfi þegar þeir berjast fyrir Bandaríkin. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna hafa þó, samkvæmt fjölmiðlum ytra, barist gegn því að mennirnir þrír verði náðaðir og segja að það muni grafa undan réttarkerfum heraflans. Þeirra á meðal er til dæmis Mark Esper, varnarmálaráðherra. Forsvarsmenn sjóhersins komust fyrst á snoðir um aðgerðir Trump varðandi Gallagher, sem tilheyrði sérsveitum sjóhersins, þegar þeir heyrðu af þeim í fréttum Fox News. Blaðamenn New York Times ræddu við sérfræðina sem segjast ekki vita til nýlegra fordæma um að forseti Bandaríkjanna hafi náðað hermenn fyrir ofbeldisglæpi sem þessa. Eina undantekningin sé náðun Trump frá því í maí, þegar hann náðaði hermann sem var sakfelldur fyrir að taka írakskan fanga af lífi. Trump endurtísti þessu tísti í dag. Þar má sjá Clint Lorance koma úr fangelsi eftir að hafa setið inni í sex ár. “Army 1st Lt. Clint Lorance, one of two U.S. Army officers granted clemency Friday by POTUS Trump, was released from prison in Kansas on Friday night & reunited w/ family members.” ➡️https://t.co/SjeGn8CnoP Below, Clint reunites w/ family, after 6yrs (19yr sentence) in prison. pic.twitter.com/dpoSwanojS— Dan Scavino (@DanScavino) November 16, 2019
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Írak Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent