Læknir segir aukna þörf á lífstílstengdu inngripi hjá fólki Elín Margrét Böðvarsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 16. nóvember 2019 14:45 Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum. stöð 2 Læknar þurfa að leggja miklu meiri áherslu á lífstílstengd inngrip hjá sjúklingum að sögn yfirlæknis hjartalækninga á Landspítalanum. Nýjar tæknilausnir geti hjálpað hvað þetta varðar, til að mynda með notkun snjallsímaforrits í samskiptum við sjúklinga. Til að koma í veg fyrir frekari áföll hjá hjartasjúklingum þarf að gera miklu betur í lífstílstengdum forvörnum segir Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum. „Það er vel sannað mál að lífstílsinngrip geta skipt mjög miklu máli hins vegar höfum við ekki staðið okkur mjög vel, læknar, í að hamra á þessum inngripum við sjúklinga.“ Tíminn fari oft í að ræða aðra þætti á borð við lyf eða rannsóknir þegar læknir hittir sjúkling. Þá sé hætt við því að gleymist að ræða mikilvæg atriði er varða lífstíl.„Svo kannski spyrjum við í restina hvort þeir séu ekki hættir að reykja eða séu ekki að passa mataræði. Ég held að við þurfum að taka miklu, miklu betur á þessum þáttum og ég held líka að við þurfum að skoða það að beita nýjum nálgunum í þessu,“ segir Davíð. Slíkt sé þegar farið af stað, til að mynda í samstarfi við íslenska heilbrigðishugbúnaðarfyrirtækið Sidekick health. „Þeir eru að þróa sérstakt app til að fylgja hjartasjúklingum betur eftir og að leggja höfuðáherslu á þessa lífsstílsþætti. Þetta gefur okkur tækifæri á að vera miklu oftar í sambandi við sjúklingana eð hvatningu og alls konar skilaboð og þetta kannski gerir það líka að verkum að þegar sjúklingar koma til læknis, þá er hægt að fókusera á aðra þætti og þá erum við í rauninni með algjörlega nýja nálgun til þess að taka á þáttum sem við teljum vera gríðarlega mikilvægt.“ Þessir þættir eigi það til að verða út undan. „Þeir ættu ekki að vera það en þeir verða það stundum af því þeir eru ekki jafn fyrirferðarmiklir og kannski flókin hátækniinngrip eða einhver dýr lyf og svo framvegis en þetta skilar engu að síður gríðarlega miklum árangri,“ segir Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum. Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Læknar þurfa að leggja miklu meiri áherslu á lífstílstengd inngrip hjá sjúklingum að sögn yfirlæknis hjartalækninga á Landspítalanum. Nýjar tæknilausnir geti hjálpað hvað þetta varðar, til að mynda með notkun snjallsímaforrits í samskiptum við sjúklinga. Til að koma í veg fyrir frekari áföll hjá hjartasjúklingum þarf að gera miklu betur í lífstílstengdum forvörnum segir Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum. „Það er vel sannað mál að lífstílsinngrip geta skipt mjög miklu máli hins vegar höfum við ekki staðið okkur mjög vel, læknar, í að hamra á þessum inngripum við sjúklinga.“ Tíminn fari oft í að ræða aðra þætti á borð við lyf eða rannsóknir þegar læknir hittir sjúkling. Þá sé hætt við því að gleymist að ræða mikilvæg atriði er varða lífstíl.„Svo kannski spyrjum við í restina hvort þeir séu ekki hættir að reykja eða séu ekki að passa mataræði. Ég held að við þurfum að taka miklu, miklu betur á þessum þáttum og ég held líka að við þurfum að skoða það að beita nýjum nálgunum í þessu,“ segir Davíð. Slíkt sé þegar farið af stað, til að mynda í samstarfi við íslenska heilbrigðishugbúnaðarfyrirtækið Sidekick health. „Þeir eru að þróa sérstakt app til að fylgja hjartasjúklingum betur eftir og að leggja höfuðáherslu á þessa lífsstílsþætti. Þetta gefur okkur tækifæri á að vera miklu oftar í sambandi við sjúklingana eð hvatningu og alls konar skilaboð og þetta kannski gerir það líka að verkum að þegar sjúklingar koma til læknis, þá er hægt að fókusera á aðra þætti og þá erum við í rauninni með algjörlega nýja nálgun til þess að taka á þáttum sem við teljum vera gríðarlega mikilvægt.“ Þessir þættir eigi það til að verða út undan. „Þeir ættu ekki að vera það en þeir verða það stundum af því þeir eru ekki jafn fyrirferðarmiklir og kannski flókin hátækniinngrip eða einhver dýr lyf og svo framvegis en þetta skilar engu að síður gríðarlega miklum árangri,“ segir Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum.
Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira