Engin umsókn barst í olíuleit við Færeyjar Kristján Már Unnarsson skrifar 16. nóvember 2019 08:00 Borpallur á Skálafirði í Færeyjum haustið 2014 að lokinni borun níundu holunnar á landgrunni eyjanna. Hann kom til viðhalds í Rúnavík. Atlantic Supply Base/Eli Lassen. Engin umsókn barst um sérleyfi til olíuleitar á landgrunni Færeyja í fimmta útboði færeyskra stjórnvalda, en útboðsfrestur rann út í vikunni. Þetta er annað útboðsferlið í röð sem reynist árangurslaust en í fjórða útboðinu í fyrra barst aðeins ein umsókn, sem síðar var dregin til baka. „Það er á hreinu að við ætlum ekki að gefast upp hér,“ sagði Helgi Abrahamsen, atvinnumálaráðherra Færeyja, í viðtali við Kringvarpið. Hann sagði að boðið yrði upp á „open door“, sem þýðir að olíufélögum verður frjálst að sækja um hvenær sem er. Þá yrði stefnt á nýtt útboð, þó ekki alveg á næstu misserum. Ráðherrann taldi þetta áhugaleysi skýrast af því að olíufélög væru treg að stíga það stóra skref að fara inn á ný svæði. Hann benti á að þótt engin umsókn hafi borist hafi nokkur félög sýnt útboðinu áhuga og sótt gögn.Höfnin í Rúnavík hefur verið nýtt sem olíuþjónustumiðstöð.Atlantic Supply Base/Eli Lassen.„Þetta eru ekki endalokin á færeyska olíuævintýrinu því öllum er ljóst að olía og gas finnst á færeyska landgrunninu,“ sagði Niels Christian Nolsøe, forstöðumaður Jarðfeingis, þeirrar stofnunar Færeyinga sem annast orkumál. Hann segir í viðtali á Portal.fo að of stuttur tími kunni að hafa liðið milli fjórða og fimmta útboðsins. Jarðfeingi hefði ekki haft nægilegan tíma til að kynna olíufélögum færeyska landgrunnið. Þá hefur verið bent á að færeysk skattalög geri ráð fyrir hærri skattheimtu af olíuvinnslu en bresk lög.Á kortinu má sjá, merkt með grænu og rauðu, þær olíu- og gaslindir sem fundist hafa vestur af Hjaltlandseyjum, skammt frá lögsögumörkum Færeyja. Einnig sjást staðirnir þar sem búið er að bora á landgrunni Færeyja.Kort/Jarðfeingi.Færeysk stjórnvöld drifu útboðið í gang til að hafa það samtímis útboði breskra stjórnvalda við Hjaltlandseyjar í von um að olíufélög sæju sér hag í því að fá leyfi beggja megin miðlínunnar. Miklar olíulindir hafa á undanförnum árum fundist Bretlandsmegin, örstutt frá lögsögumörkum Færeyja. Á undanförnum tuttugu árum hafa alls níu holur verið boraðar á færeyska landgrunninu. Þótt vottur af olíu hafi fundist hefur enn ekki fundist þar olíulind í vinnanlegu magni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í vor þegar Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð: Bensín og olía Færeyjar Tengdar fréttir Ein umsókn barst í olíuleit í fjórða útboði Færeyinga Færeyingar fengu eina umsókn í olíuleit í lögsögu eyjanna í fjórða olíuleitarútboðinu sem færeysk stjórnvöld standa fyrir á átján árum. 24. febrúar 2018 21:00 Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð Lögþing Færeyja samþykkti einróma að hefja nýtt olíuleitarútboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta. Jafnframt var ákveðið að lækka gjöld af olíuvinnslu. 6. maí 2019 22:15 Færeyingar mættir til olíukónganna í Texas Færeysk stjórnvöld markaðssetja nú nýjasta olíuleitarútboð sitt á alþjóðavettvangi. Færeyingar vilja ná athygli olíuforstjóra sem völd hafa til að taka ákvarðanir um dýrar olíuboranir á úthöfum. 29. maí 2019 11:09 Stóri borinn á leið til Færeyja Olíuborpallurinn Cosl Pioneer er nú á leið á færeyska landgrunnið til að vinna stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja; borun allt að fimm kílómetra djúprar holu fyrir 20 milljarða króna. Ef borinn hittir á það, sem olíufélög telja að þarna leynist undir, gætu Færeyingar á næstu árum orðið ein auðugasta þjóð veraldar. 13. júní 2012 10:15 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Engin umsókn barst um sérleyfi til olíuleitar á landgrunni Færeyja í fimmta útboði færeyskra stjórnvalda, en útboðsfrestur rann út í vikunni. Þetta er annað útboðsferlið í röð sem reynist árangurslaust en í fjórða útboðinu í fyrra barst aðeins ein umsókn, sem síðar var dregin til baka. „Það er á hreinu að við ætlum ekki að gefast upp hér,“ sagði Helgi Abrahamsen, atvinnumálaráðherra Færeyja, í viðtali við Kringvarpið. Hann sagði að boðið yrði upp á „open door“, sem þýðir að olíufélögum verður frjálst að sækja um hvenær sem er. Þá yrði stefnt á nýtt útboð, þó ekki alveg á næstu misserum. Ráðherrann taldi þetta áhugaleysi skýrast af því að olíufélög væru treg að stíga það stóra skref að fara inn á ný svæði. Hann benti á að þótt engin umsókn hafi borist hafi nokkur félög sýnt útboðinu áhuga og sótt gögn.Höfnin í Rúnavík hefur verið nýtt sem olíuþjónustumiðstöð.Atlantic Supply Base/Eli Lassen.„Þetta eru ekki endalokin á færeyska olíuævintýrinu því öllum er ljóst að olía og gas finnst á færeyska landgrunninu,“ sagði Niels Christian Nolsøe, forstöðumaður Jarðfeingis, þeirrar stofnunar Færeyinga sem annast orkumál. Hann segir í viðtali á Portal.fo að of stuttur tími kunni að hafa liðið milli fjórða og fimmta útboðsins. Jarðfeingi hefði ekki haft nægilegan tíma til að kynna olíufélögum færeyska landgrunnið. Þá hefur verið bent á að færeysk skattalög geri ráð fyrir hærri skattheimtu af olíuvinnslu en bresk lög.Á kortinu má sjá, merkt með grænu og rauðu, þær olíu- og gaslindir sem fundist hafa vestur af Hjaltlandseyjum, skammt frá lögsögumörkum Færeyja. Einnig sjást staðirnir þar sem búið er að bora á landgrunni Færeyja.Kort/Jarðfeingi.Færeysk stjórnvöld drifu útboðið í gang til að hafa það samtímis útboði breskra stjórnvalda við Hjaltlandseyjar í von um að olíufélög sæju sér hag í því að fá leyfi beggja megin miðlínunnar. Miklar olíulindir hafa á undanförnum árum fundist Bretlandsmegin, örstutt frá lögsögumörkum Færeyja. Á undanförnum tuttugu árum hafa alls níu holur verið boraðar á færeyska landgrunninu. Þótt vottur af olíu hafi fundist hefur enn ekki fundist þar olíulind í vinnanlegu magni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í vor þegar Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð:
Bensín og olía Færeyjar Tengdar fréttir Ein umsókn barst í olíuleit í fjórða útboði Færeyinga Færeyingar fengu eina umsókn í olíuleit í lögsögu eyjanna í fjórða olíuleitarútboðinu sem færeysk stjórnvöld standa fyrir á átján árum. 24. febrúar 2018 21:00 Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð Lögþing Færeyja samþykkti einróma að hefja nýtt olíuleitarútboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta. Jafnframt var ákveðið að lækka gjöld af olíuvinnslu. 6. maí 2019 22:15 Færeyingar mættir til olíukónganna í Texas Færeysk stjórnvöld markaðssetja nú nýjasta olíuleitarútboð sitt á alþjóðavettvangi. Færeyingar vilja ná athygli olíuforstjóra sem völd hafa til að taka ákvarðanir um dýrar olíuboranir á úthöfum. 29. maí 2019 11:09 Stóri borinn á leið til Færeyja Olíuborpallurinn Cosl Pioneer er nú á leið á færeyska landgrunnið til að vinna stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja; borun allt að fimm kílómetra djúprar holu fyrir 20 milljarða króna. Ef borinn hittir á það, sem olíufélög telja að þarna leynist undir, gætu Færeyingar á næstu árum orðið ein auðugasta þjóð veraldar. 13. júní 2012 10:15 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Ein umsókn barst í olíuleit í fjórða útboði Færeyinga Færeyingar fengu eina umsókn í olíuleit í lögsögu eyjanna í fjórða olíuleitarútboðinu sem færeysk stjórnvöld standa fyrir á átján árum. 24. febrúar 2018 21:00
Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð Lögþing Færeyja samþykkti einróma að hefja nýtt olíuleitarútboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta. Jafnframt var ákveðið að lækka gjöld af olíuvinnslu. 6. maí 2019 22:15
Færeyingar mættir til olíukónganna í Texas Færeysk stjórnvöld markaðssetja nú nýjasta olíuleitarútboð sitt á alþjóðavettvangi. Færeyingar vilja ná athygli olíuforstjóra sem völd hafa til að taka ákvarðanir um dýrar olíuboranir á úthöfum. 29. maí 2019 11:09
Stóri borinn á leið til Færeyja Olíuborpallurinn Cosl Pioneer er nú á leið á færeyska landgrunnið til að vinna stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja; borun allt að fimm kílómetra djúprar holu fyrir 20 milljarða króna. Ef borinn hittir á það, sem olíufélög telja að þarna leynist undir, gætu Færeyingar á næstu árum orðið ein auðugasta þjóð veraldar. 13. júní 2012 10:15